Vaxtalækkun gæti orðið skarpari 4. júlí 2007 05:00 Óli Kristján Ármannsson skrifar Ekki eru taldar líkur á að möguleg ákvörðun um niðurskurð aflaheimilda eða 80 prósenta þak á hámarkslán Íbúðalánasjóðs komi til með að hafa áhrif á stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands sem kynnt verður á morgun, fimmtudag. Sérfræðingar telja þó sumir hverjir að hjöðnunaráhrif í hagkerfinu af þessu tvennu gætu orðið til þess að stýrivextir lækki hraðar en ella þegar tekin verður ákvörðun um að hefja lækkunarferli þeirra. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir þó ljóst Seðlabankinn muni ekki lækka vexti fyrr en hann sjái enn skýrari merki um samdrátt í hagkerfinu. „En við höfum spáð vaxtalækkun í nóvember og teljum það enn líklegt," segir hann. Verði farið að tillögum Hafrannsóknastofnunar um niðurskurð aflaheimilda segir Ásgeir að megi meta það sem eitt prósent af hagvexti á næsta ári. Lúðvík Elíasson, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbanka Íslands, segir að komi til mikils samdráttar í aflaheimildum megi einnig gera ráð fyrir mótvægisaðgerðir af hálfu ríkisins til að bæta stöðu þeirra sveitarfélaga sem mest finni fyrir niðurskurðinum. Þar með myndi fyrsta kastið draga úr þensluhamlandi áhrifum niðurskurðarins og því ólíklegt að Seðlabankinn bregðist hratt við fregnunum, heldur bíði og sjái hver áhrifin til lengri tíma verði. Aukinheldur segir hann Seðlabankann ekki hafa í áætlunum sínum gert ráð fyrir þeirri endurlífgun sem verið hefur á fasteignamarkaði undanfarna mánuði og myndi sú þensla því jafna út áhrif af mögulegu þaki á útlán Íbúðalánasjóðs. „Menn bregðast ekki mjög snöggt við breytingum í Seðlabankanum, enda ekki ástæða til vegna þess að áhrifanna gætir ekki fyrr en eftir eitt til tvö ár," segir Lúðvík. Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá Greiningu Glitnis, gerir sömuleiðis ekki ráð fyrir að Seðlabankinn breyti út af fyrri áætlunum á fimmtudag, þótt sjálfsagt setji hann inn í efnahagsspá sína fráviksspá með skerðingu á aflaheimildum og fjalli um möguleg áhrif hennar. Greiningardeildir bankanna gera allar ráð fyrir ákvörðun um óbreytta stýrivexti á morgun. Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Óli Kristján Ármannsson skrifar Ekki eru taldar líkur á að möguleg ákvörðun um niðurskurð aflaheimilda eða 80 prósenta þak á hámarkslán Íbúðalánasjóðs komi til með að hafa áhrif á stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands sem kynnt verður á morgun, fimmtudag. Sérfræðingar telja þó sumir hverjir að hjöðnunaráhrif í hagkerfinu af þessu tvennu gætu orðið til þess að stýrivextir lækki hraðar en ella þegar tekin verður ákvörðun um að hefja lækkunarferli þeirra. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir þó ljóst Seðlabankinn muni ekki lækka vexti fyrr en hann sjái enn skýrari merki um samdrátt í hagkerfinu. „En við höfum spáð vaxtalækkun í nóvember og teljum það enn líklegt," segir hann. Verði farið að tillögum Hafrannsóknastofnunar um niðurskurð aflaheimilda segir Ásgeir að megi meta það sem eitt prósent af hagvexti á næsta ári. Lúðvík Elíasson, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbanka Íslands, segir að komi til mikils samdráttar í aflaheimildum megi einnig gera ráð fyrir mótvægisaðgerðir af hálfu ríkisins til að bæta stöðu þeirra sveitarfélaga sem mest finni fyrir niðurskurðinum. Þar með myndi fyrsta kastið draga úr þensluhamlandi áhrifum niðurskurðarins og því ólíklegt að Seðlabankinn bregðist hratt við fregnunum, heldur bíði og sjái hver áhrifin til lengri tíma verði. Aukinheldur segir hann Seðlabankann ekki hafa í áætlunum sínum gert ráð fyrir þeirri endurlífgun sem verið hefur á fasteignamarkaði undanfarna mánuði og myndi sú þensla því jafna út áhrif af mögulegu þaki á útlán Íbúðalánasjóðs. „Menn bregðast ekki mjög snöggt við breytingum í Seðlabankanum, enda ekki ástæða til vegna þess að áhrifanna gætir ekki fyrr en eftir eitt til tvö ár," segir Lúðvík. Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá Greiningu Glitnis, gerir sömuleiðis ekki ráð fyrir að Seðlabankinn breyti út af fyrri áætlunum á fimmtudag, þótt sjálfsagt setji hann inn í efnahagsspá sína fráviksspá með skerðingu á aflaheimildum og fjalli um möguleg áhrif hennar. Greiningardeildir bankanna gera allar ráð fyrir ákvörðun um óbreytta stýrivexti á morgun.
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira