Íslandsvinir mæta í Kauphöllina 4. júlí 2007 06:00 Marner Jacobsen, Forstjóri Eik Banka, á kynningarfundi með fjárfestum Eik verður skráð tvíhliða í Reykjavík og Kaupmannahöfn í næstu viku. Marner segir að tvennt skýri það að bankinn velji Reykjavík. Annars vegar sögulegar ástæður og hins vegar sýnileiki gagnvart fjölmörgum íslenskum hluthöfum. MYND/GVA Á 175 ára afmæli Eik Banka er við hæfi að þessi stærsti banki Færeyja fari í tvíhliða skráningu í Kauphöll Íslands og Kauphöllina í Kaupmannahöfn 11. júlí næst komandi. Marner Jacobsen, forstjóri Eik Banka, segir að aðdraganda skráningarinnar megi rekja aftur til tíunda áratugar síðustu aldar en um það leyti voru færeysk fyrirtæki farin að leita hófanna eftir því að vaxa í gegnum hlutabréfamarkað. Færeyski verðbréfamarkaðurinn VMF var stofnaður í byrjun síðasta áratugar og þegar leitað var eftir samstarfi við kauphallir sýndi sú íslenska Færeyingunum meiri áhuga en sú danska. Kauphöll Íslands hafði einnig marga kosti, var ódýrari en sú danska og hentugri fyrir smærri fyrirtæki. „Þannig hefur það verið eðlilegt fyrir færeysk félög að velja Kauphöll Íslands sem meginskráningarstað. Það á við Atlantic Petroleum, Føroya Banka og okkur.“Kaupþing fyrirmyndEik hagnaðist um rúma 1,3 milljarða króna (120 milljónir danskra króna) á fyrsta ársfjórðungi sem er um helmingur af árshagnaði í fyrra og búast stjórnendur við að 3,8 milljarðar króna komi í hús fyrir árið í heild. Markaðsvirði bankans verður um 5,6 milljarðar danskra króna við skráninguna, jafnvirði 63 milljarða króna, sem gerir bankann nokkuð stóran meðal kauphallarfélaga.Bankinn er með um fimmtíu prósenta markaðshlutdeild á færeyskum fjármálamarkaði og hefur því legið ljóst fyrir að færeyska hagkerfið myndi takmarka mjög sókn bankans. Færeyski bankinn hefur vaxið hratt á liðnum árum og það er ekkert launungarmál að stjórnendur bankans hafa sótt fyrirmyndir sínar að mörgu leyti til Kaupþings sem leiddi útrás íslenskra fjármálafyrirtækja. Eik er því miklu líkari íslensku bönkunum en þeim dönsku ef stærðin er undanskilin að sögn Marners. Samstarf Eik Banka og Kaupþings nær nokkuð langt aftur. Bankinn, sem þá kallaðist Føroya Sparikassi, keypti rúm fjögur prósent í Kaupþingi árið 2000 sem síðar voru seld. „Við urðum í raun og veru fyrsti erlendi fjárfestirinn í Kaupþingi. Árið 2001 stofnuðum við ásamt Kaupþingi Eik Bank Danmark þar sem við héldum utan um fjórðungshlut. Þegar Kaupþing keypti FIH árið 2004 seldi það í lok ársins allan hlut sinn í Eik Banka Danmark til okkar.“Skráningin í Kaupmannahöfn er því mikilvæg þar sem Eik Banki hefur nú meginhluta starfseminnar í Danmörku og þar liggur meginvöxtur fyrirtækisins til framtíðar. „Ég tel að á næstu einu til tveimur árum muni okkar áherslur liggja þar. Við töldum því mikilvægt fyrir sýnileika okkar í Danmörku að vera jafnframt skráðir í Danmörku,“ segir Marner.Mikill vöxtur í DanmörkuMarner sér þó enn fram á töluverðan vöxt heima fyrir, þar á meðal á sviði lífeyrissparnaðar og líftrygginga. Aðstæður eru góðar í færeysku efnahagslífi: Atvinnuleysi er mjög lítið, hagvöxtur nam um tíu prósentum í fyrra og verður um 4,6 prósent á þessu ári gangi spár eftir. Þjóðartekjur á mann eru þó mun lægri í Færeyjum en á Íslandi, Danmörku og Noregi. „Rekstur bankans er mjög hefðbundinn á heimaslóðum þar sem við sinnum allri bankaþjónustu. Starfsemi okkar í Danmörku er hins vegar mjög sérhæfð og við höfum ekki útibú um allt.“ Eik Bank Danmark er í dag helsta dótturfélag samstæðunnar með 44 starfsmenn. Þarna er um að ræða sérhæfðan fjárfestingabanka á sviði einkabankaþjónustu, eignastýringu, markaðsviðskipta og útlána til fyrirtækja og fasteignaviðskipta.Í byrjun mánaðarins tók Eik yfir SkandiaBanken, stærsta netbanka Danmerkur, og verður kaupverð einhvers staðar á bilinu 5,6-6,7 milljarðar króna. Ætlunin er að sameina hann Eik Bank Danmark en mikil samlegðaráhrif nást með þeirri aðgerð. Með kaupunum fær bankinn yfir 115 þúsund nýja viðskiptavini, þar af er tæpur helmingur búsettur í Kaupmannahöfn. Yfirtakan styrkir fjármögnun Eik en Marner reiknar með að innlán viðskiptamanna verði um 89 prósent af heildarútlánum eftir yfirtökuna.Þetta er þó enginn smábiti að taka yfir jafnstóran banka og SkandiaBanken er, en efnahagsreikningur samstæðunnar vex um 56 prósent og fer yfir 200 milljarða króna. Til þess að mæta þessum kaupum verður nýtt hlutafé sótt til hluthafa fyrir allt að 6,6 milljarða króna. Marner bendir þó á að Eik hefði getað tekið SkandiaBanken yfir án þess að gefa út nýtt hlutafé og þar af leiðandi er gott rými fyrir frekari fyrirtækjakaupum.Þessu til viðbótar á bankinn Inni í Færeyjum sem lánar út á fasteignir, 29 prósenta hlut í danska fasteignalánabankanum Investea, sem áður nefndist Ejendomsvækst, og auk þess stóran hlut í SPRON.Stærstur í SPRONMarner forstjóri kynntist Guðmundi Haukssyni, sparissjóðsstjóra SPRON, í gegnum fjárfestingar bankans í Kaupþingi. Þegar viðskipti hófust með stofnfé í SPRON árið 2004 bauð Guðmundur Færeyingum að koma inn og keypti Eik þá um 3-4 prósent stofnfjár. Á næstu árum fór bankinn alla leið upp í hámarkshlut, tæp tíu prósent af heildarstofnfé SPRON.Eik Banki er því stærsti stofnfjáreigandinn í SPRON með hlut sem metinn er á markaði á um 7,8 milljarða króna, langt yfir bókfærðu virði hans. Hluturinn verður færður til markaðsvirðis á árinu og mun því hafa veruleg áhrif á afkomu bankans, rétt eins og háar arðgreiðslur frá SPRON á undanförnum árum hafa gert.„Við höfum átt góð samskipti við SPRON og það hefur verið mjög ánægjulegt að sjá hversu vel þar hefur gengið.“ Íslenskir hluthafar eru rúmlega 600 talsins af tíu þúsund hluthöfum bankans og þar af er hlutur SPRON um eitt prósent. Marner segir að bankinn hafi átt góð samskipti við Íslendinga um nokkurt skeið og skráning bankans í Kauphöll Íslands sé ekki síður liður í því að vera sýnilegur gagnvart íslenskum fjárfestum í hluthafahópnum. Ávöxtun af hlutabréfum í Eik hefur ekki verið amaleg en bréfin, sem eru skráð á tilboðsmarkaði Eik, hafa tæplega fjórfaldast í verði frá ársbyrjun 2006.Mikilvægur bakhjarlSamþykktir Eik eru að mörgu leyti framandi. Samkvæmt þeim má engin hluthafi eiga meira en tíu prósent í bankanum en stjórnin getur þó veitt fjárfestum heimild til að fara með allt að fjórðungshlut. Stærsti hluthafinn er sjálfseignarstofnunin Eik grunnurin sem mun fara með um 53 prósent hlutafjár eftir útboðið. Helming stjórnar sjóðsins skipa stjórnendur bankans þannig að yfirráð yfir sjóðnum og bankanum eru í höndum sömu aðila. Marner telur ósennilegt að sjóðurinn gefi eftir kjölfestuhlut sinn í EIK, enda sé hann mikilvægur bakhjarl fyrir frekari vöxt bankans. Hann býst þó við að sjóðurinn minnki eitthvað hlut sinn á næstu mánuðum þótt formleg ákvörðun um slíkt liggi ekki fyrir. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Á 175 ára afmæli Eik Banka er við hæfi að þessi stærsti banki Færeyja fari í tvíhliða skráningu í Kauphöll Íslands og Kauphöllina í Kaupmannahöfn 11. júlí næst komandi. Marner Jacobsen, forstjóri Eik Banka, segir að aðdraganda skráningarinnar megi rekja aftur til tíunda áratugar síðustu aldar en um það leyti voru færeysk fyrirtæki farin að leita hófanna eftir því að vaxa í gegnum hlutabréfamarkað. Færeyski verðbréfamarkaðurinn VMF var stofnaður í byrjun síðasta áratugar og þegar leitað var eftir samstarfi við kauphallir sýndi sú íslenska Færeyingunum meiri áhuga en sú danska. Kauphöll Íslands hafði einnig marga kosti, var ódýrari en sú danska og hentugri fyrir smærri fyrirtæki. „Þannig hefur það verið eðlilegt fyrir færeysk félög að velja Kauphöll Íslands sem meginskráningarstað. Það á við Atlantic Petroleum, Føroya Banka og okkur.“Kaupþing fyrirmyndEik hagnaðist um rúma 1,3 milljarða króna (120 milljónir danskra króna) á fyrsta ársfjórðungi sem er um helmingur af árshagnaði í fyrra og búast stjórnendur við að 3,8 milljarðar króna komi í hús fyrir árið í heild. Markaðsvirði bankans verður um 5,6 milljarðar danskra króna við skráninguna, jafnvirði 63 milljarða króna, sem gerir bankann nokkuð stóran meðal kauphallarfélaga.Bankinn er með um fimmtíu prósenta markaðshlutdeild á færeyskum fjármálamarkaði og hefur því legið ljóst fyrir að færeyska hagkerfið myndi takmarka mjög sókn bankans. Færeyski bankinn hefur vaxið hratt á liðnum árum og það er ekkert launungarmál að stjórnendur bankans hafa sótt fyrirmyndir sínar að mörgu leyti til Kaupþings sem leiddi útrás íslenskra fjármálafyrirtækja. Eik er því miklu líkari íslensku bönkunum en þeim dönsku ef stærðin er undanskilin að sögn Marners. Samstarf Eik Banka og Kaupþings nær nokkuð langt aftur. Bankinn, sem þá kallaðist Føroya Sparikassi, keypti rúm fjögur prósent í Kaupþingi árið 2000 sem síðar voru seld. „Við urðum í raun og veru fyrsti erlendi fjárfestirinn í Kaupþingi. Árið 2001 stofnuðum við ásamt Kaupþingi Eik Bank Danmark þar sem við héldum utan um fjórðungshlut. Þegar Kaupþing keypti FIH árið 2004 seldi það í lok ársins allan hlut sinn í Eik Banka Danmark til okkar.“Skráningin í Kaupmannahöfn er því mikilvæg þar sem Eik Banki hefur nú meginhluta starfseminnar í Danmörku og þar liggur meginvöxtur fyrirtækisins til framtíðar. „Ég tel að á næstu einu til tveimur árum muni okkar áherslur liggja þar. Við töldum því mikilvægt fyrir sýnileika okkar í Danmörku að vera jafnframt skráðir í Danmörku,“ segir Marner.Mikill vöxtur í DanmörkuMarner sér þó enn fram á töluverðan vöxt heima fyrir, þar á meðal á sviði lífeyrissparnaðar og líftrygginga. Aðstæður eru góðar í færeysku efnahagslífi: Atvinnuleysi er mjög lítið, hagvöxtur nam um tíu prósentum í fyrra og verður um 4,6 prósent á þessu ári gangi spár eftir. Þjóðartekjur á mann eru þó mun lægri í Færeyjum en á Íslandi, Danmörku og Noregi. „Rekstur bankans er mjög hefðbundinn á heimaslóðum þar sem við sinnum allri bankaþjónustu. Starfsemi okkar í Danmörku er hins vegar mjög sérhæfð og við höfum ekki útibú um allt.“ Eik Bank Danmark er í dag helsta dótturfélag samstæðunnar með 44 starfsmenn. Þarna er um að ræða sérhæfðan fjárfestingabanka á sviði einkabankaþjónustu, eignastýringu, markaðsviðskipta og útlána til fyrirtækja og fasteignaviðskipta.Í byrjun mánaðarins tók Eik yfir SkandiaBanken, stærsta netbanka Danmerkur, og verður kaupverð einhvers staðar á bilinu 5,6-6,7 milljarðar króna. Ætlunin er að sameina hann Eik Bank Danmark en mikil samlegðaráhrif nást með þeirri aðgerð. Með kaupunum fær bankinn yfir 115 þúsund nýja viðskiptavini, þar af er tæpur helmingur búsettur í Kaupmannahöfn. Yfirtakan styrkir fjármögnun Eik en Marner reiknar með að innlán viðskiptamanna verði um 89 prósent af heildarútlánum eftir yfirtökuna.Þetta er þó enginn smábiti að taka yfir jafnstóran banka og SkandiaBanken er, en efnahagsreikningur samstæðunnar vex um 56 prósent og fer yfir 200 milljarða króna. Til þess að mæta þessum kaupum verður nýtt hlutafé sótt til hluthafa fyrir allt að 6,6 milljarða króna. Marner bendir þó á að Eik hefði getað tekið SkandiaBanken yfir án þess að gefa út nýtt hlutafé og þar af leiðandi er gott rými fyrir frekari fyrirtækjakaupum.Þessu til viðbótar á bankinn Inni í Færeyjum sem lánar út á fasteignir, 29 prósenta hlut í danska fasteignalánabankanum Investea, sem áður nefndist Ejendomsvækst, og auk þess stóran hlut í SPRON.Stærstur í SPRONMarner forstjóri kynntist Guðmundi Haukssyni, sparissjóðsstjóra SPRON, í gegnum fjárfestingar bankans í Kaupþingi. Þegar viðskipti hófust með stofnfé í SPRON árið 2004 bauð Guðmundur Færeyingum að koma inn og keypti Eik þá um 3-4 prósent stofnfjár. Á næstu árum fór bankinn alla leið upp í hámarkshlut, tæp tíu prósent af heildarstofnfé SPRON.Eik Banki er því stærsti stofnfjáreigandinn í SPRON með hlut sem metinn er á markaði á um 7,8 milljarða króna, langt yfir bókfærðu virði hans. Hluturinn verður færður til markaðsvirðis á árinu og mun því hafa veruleg áhrif á afkomu bankans, rétt eins og háar arðgreiðslur frá SPRON á undanförnum árum hafa gert.„Við höfum átt góð samskipti við SPRON og það hefur verið mjög ánægjulegt að sjá hversu vel þar hefur gengið.“ Íslenskir hluthafar eru rúmlega 600 talsins af tíu þúsund hluthöfum bankans og þar af er hlutur SPRON um eitt prósent. Marner segir að bankinn hafi átt góð samskipti við Íslendinga um nokkurt skeið og skráning bankans í Kauphöll Íslands sé ekki síður liður í því að vera sýnilegur gagnvart íslenskum fjárfestum í hluthafahópnum. Ávöxtun af hlutabréfum í Eik hefur ekki verið amaleg en bréfin, sem eru skráð á tilboðsmarkaði Eik, hafa tæplega fjórfaldast í verði frá ársbyrjun 2006.Mikilvægur bakhjarlSamþykktir Eik eru að mörgu leyti framandi. Samkvæmt þeim má engin hluthafi eiga meira en tíu prósent í bankanum en stjórnin getur þó veitt fjárfestum heimild til að fara með allt að fjórðungshlut. Stærsti hluthafinn er sjálfseignarstofnunin Eik grunnurin sem mun fara með um 53 prósent hlutafjár eftir útboðið. Helming stjórnar sjóðsins skipa stjórnendur bankans þannig að yfirráð yfir sjóðnum og bankanum eru í höndum sömu aðila. Marner telur ósennilegt að sjóðurinn gefi eftir kjölfestuhlut sinn í EIK, enda sé hann mikilvægur bakhjarl fyrir frekari vöxt bankans. Hann býst þó við að sjóðurinn minnki eitthvað hlut sinn á næstu mánuðum þótt formleg ákvörðun um slíkt liggi ekki fyrir.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira