Miðborgin til spari 7. júlí 2007 06:00 Á dögunum fór fram málþing um framtíð miðborgarinnar sem af einhverjum ástæðum var ekkert sérstaklega vel auglýst, allavega fór það framhjá mörgum verslunareigendum rétt einsog nýju opnunartímarnir sem þessi svokölluðu samtök sem bera heitið Fólkið í bænum auglýstu á sínum tíma. Mér finnst það ótrúleg tilviljun að stofnendur þessara samtaka skuli vinna hjá henni Svövu okkar Johansen sem af einhverjum ástæðum sat við pallborðið á málþinginu. Þá umræðu sem sett hefur verið af stað vegna byggingar á nýrri verslunarmiðstöð í miðborginni ætti alfarið að kæfa í fæðingu. Einsog fram kom í könnunn Capacent voru helstu ástæður fyrir minni umferð í miðborginni fjarlægð frá heimilum margra og skortur á bílastæðum. Síðast þegar ég gáði stóðu hvorki meira né minna en fimm bílastæðahús í nánd við Laugaveginn, ég hefði mun frekar haldið að aðalástæðan væri óútreiknanlegt veðurfar á Íslandi. Ég skil það mæta vel að meðal Íslendingurinn sem vinnur níu til fimm kjósi frekar að fara í Kringluna þar sem opnunartímarnir eru lengri og hvert sem þú snýrð þér er þjónusta og frí bílastæði. Ekki færi ég að verja þeim tíma sem ég fengi frá 17- 18 á þönum um miðborgina þegar ég veit að ég get tekið því rólega í Kringlunni. Með öflugu markaðsstarfi og lengri opnunartímum og þá í samráði við alla – ekki aðeins útvalda – væri hins vegar strax hægt að auka umferð um miðborgina. Fólk gæti þess vegna gert sér dag úr bæjarferðinni; ekki bara dundað sér við að versla heldur líka notið þeirra frábæru veitinga- og kaffihúsa sem miðborgin hefur upp á að bjóða. Með umferð á ég þó fyrst og fremst við gangandi vegfarendur, ekki reykspúandi bíla sem silast niður Laugaveginn. Þó að ekkert sé ánægjulegra á góðum sólardegi en að rölta niður Laugaveginn skil ég að nýbakaðar mæður vilji ekki bjóða börnum sínum upp á mengað loft. Afhverju ekki að breyta Laugaveginum í göngugötu á sumrin? Á að setja verslunarmiðstöð inn í verslunarmiðstöð? Hver er lógíkin í því? Þetta er allt það sama. Það á að varðveita þessi gömlu hús sem setja mark sitt á miðborgina, án þeirra væri engin miðborg. Og hvað um ferðamennina sem halda viðskiptunum uppi í miðborginni? Mér finnst það ólíklegt að þeir velji verslunarmiðstöð fram yfir sögulegar minjar miðborgarinnar. Ég spyr þig Svava, sem ábyggilega telur þig vera heimsborgara, hvert ferð þú þegar þú ert erlendis? Ferðu í gotneska hverfið í Barcelona, fyrsta hverfið í París, Strikið í Kaupmannahöfn eða velurðu Mall of America? En í Reykjavík? Ferðu frekar á Stjörnutorg í Kringlunni en vinalegan stað í miðborginni? Á Laugaveginum hefur rekstur aldrei þótt jafn dapurlegur og nú. Jú, við getum kennt verslunarmiðstöðvunum um það enda líka ansi þægilegt að benda á aðra í staðinn fyrir að horfast í augu við vandamálið. Laugavegurinn getur alveg nýtt sömu markaðsaðferðir og gert er í verslunarmiðstöðvunum, því þegar öllu er á botninn hvolft virkar þetta allt eins. Laugavegurinn er miðstöð sjálfstæðra verslunareigenda og það er mikilvægt að hann verði það áfram. Ég bið ykkur sem stundið viðskipti á Laugaveginum að vera samkvæm sjálfum ykkur, hugsa sjálfstætt og taka ykkur saman um að auka velgengni og huga að viðskiptalífi miðborgarinnar á jákvæðum nótum. Í staðinn fyrir endalaus fjárútlát, rífa niður og byggja nýtt þá eigum við að vinna úr því sem við höfum. Manneskja, sem mér er afar kær, sagði mér að ef við hefðu alltaf fallega bollastellið til spari gætum við á endanum séð eftir að hafa ekki notað það oftar. Við gætum líka séð eftir því að fara bara í miðbæinn á sparidögum. Mér verður hugsað til Menningarnætur, sem er einn af stærstu viðburðum miðborgarinnar. Hvort viljum við að hún sé haldin í verslunarmiðstöð eða miðborginni? Höfundur er ritstýra GetRvk.com Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum fór fram málþing um framtíð miðborgarinnar sem af einhverjum ástæðum var ekkert sérstaklega vel auglýst, allavega fór það framhjá mörgum verslunareigendum rétt einsog nýju opnunartímarnir sem þessi svokölluðu samtök sem bera heitið Fólkið í bænum auglýstu á sínum tíma. Mér finnst það ótrúleg tilviljun að stofnendur þessara samtaka skuli vinna hjá henni Svövu okkar Johansen sem af einhverjum ástæðum sat við pallborðið á málþinginu. Þá umræðu sem sett hefur verið af stað vegna byggingar á nýrri verslunarmiðstöð í miðborginni ætti alfarið að kæfa í fæðingu. Einsog fram kom í könnunn Capacent voru helstu ástæður fyrir minni umferð í miðborginni fjarlægð frá heimilum margra og skortur á bílastæðum. Síðast þegar ég gáði stóðu hvorki meira né minna en fimm bílastæðahús í nánd við Laugaveginn, ég hefði mun frekar haldið að aðalástæðan væri óútreiknanlegt veðurfar á Íslandi. Ég skil það mæta vel að meðal Íslendingurinn sem vinnur níu til fimm kjósi frekar að fara í Kringluna þar sem opnunartímarnir eru lengri og hvert sem þú snýrð þér er þjónusta og frí bílastæði. Ekki færi ég að verja þeim tíma sem ég fengi frá 17- 18 á þönum um miðborgina þegar ég veit að ég get tekið því rólega í Kringlunni. Með öflugu markaðsstarfi og lengri opnunartímum og þá í samráði við alla – ekki aðeins útvalda – væri hins vegar strax hægt að auka umferð um miðborgina. Fólk gæti þess vegna gert sér dag úr bæjarferðinni; ekki bara dundað sér við að versla heldur líka notið þeirra frábæru veitinga- og kaffihúsa sem miðborgin hefur upp á að bjóða. Með umferð á ég þó fyrst og fremst við gangandi vegfarendur, ekki reykspúandi bíla sem silast niður Laugaveginn. Þó að ekkert sé ánægjulegra á góðum sólardegi en að rölta niður Laugaveginn skil ég að nýbakaðar mæður vilji ekki bjóða börnum sínum upp á mengað loft. Afhverju ekki að breyta Laugaveginum í göngugötu á sumrin? Á að setja verslunarmiðstöð inn í verslunarmiðstöð? Hver er lógíkin í því? Þetta er allt það sama. Það á að varðveita þessi gömlu hús sem setja mark sitt á miðborgina, án þeirra væri engin miðborg. Og hvað um ferðamennina sem halda viðskiptunum uppi í miðborginni? Mér finnst það ólíklegt að þeir velji verslunarmiðstöð fram yfir sögulegar minjar miðborgarinnar. Ég spyr þig Svava, sem ábyggilega telur þig vera heimsborgara, hvert ferð þú þegar þú ert erlendis? Ferðu í gotneska hverfið í Barcelona, fyrsta hverfið í París, Strikið í Kaupmannahöfn eða velurðu Mall of America? En í Reykjavík? Ferðu frekar á Stjörnutorg í Kringlunni en vinalegan stað í miðborginni? Á Laugaveginum hefur rekstur aldrei þótt jafn dapurlegur og nú. Jú, við getum kennt verslunarmiðstöðvunum um það enda líka ansi þægilegt að benda á aðra í staðinn fyrir að horfast í augu við vandamálið. Laugavegurinn getur alveg nýtt sömu markaðsaðferðir og gert er í verslunarmiðstöðvunum, því þegar öllu er á botninn hvolft virkar þetta allt eins. Laugavegurinn er miðstöð sjálfstæðra verslunareigenda og það er mikilvægt að hann verði það áfram. Ég bið ykkur sem stundið viðskipti á Laugaveginum að vera samkvæm sjálfum ykkur, hugsa sjálfstætt og taka ykkur saman um að auka velgengni og huga að viðskiptalífi miðborgarinnar á jákvæðum nótum. Í staðinn fyrir endalaus fjárútlát, rífa niður og byggja nýtt þá eigum við að vinna úr því sem við höfum. Manneskja, sem mér er afar kær, sagði mér að ef við hefðu alltaf fallega bollastellið til spari gætum við á endanum séð eftir að hafa ekki notað það oftar. Við gætum líka séð eftir því að fara bara í miðbæinn á sparidögum. Mér verður hugsað til Menningarnætur, sem er einn af stærstu viðburðum miðborgarinnar. Hvort viljum við að hún sé haldin í verslunarmiðstöð eða miðborginni? Höfundur er ritstýra GetRvk.com
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun