Miðborgin til spari 7. júlí 2007 06:00 Á dögunum fór fram málþing um framtíð miðborgarinnar sem af einhverjum ástæðum var ekkert sérstaklega vel auglýst, allavega fór það framhjá mörgum verslunareigendum rétt einsog nýju opnunartímarnir sem þessi svokölluðu samtök sem bera heitið Fólkið í bænum auglýstu á sínum tíma. Mér finnst það ótrúleg tilviljun að stofnendur þessara samtaka skuli vinna hjá henni Svövu okkar Johansen sem af einhverjum ástæðum sat við pallborðið á málþinginu. Þá umræðu sem sett hefur verið af stað vegna byggingar á nýrri verslunarmiðstöð í miðborginni ætti alfarið að kæfa í fæðingu. Einsog fram kom í könnunn Capacent voru helstu ástæður fyrir minni umferð í miðborginni fjarlægð frá heimilum margra og skortur á bílastæðum. Síðast þegar ég gáði stóðu hvorki meira né minna en fimm bílastæðahús í nánd við Laugaveginn, ég hefði mun frekar haldið að aðalástæðan væri óútreiknanlegt veðurfar á Íslandi. Ég skil það mæta vel að meðal Íslendingurinn sem vinnur níu til fimm kjósi frekar að fara í Kringluna þar sem opnunartímarnir eru lengri og hvert sem þú snýrð þér er þjónusta og frí bílastæði. Ekki færi ég að verja þeim tíma sem ég fengi frá 17- 18 á þönum um miðborgina þegar ég veit að ég get tekið því rólega í Kringlunni. Með öflugu markaðsstarfi og lengri opnunartímum og þá í samráði við alla – ekki aðeins útvalda – væri hins vegar strax hægt að auka umferð um miðborgina. Fólk gæti þess vegna gert sér dag úr bæjarferðinni; ekki bara dundað sér við að versla heldur líka notið þeirra frábæru veitinga- og kaffihúsa sem miðborgin hefur upp á að bjóða. Með umferð á ég þó fyrst og fremst við gangandi vegfarendur, ekki reykspúandi bíla sem silast niður Laugaveginn. Þó að ekkert sé ánægjulegra á góðum sólardegi en að rölta niður Laugaveginn skil ég að nýbakaðar mæður vilji ekki bjóða börnum sínum upp á mengað loft. Afhverju ekki að breyta Laugaveginum í göngugötu á sumrin? Á að setja verslunarmiðstöð inn í verslunarmiðstöð? Hver er lógíkin í því? Þetta er allt það sama. Það á að varðveita þessi gömlu hús sem setja mark sitt á miðborgina, án þeirra væri engin miðborg. Og hvað um ferðamennina sem halda viðskiptunum uppi í miðborginni? Mér finnst það ólíklegt að þeir velji verslunarmiðstöð fram yfir sögulegar minjar miðborgarinnar. Ég spyr þig Svava, sem ábyggilega telur þig vera heimsborgara, hvert ferð þú þegar þú ert erlendis? Ferðu í gotneska hverfið í Barcelona, fyrsta hverfið í París, Strikið í Kaupmannahöfn eða velurðu Mall of America? En í Reykjavík? Ferðu frekar á Stjörnutorg í Kringlunni en vinalegan stað í miðborginni? Á Laugaveginum hefur rekstur aldrei þótt jafn dapurlegur og nú. Jú, við getum kennt verslunarmiðstöðvunum um það enda líka ansi þægilegt að benda á aðra í staðinn fyrir að horfast í augu við vandamálið. Laugavegurinn getur alveg nýtt sömu markaðsaðferðir og gert er í verslunarmiðstöðvunum, því þegar öllu er á botninn hvolft virkar þetta allt eins. Laugavegurinn er miðstöð sjálfstæðra verslunareigenda og það er mikilvægt að hann verði það áfram. Ég bið ykkur sem stundið viðskipti á Laugaveginum að vera samkvæm sjálfum ykkur, hugsa sjálfstætt og taka ykkur saman um að auka velgengni og huga að viðskiptalífi miðborgarinnar á jákvæðum nótum. Í staðinn fyrir endalaus fjárútlát, rífa niður og byggja nýtt þá eigum við að vinna úr því sem við höfum. Manneskja, sem mér er afar kær, sagði mér að ef við hefðu alltaf fallega bollastellið til spari gætum við á endanum séð eftir að hafa ekki notað það oftar. Við gætum líka séð eftir því að fara bara í miðbæinn á sparidögum. Mér verður hugsað til Menningarnætur, sem er einn af stærstu viðburðum miðborgarinnar. Hvort viljum við að hún sé haldin í verslunarmiðstöð eða miðborginni? Höfundur er ritstýra GetRvk.com Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Á dögunum fór fram málþing um framtíð miðborgarinnar sem af einhverjum ástæðum var ekkert sérstaklega vel auglýst, allavega fór það framhjá mörgum verslunareigendum rétt einsog nýju opnunartímarnir sem þessi svokölluðu samtök sem bera heitið Fólkið í bænum auglýstu á sínum tíma. Mér finnst það ótrúleg tilviljun að stofnendur þessara samtaka skuli vinna hjá henni Svövu okkar Johansen sem af einhverjum ástæðum sat við pallborðið á málþinginu. Þá umræðu sem sett hefur verið af stað vegna byggingar á nýrri verslunarmiðstöð í miðborginni ætti alfarið að kæfa í fæðingu. Einsog fram kom í könnunn Capacent voru helstu ástæður fyrir minni umferð í miðborginni fjarlægð frá heimilum margra og skortur á bílastæðum. Síðast þegar ég gáði stóðu hvorki meira né minna en fimm bílastæðahús í nánd við Laugaveginn, ég hefði mun frekar haldið að aðalástæðan væri óútreiknanlegt veðurfar á Íslandi. Ég skil það mæta vel að meðal Íslendingurinn sem vinnur níu til fimm kjósi frekar að fara í Kringluna þar sem opnunartímarnir eru lengri og hvert sem þú snýrð þér er þjónusta og frí bílastæði. Ekki færi ég að verja þeim tíma sem ég fengi frá 17- 18 á þönum um miðborgina þegar ég veit að ég get tekið því rólega í Kringlunni. Með öflugu markaðsstarfi og lengri opnunartímum og þá í samráði við alla – ekki aðeins útvalda – væri hins vegar strax hægt að auka umferð um miðborgina. Fólk gæti þess vegna gert sér dag úr bæjarferðinni; ekki bara dundað sér við að versla heldur líka notið þeirra frábæru veitinga- og kaffihúsa sem miðborgin hefur upp á að bjóða. Með umferð á ég þó fyrst og fremst við gangandi vegfarendur, ekki reykspúandi bíla sem silast niður Laugaveginn. Þó að ekkert sé ánægjulegra á góðum sólardegi en að rölta niður Laugaveginn skil ég að nýbakaðar mæður vilji ekki bjóða börnum sínum upp á mengað loft. Afhverju ekki að breyta Laugaveginum í göngugötu á sumrin? Á að setja verslunarmiðstöð inn í verslunarmiðstöð? Hver er lógíkin í því? Þetta er allt það sama. Það á að varðveita þessi gömlu hús sem setja mark sitt á miðborgina, án þeirra væri engin miðborg. Og hvað um ferðamennina sem halda viðskiptunum uppi í miðborginni? Mér finnst það ólíklegt að þeir velji verslunarmiðstöð fram yfir sögulegar minjar miðborgarinnar. Ég spyr þig Svava, sem ábyggilega telur þig vera heimsborgara, hvert ferð þú þegar þú ert erlendis? Ferðu í gotneska hverfið í Barcelona, fyrsta hverfið í París, Strikið í Kaupmannahöfn eða velurðu Mall of America? En í Reykjavík? Ferðu frekar á Stjörnutorg í Kringlunni en vinalegan stað í miðborginni? Á Laugaveginum hefur rekstur aldrei þótt jafn dapurlegur og nú. Jú, við getum kennt verslunarmiðstöðvunum um það enda líka ansi þægilegt að benda á aðra í staðinn fyrir að horfast í augu við vandamálið. Laugavegurinn getur alveg nýtt sömu markaðsaðferðir og gert er í verslunarmiðstöðvunum, því þegar öllu er á botninn hvolft virkar þetta allt eins. Laugavegurinn er miðstöð sjálfstæðra verslunareigenda og það er mikilvægt að hann verði það áfram. Ég bið ykkur sem stundið viðskipti á Laugaveginum að vera samkvæm sjálfum ykkur, hugsa sjálfstætt og taka ykkur saman um að auka velgengni og huga að viðskiptalífi miðborgarinnar á jákvæðum nótum. Í staðinn fyrir endalaus fjárútlát, rífa niður og byggja nýtt þá eigum við að vinna úr því sem við höfum. Manneskja, sem mér er afar kær, sagði mér að ef við hefðu alltaf fallega bollastellið til spari gætum við á endanum séð eftir að hafa ekki notað það oftar. Við gætum líka séð eftir því að fara bara í miðbæinn á sparidögum. Mér verður hugsað til Menningarnætur, sem er einn af stærstu viðburðum miðborgarinnar. Hvort viljum við að hún sé haldin í verslunarmiðstöð eða miðborginni? Höfundur er ritstýra GetRvk.com
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun