Stórskipahöfn á Kársnesi 3. júlí 2007 06:00 Íbúar í vesturbæ Kópavogs hafa á undanförnum mánuðum mótmælt væntanlegum skipulagsbreytingum á Kársnesi. Þar er gert ráð fyrir talsverðri þéttingu byggðar ásamt stórskipahöfn með tilheyrandi þungaflutningum. Í fréttum ríkissjónvarpsins þann 1. júlí var viðtal við íbúa í vesturbæ Kópavogs sem kvaðst þreyttur á að minnihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs hefði meiri áhuga á ferðum bæjarstjórans í Kópavogi á súlustaði en væntanlegri stórskipahöfn á Kársnesi. Þessi ummæli þykir mér ástæða til að leiðrétta enda um rakin misskilning að ræða. Fulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi hafa aldrei tjáð sig um meint tengsl bæjarstjórans við súlustaði bæjarins, hvorki á bæjarstjórnarfundum eða í fjölmiðlum. Undirrituð hefur hins vegar fjallað um meint lögbrot á næturklúbbnum Goldfinger í Kópavogi þegar málefnið var til umfjöllunar í fjölmiðlum. Hins vegar hafa allir bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar ásamt fulltrúum í skipulagsnefnd ítrekað lýst sig andvíga stórskipahöfn í Kópavogi bæði í fjölmiðlum og í umræðu í bæjarstjórn Kópavogs. Í fundargerðum sem eru aðgengilegar á netinu má sjá fjölmargar bókanir þar að lútandi. Samfylkingin í Kópavogi lýsti því yfir fyrir síðustu kosningar að við myndum leggjast alfarið gegn frekari uppbyggingu hafnar á Kársnesi og því höfum við fylgt staðfastlega eftir allt síðasta ár. Enn fremur höfum við lýst yfir miklum áhyggjum af þeirri miklu uppbyggingu sem fyrirhuguð er á Kársnesinu með tilheyrandi umferðarþunga og höfum beitt okkur gegn svo þéttu skipulagi sem fyrstu tillögur gerðu ráð fyrir. Hvað fjölmiðlar telja svo fréttamat, er þeirra að ákveða, en þótt einstaka mál sem eru til umfjöllunar í bæjarstjórn Kópavogs rati ekki í fjölmiðla þýðir það ekki að við vinnum ekki af fullum krafti að þeim málum, bæði stórum og smáum. Væntanlegar skipulagsbreytingar í vesturbæ Kópavogs ásamt stórskipahöfn er alfarið á ábyrgð sjálfstæðis- og framsóknarmanna í Kópavogi. Það eru þeir tveir flokkar sem mynda meirihluta í bæjarstjórn og því er ákvörðunarvaldið þeirra. Samfylkingin mun nú sem fyrr veita þeim kröftugt aðhald í öllum málum, hvort sem sá málflutningur okkar ratar í fjölmiðla eða ekki. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Íbúar í vesturbæ Kópavogs hafa á undanförnum mánuðum mótmælt væntanlegum skipulagsbreytingum á Kársnesi. Þar er gert ráð fyrir talsverðri þéttingu byggðar ásamt stórskipahöfn með tilheyrandi þungaflutningum. Í fréttum ríkissjónvarpsins þann 1. júlí var viðtal við íbúa í vesturbæ Kópavogs sem kvaðst þreyttur á að minnihlutinn í bæjarstjórn Kópavogs hefði meiri áhuga á ferðum bæjarstjórans í Kópavogi á súlustaði en væntanlegri stórskipahöfn á Kársnesi. Þessi ummæli þykir mér ástæða til að leiðrétta enda um rakin misskilning að ræða. Fulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi hafa aldrei tjáð sig um meint tengsl bæjarstjórans við súlustaði bæjarins, hvorki á bæjarstjórnarfundum eða í fjölmiðlum. Undirrituð hefur hins vegar fjallað um meint lögbrot á næturklúbbnum Goldfinger í Kópavogi þegar málefnið var til umfjöllunar í fjölmiðlum. Hins vegar hafa allir bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar ásamt fulltrúum í skipulagsnefnd ítrekað lýst sig andvíga stórskipahöfn í Kópavogi bæði í fjölmiðlum og í umræðu í bæjarstjórn Kópavogs. Í fundargerðum sem eru aðgengilegar á netinu má sjá fjölmargar bókanir þar að lútandi. Samfylkingin í Kópavogi lýsti því yfir fyrir síðustu kosningar að við myndum leggjast alfarið gegn frekari uppbyggingu hafnar á Kársnesi og því höfum við fylgt staðfastlega eftir allt síðasta ár. Enn fremur höfum við lýst yfir miklum áhyggjum af þeirri miklu uppbyggingu sem fyrirhuguð er á Kársnesinu með tilheyrandi umferðarþunga og höfum beitt okkur gegn svo þéttu skipulagi sem fyrstu tillögur gerðu ráð fyrir. Hvað fjölmiðlar telja svo fréttamat, er þeirra að ákveða, en þótt einstaka mál sem eru til umfjöllunar í bæjarstjórn Kópavogs rati ekki í fjölmiðla þýðir það ekki að við vinnum ekki af fullum krafti að þeim málum, bæði stórum og smáum. Væntanlegar skipulagsbreytingar í vesturbæ Kópavogs ásamt stórskipahöfn er alfarið á ábyrgð sjálfstæðis- og framsóknarmanna í Kópavogi. Það eru þeir tveir flokkar sem mynda meirihluta í bæjarstjórn og því er ákvörðunarvaldið þeirra. Samfylkingin mun nú sem fyrr veita þeim kröftugt aðhald í öllum málum, hvort sem sá málflutningur okkar ratar í fjölmiðla eða ekki. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar