Hvað er til ráða? 2. júlí 2007 08:00 Skoðanir á því, hvað beri að gera til að stemma stigu við ofsaakstri eru misjafnar. Það fyrsta sem kemur í hug margra er að enn þurfi að herða refsingar. Það eigi að elta fólk uppi, gera ökutækin upptæk, svipta fólk ökuleyfi, dæma menn í háar sektir og jafnvel fangelsi. Eftirfylgd lögreglu við þá sem keyra of hratt hafa iðulega endað með skelfingu og stofna enn fleiri mannslífum í hættu en nauðsynlegt er. Í Fréttablaðinu 28. júní birtist frétt þess efnis, að það væri fagnaðarefni að sektir við umferðalagabrotum hefðu hækkað umtalsvert í vor. Í sömu frétt stóð einnig að þrátt fyrir að sektir hefðu aukist hefði ekki dregið úr hraðaakstri. Lögreglan hefur sektað fleiri. Ég spyr: Hver er tilgangurinn?Refsing er ekki markmiðRefsingar hafa ekki mannbætandi áhrif á fólk. Þær geta hleypt illu blóði í þá sem á að refsa, einkum og sér í lagi, ef refsingin þykir of hörð miðað við brotið. Refsingar eru ekki markmið í sjálfu sér, heldur beitum við þeim til að hafa áhrif á hegðun fólks. Í tilviki ofsaaksturs er markmið refsinga að draga úr slíkum akstri og koma í veg fyrir að hann eigi sér stað, ekki það að ná fram hefndum á þeim sem stunda hann. Hertar refsingar gegn ofsaakstri eru ekki í samræmi við það markmið okkar að draga úr honum.Vissulega geta harðar refsingar bælt hegðun tímabundið og ljóst er að séu ökutæki ofsaakstursmanna gerð upptæk - eins og lagt hefur verið til - stunda þeir sem nást ekki ofsaakstur aftur um sinn. En slíkum refsingum fylgja miklir ókostir. Sá, sem á von á því að ökutæki hans verði gert upptækt, er mun líklegri til að reyna að stinga lögregluna af, en sá sem á von á vægari refsingu. Refsingar kenna fólki ekki að fylgja lögum heldur einungis að forðast refsingu. Í tilviki þeirra sem stunda ofsaakstur getur það þýtt að keyra innan löglegs hámarkshraða, en það getur líka þýtt að keyra svo langt yfir honum að lögreglan nái þeim ekki.Ómerktar hraðahindranirEftir að hafa búið í Svíþjóð kom mér ýmislegt spánskt fyrir sjónir þegar ég flutti aftur til Íslands. Eitt af því voru hraðahindranir. Þar sem ég bjó í Svíþjóð voru hraðahindranir kyrfilega merktar í þeim tilgangi að ökumenn færu hægar yfir, en hér heima voru þær oftast ómerktar og því refsing fyrir þá sem keyrðu of hratt. Þeir sem keyrðu of hratt hentust yfir hindrunina og fóru illa með ökutækið sitt, en hægðu ekkert á sér. Hér verðum við að spyrja okkur hvert sé markmið hraðahindrana. Er tilgangurinn ekki að fá ökumenn til að aka hægar, frekar en skemma ökutæki þeirra sem aka of hratt? Skilti, sem gefur ökumanni til kynna, að hraðahindrun sé framundan- og gefur honum þannig tækifæri til að hægja á sér- nær markmiði sínu mun betur en hraðahindrunin ein og sér. Að tilkynna fólki, að eitthvað neikvætt sé væntanlegt kallast neikvæð styrking innan sálfræðinnar. Refsingar eru aftur á móti gefnar eftir að neikvætt atferli á sér stað og bæla hegðun einungis tímabundið. Refsingar hafa einnig þann ókost að vera umbun fyrir þann sem refsar. Neikvæð styrking hefur þann kost fram yfir refsingu, að hún eykur tíðni þeirrar hegðunar, sem við viljum ná fram. Ökumaður sem sér að hraðamæling er framundan er mun líklegri til að hægja á sér en sá sem ekki veit af mælingu.Markmið umferðarlöggæsluÞegar upp er staðið verðum við að spyrja okkur sjálf hvert er markmiðið með umferðarlöggæslu? Viljum við að fólk aki hægar eða viljum hefna okkar á þeim sem aka of hratt? Ef við viljum að fólk aki hægar má nota aðferð Svíanna. Í stað þess að liggja í leyni myndi lögreglan setja upp vel sýnileg skilti, sem gæfu til kynna að hraðamælingar væru framundan. Þannig næði lögreglan því markmiði að lækka hraða ökutækja. Ef við erum hins vegar bara að hugsa um að refsa fólki höldum við uppteknum hætti og vonum að það leiði ekki til fleiri alvarlegra slysa.Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Sjá meira
Skoðanir á því, hvað beri að gera til að stemma stigu við ofsaakstri eru misjafnar. Það fyrsta sem kemur í hug margra er að enn þurfi að herða refsingar. Það eigi að elta fólk uppi, gera ökutækin upptæk, svipta fólk ökuleyfi, dæma menn í háar sektir og jafnvel fangelsi. Eftirfylgd lögreglu við þá sem keyra of hratt hafa iðulega endað með skelfingu og stofna enn fleiri mannslífum í hættu en nauðsynlegt er. Í Fréttablaðinu 28. júní birtist frétt þess efnis, að það væri fagnaðarefni að sektir við umferðalagabrotum hefðu hækkað umtalsvert í vor. Í sömu frétt stóð einnig að þrátt fyrir að sektir hefðu aukist hefði ekki dregið úr hraðaakstri. Lögreglan hefur sektað fleiri. Ég spyr: Hver er tilgangurinn?Refsing er ekki markmiðRefsingar hafa ekki mannbætandi áhrif á fólk. Þær geta hleypt illu blóði í þá sem á að refsa, einkum og sér í lagi, ef refsingin þykir of hörð miðað við brotið. Refsingar eru ekki markmið í sjálfu sér, heldur beitum við þeim til að hafa áhrif á hegðun fólks. Í tilviki ofsaaksturs er markmið refsinga að draga úr slíkum akstri og koma í veg fyrir að hann eigi sér stað, ekki það að ná fram hefndum á þeim sem stunda hann. Hertar refsingar gegn ofsaakstri eru ekki í samræmi við það markmið okkar að draga úr honum.Vissulega geta harðar refsingar bælt hegðun tímabundið og ljóst er að séu ökutæki ofsaakstursmanna gerð upptæk - eins og lagt hefur verið til - stunda þeir sem nást ekki ofsaakstur aftur um sinn. En slíkum refsingum fylgja miklir ókostir. Sá, sem á von á því að ökutæki hans verði gert upptækt, er mun líklegri til að reyna að stinga lögregluna af, en sá sem á von á vægari refsingu. Refsingar kenna fólki ekki að fylgja lögum heldur einungis að forðast refsingu. Í tilviki þeirra sem stunda ofsaakstur getur það þýtt að keyra innan löglegs hámarkshraða, en það getur líka þýtt að keyra svo langt yfir honum að lögreglan nái þeim ekki.Ómerktar hraðahindranirEftir að hafa búið í Svíþjóð kom mér ýmislegt spánskt fyrir sjónir þegar ég flutti aftur til Íslands. Eitt af því voru hraðahindranir. Þar sem ég bjó í Svíþjóð voru hraðahindranir kyrfilega merktar í þeim tilgangi að ökumenn færu hægar yfir, en hér heima voru þær oftast ómerktar og því refsing fyrir þá sem keyrðu of hratt. Þeir sem keyrðu of hratt hentust yfir hindrunina og fóru illa með ökutækið sitt, en hægðu ekkert á sér. Hér verðum við að spyrja okkur hvert sé markmið hraðahindrana. Er tilgangurinn ekki að fá ökumenn til að aka hægar, frekar en skemma ökutæki þeirra sem aka of hratt? Skilti, sem gefur ökumanni til kynna, að hraðahindrun sé framundan- og gefur honum þannig tækifæri til að hægja á sér- nær markmiði sínu mun betur en hraðahindrunin ein og sér. Að tilkynna fólki, að eitthvað neikvætt sé væntanlegt kallast neikvæð styrking innan sálfræðinnar. Refsingar eru aftur á móti gefnar eftir að neikvætt atferli á sér stað og bæla hegðun einungis tímabundið. Refsingar hafa einnig þann ókost að vera umbun fyrir þann sem refsar. Neikvæð styrking hefur þann kost fram yfir refsingu, að hún eykur tíðni þeirrar hegðunar, sem við viljum ná fram. Ökumaður sem sér að hraðamæling er framundan er mun líklegri til að hægja á sér en sá sem ekki veit af mælingu.Markmið umferðarlöggæsluÞegar upp er staðið verðum við að spyrja okkur sjálf hvert er markmiðið með umferðarlöggæslu? Viljum við að fólk aki hægar eða viljum hefna okkar á þeim sem aka of hratt? Ef við viljum að fólk aki hægar má nota aðferð Svíanna. Í stað þess að liggja í leyni myndi lögreglan setja upp vel sýnileg skilti, sem gæfu til kynna að hraðamælingar væru framundan. Þannig næði lögreglan því markmiði að lækka hraða ökutækja. Ef við erum hins vegar bara að hugsa um að refsa fólki höldum við uppteknum hætti og vonum að það leiði ekki til fleiri alvarlegra slysa.Höfundur er sálfræðingur.
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar