Öld hreyfanleikans 9. júlí 2007 06:00 Það er kunnara en frá þurfi að segja að við lifum á tímum hnattvæðingar. Færri átta sig hins vegar á því að hve hnattvæðingin er margslungin. Við erum nú á öðru stigi hnattvæðingarferlisins sem kenna má við tíma hreyfanleika. Á fyrsta stigi hnattvæðingar nutu þróuð ríki og helstu viðskiptavinir þeirra, til dæmis Kína og Indland, ávaxtanna af því að losað var um hömlur á flutningi fjármagns og þjónustu. Þegar við færumst yfir á nýtt stig hreyfanleika mun fólk í sífellt vaxandi mæli og sífellt oftar flytjast yfir landamæri. Ójöfnuður einkennir okkar tíma en fólk á faraldsfæti í leit að tækifærum og betra lífi hefur möguleika á því að minnka bilið og hraða framþróun í þróunarríkjum. Tökum eitt dæmi: alþjóðlegt farandstarfsfólk sendi andvirði sautján þúsund milljarða (264 milljarða Bandaríkjadala) til heimahaganna árið 2006 eða þrefalda alla samanlagða alþjóðlega þróunaraðstoð. Í sumum ríkjum duga þessar peningasendingar til að bægja fátækt frá þriðju hverri fjölskyldu. Peningasendingar farandstarfsfólks að utan nema 30 prósentum af þjóðarframleiðslu Moldavíu og 21 pósent af þjóðarframleiðslu Haítí. Andvirði 432 milljarða (12 milljarða Bandaríkjadala) er sent til Filippseyja á ári hverju sem er fjórföld öll erlend fjárfesting. Um allan þróunarheiminn standa vinnulaun farandverkamannanna undir heilsugæslu, menntun og nýrri atvinnustarfsemi.Hjúkrunarkonur frá Gana, tölvumenn frá IndlandiFrjáls flutningur fólks er vatn á myllu alþjóðlegs efnahags. Þegar starfsfólk vantar á sjúkrahús í Lundúnum eru kallaðar til hjúkrunarkonur frá Gana og Sierra Leone. Þegar Google leitar að hugbúnaðarhönnuðum er oft leitað til Indlands. Barnfóstrur úr hópi innflytjenda gera foreldrum víða kleift að klifra metorðastigann. Hingað til hafa slíkir fólksflutningar aðallega verið ríku löndunum í hag og atgerfisflóttinn hefur valdið fátækum ríkjum áhyggjum. En þekking er að aukast á því hvernig hægt er að láta fólksflutningadæmið ganga upp fyrir alla.Samt sem áður hefur ríkisstjórnum gengið hægt að aðlaga stefnumörkun sína með það fyrir augum að hámarka ágóðann af fólksflutningum. Það nægir að benda á þráteflið um innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum eða vandræði Evrópubúa við að aðlaga meira að segja börn innflytjenda. Árangurinn er stóraukinn ólöglegur innflutningur fólks, félagsleg spenna, mismunun, álitshnekkir stjórnvalda og uppgangur alþjóðlegra glæpasamtaka.191 milljón á faraldsfætiVissulega hefur fólk áður flutt búferlum milli landa í stórum stíl. Þegar tuttugasta öldin gekk í garð voru um það bil þrjú prósent jarðarbúa á faraldsfæti. Hundrað árum síðar telst Sameinuðu þjóðunum til að gróft reiknað fylli álíka stórt hlutfall þennan flokk nú í dag eða 191 milljón manna. Þessi fjöldi fer vaxandi. Í nýrri skýrslu OECD segir að fjöldi innflytjenda í þróuðum ríkjum hafi verið 10 prósent árið 2005 á ársgrundvelli.Nú í dag flyttst fólk á milli landa hratt og auðveldlega þökk sé ódýrum samgöngum. Fólk er í stöðugum tengslum við heimahagana í gegnum internetið, greiðan aðgang að síma og gerfihnattasjónvarpi. Bankar senda afrakstur stritsins á augabragði til fjölskyldnanna heimafyrir. Vinnumarkaðir okkar hafa ekki síður gerbreyttst vegna hnattvæðingar. Vaxandi efnahagslegur ójöfnuður ásamt náttúrulegum áföllum og öðrum af mannavöldum, ýta svo undir að fólk færi sig um set. Það er þessi sveigjanleiki sem veldur því að sérfræðingar kalla okkar tíma öld hreyfanleikans.Þessar nýjungar undirstrika möguleika innflytjenda á að ýta undir þróun. Sameinuðu þjóðirnar héldu í fyrsta skipti í sögu sinni leiðtogafund um fólksflutninga í september 2006. Reynslan af fundinum var svo jákvæð að ríkin samþykktu tillögu forvera míns í embætti um að stofna Hnattrænan vettvang um fólksflutninga og þróun. Opnunarfundur vettvangsins er í dag 9. júlí í Brussel en þar eru saman komnir 800 fulltrúar frá 135 ríkjum.Þingað í BrusselHnattræni vettvangurinn er mikilvægt fyrsta skref í að virkja kraft innlytjenda til að efla þróun. Við munum til dæmis fræðast um frumkvæði IntEnt í Hollandi sem hefur veitt liðsinni við að stofna 200 fyrirtæki í heimalöndum innflytjenda. Við munum heyra um örlánastarfsemi banka í Mexíkó sem gera afskekktum samfélögum kleift að hagnýta sér greiðslur farandstarfsmanna til fjárfestinga í menntun, heilsugæslu og fyrirtækjum.Fólksflutningar geta verið af hinu góða. Margir hafa beðið í ofvæni eftir þriðja stigi hnattvæðingarinnar, þegar fleira fólk en nokkru sinni fyrr fær sinn skerf af velmegun heimsins. Við getum greitt fyrir því með því að hefja skynsamlegar, framsæknar umræður byggðar á staðreyndum um hvernig stýra má betur sameiginlegum hag okkar af fólksflutningum.Höfundur er framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það er kunnara en frá þurfi að segja að við lifum á tímum hnattvæðingar. Færri átta sig hins vegar á því að hve hnattvæðingin er margslungin. Við erum nú á öðru stigi hnattvæðingarferlisins sem kenna má við tíma hreyfanleika. Á fyrsta stigi hnattvæðingar nutu þróuð ríki og helstu viðskiptavinir þeirra, til dæmis Kína og Indland, ávaxtanna af því að losað var um hömlur á flutningi fjármagns og þjónustu. Þegar við færumst yfir á nýtt stig hreyfanleika mun fólk í sífellt vaxandi mæli og sífellt oftar flytjast yfir landamæri. Ójöfnuður einkennir okkar tíma en fólk á faraldsfæti í leit að tækifærum og betra lífi hefur möguleika á því að minnka bilið og hraða framþróun í þróunarríkjum. Tökum eitt dæmi: alþjóðlegt farandstarfsfólk sendi andvirði sautján þúsund milljarða (264 milljarða Bandaríkjadala) til heimahaganna árið 2006 eða þrefalda alla samanlagða alþjóðlega þróunaraðstoð. Í sumum ríkjum duga þessar peningasendingar til að bægja fátækt frá þriðju hverri fjölskyldu. Peningasendingar farandstarfsfólks að utan nema 30 prósentum af þjóðarframleiðslu Moldavíu og 21 pósent af þjóðarframleiðslu Haítí. Andvirði 432 milljarða (12 milljarða Bandaríkjadala) er sent til Filippseyja á ári hverju sem er fjórföld öll erlend fjárfesting. Um allan þróunarheiminn standa vinnulaun farandverkamannanna undir heilsugæslu, menntun og nýrri atvinnustarfsemi.Hjúkrunarkonur frá Gana, tölvumenn frá IndlandiFrjáls flutningur fólks er vatn á myllu alþjóðlegs efnahags. Þegar starfsfólk vantar á sjúkrahús í Lundúnum eru kallaðar til hjúkrunarkonur frá Gana og Sierra Leone. Þegar Google leitar að hugbúnaðarhönnuðum er oft leitað til Indlands. Barnfóstrur úr hópi innflytjenda gera foreldrum víða kleift að klifra metorðastigann. Hingað til hafa slíkir fólksflutningar aðallega verið ríku löndunum í hag og atgerfisflóttinn hefur valdið fátækum ríkjum áhyggjum. En þekking er að aukast á því hvernig hægt er að láta fólksflutningadæmið ganga upp fyrir alla.Samt sem áður hefur ríkisstjórnum gengið hægt að aðlaga stefnumörkun sína með það fyrir augum að hámarka ágóðann af fólksflutningum. Það nægir að benda á þráteflið um innflytjendalöggjöf í Bandaríkjunum eða vandræði Evrópubúa við að aðlaga meira að segja börn innflytjenda. Árangurinn er stóraukinn ólöglegur innflutningur fólks, félagsleg spenna, mismunun, álitshnekkir stjórnvalda og uppgangur alþjóðlegra glæpasamtaka.191 milljón á faraldsfætiVissulega hefur fólk áður flutt búferlum milli landa í stórum stíl. Þegar tuttugasta öldin gekk í garð voru um það bil þrjú prósent jarðarbúa á faraldsfæti. Hundrað árum síðar telst Sameinuðu þjóðunum til að gróft reiknað fylli álíka stórt hlutfall þennan flokk nú í dag eða 191 milljón manna. Þessi fjöldi fer vaxandi. Í nýrri skýrslu OECD segir að fjöldi innflytjenda í þróuðum ríkjum hafi verið 10 prósent árið 2005 á ársgrundvelli.Nú í dag flyttst fólk á milli landa hratt og auðveldlega þökk sé ódýrum samgöngum. Fólk er í stöðugum tengslum við heimahagana í gegnum internetið, greiðan aðgang að síma og gerfihnattasjónvarpi. Bankar senda afrakstur stritsins á augabragði til fjölskyldnanna heimafyrir. Vinnumarkaðir okkar hafa ekki síður gerbreyttst vegna hnattvæðingar. Vaxandi efnahagslegur ójöfnuður ásamt náttúrulegum áföllum og öðrum af mannavöldum, ýta svo undir að fólk færi sig um set. Það er þessi sveigjanleiki sem veldur því að sérfræðingar kalla okkar tíma öld hreyfanleikans.Þessar nýjungar undirstrika möguleika innflytjenda á að ýta undir þróun. Sameinuðu þjóðirnar héldu í fyrsta skipti í sögu sinni leiðtogafund um fólksflutninga í september 2006. Reynslan af fundinum var svo jákvæð að ríkin samþykktu tillögu forvera míns í embætti um að stofna Hnattrænan vettvang um fólksflutninga og þróun. Opnunarfundur vettvangsins er í dag 9. júlí í Brussel en þar eru saman komnir 800 fulltrúar frá 135 ríkjum.Þingað í BrusselHnattræni vettvangurinn er mikilvægt fyrsta skref í að virkja kraft innlytjenda til að efla þróun. Við munum til dæmis fræðast um frumkvæði IntEnt í Hollandi sem hefur veitt liðsinni við að stofna 200 fyrirtæki í heimalöndum innflytjenda. Við munum heyra um örlánastarfsemi banka í Mexíkó sem gera afskekktum samfélögum kleift að hagnýta sér greiðslur farandstarfsmanna til fjárfestinga í menntun, heilsugæslu og fyrirtækjum.Fólksflutningar geta verið af hinu góða. Margir hafa beðið í ofvæni eftir þriðja stigi hnattvæðingarinnar, þegar fleira fólk en nokkru sinni fyrr fær sinn skerf af velmegun heimsins. Við getum greitt fyrir því með því að hefja skynsamlegar, framsæknar umræður byggðar á staðreyndum um hvernig stýra má betur sameiginlegum hag okkar af fólksflutningum.Höfundur er framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun