Banki eða mjaltavél? 14. júní 2007 06:15 Fólkið í landinu vantreystir Alþingi og dómskerfinu. Það er ekki nýtt. Gallup hefur kannað traust almennings til nokkurra stofnana reglulega frá 1993, nú síðast í febrúar 2007. Alþingi nýtur minnsts trausts. Einungis 29 prósent svarenda sögðust bera traust til þingsins, og 31 prósent sagðist treysta dómskerfinu. Um þetta segir Gallup sjálfur á vef sínum: „Athygli vekur hve traust til Alþingis og dómskerfis virðist fylgjast að í mælingum undanfarinna ára." Það vekur einnig eftirtekt, að þingmenn og lögfræðingar skuli una svo hörðum dómi almennings í hálfan annan áratug samfleytt án þess að taka sér sýnilegt tak. Skýringar á fylgninni er ekki langt að leita. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa stýrt dómsmálaráðuneytinu á víxl í 72 ár síðan 1927 og hafa í reyndinni farið með dómskerfið eins og hjáleigu, meðal annars með því að troða mörgum óhæfum mönnum úr eigin röðum í löggæzlu- og dómarastörf, jafnvel í Hæstarétti. Vanvirðingin gagnvart dómskerfinu hefur tekið á sig ýmsar myndir. Fyrir fáeinum árum réðst forsætisráðherra með offorsi að Hæstarétti, þegar rétturinn taldi synjun sjávarútvegsráðuneytisins á umsókn Valdimars Jóhannessonar framkvæmdastjóra um leyfi til fiskveiða brjóta gegn jafnræðisákvæðum stjórnarskrárinnar. Þá gerðist tvennt. Fyrst sendu 105 af 150 prófessorum Háskóla Íslands frá sér yfirlýsingu til varnar sjálfstæði Hæstaréttar, en enginn lagaprófessor í Háskólanum sá sér fært að skrifa undir yfirlýsinguna. Hæstiréttur kvittaði síðan fyrir framtak okkar prófessoranna með því að snúa dómi sínum við í öðru skyldu dómsmáli og sá þá ekkert athugavert við ókeypis afhendingu verðmætra aflaheimilda til fáeinna útvalinna.Að þegja samanGallup spyr fólkið um landið ekki álits á Seðlabankanum og bankakerfinu, þótt spurt sé um Háskólann (85 prósent treysta honum) og heilbrigðiskerfið (70 prósent). Seðlabankinn hefur hvað eftir annað gefið tilefni til slíkra spurninga. Þar situr nú fyrir Framsóknarflokkinn í bankaráði maður, sem Sverrir Hermannsson, fyrrverandi ráðherra og landsbankastjóri Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst sem bankaræningja (Morgunblaðið, 14. október 2006) og tilvonandi tukthúslimi (Morgunblaðið, 4. október 2006). Þess verður ekki vart, að lögreglan eða ríkissaksóknari hafi talið vert að athuga sannleiksgildi svo alvarlegra ásakana landsbankastjórans fyrrverandi á hendur seðlabankaráðsmanninum og öðrum, sem situr enn fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bankaráði Landsbankans. Fyrr nefndi bankaráðsmaðurinn beitti sér á dögunum fyrir hækkun launa seðlabankastjórans upp fyrir laun forseta Íslands. Síðar nefndi ráðsmaðurinn hefur vitnað um það á prenti, hversu gott honum fannst að þegja með vini sínum, seðlabankastjóranum - og þá væntanlega einkum og sér í lagi að þegja með honum um fjármál viðskiptavina Landsbankans. Að lesa á mælanaSeðlabankinn er og hefur lengi verið mjaltavél handa stjórnmálastéttinni. Að vísu eru ekki mikil brögð að því, að óhæfu fólki sé troðið inn í bankann, enda er starfsliðið þar prýðilegt á heildina litið. Misnotkunin hefur beinzt að yfirstjórninni. Stjórnmálamenn hafa haldið áfram að troða sjálfum sér og hverjir öðrum í bankastjórastöður, og tók steininn úr, þegar Davíð Oddsson fyrrum forsætisráðherra settist sjálfur inn í bankann, þegar hann hafði fengið sig fullsaddan af pólitík og gagnkvæmt. Það hlýtur að vera dýrasta hvíldarinnlögn Íslandssögunnar eins og búið hefur verið að launakjörum hans í bak og fyrir, þótt hann kunni fæst af því, sem seðlabankastjórum er nauðsynlegt að kunna í öðrum löndum. Hann gerðist meira að segja ritstjóri Fjármálatíðinda, elzta og helzta tímarits hagfræðinga á Íslandi, og birti þar meðal annars efnis tæknilega ritgerð um „þvinguð splæsiföll". Einhver kynni að halda, að „þvinguð splæsiföll" hljóti að lýsa atbeina bankaráðsins við bankastjórann, svo mjög sem bankaráðið hefur splæst á hann gegn betri vitund og velsæmi. Fjármálatíðindi fóru sömu leið og Þjóðhagsstofnun; þau voru lögð niður. Bankaráð Seðlabankans hefur aldrei breytt neinu nema launum bankastjóranna, ævinlega til hækkunar, og fyrir það þiggja flokksgæðingarnir þar á annað hundrað þúsund krónur á mánuði hver um sig, þar á meðal einn, sem hefur fengið dóma bæði fyrir meiðyrði og ritstuld. Og hagstjórnin? Hvernig er hún? Hún er þannig, að Lehman Brothers, eitt elzta og helzta fjármálafyrirtæki heimsins, spáir því í glænýrri skýrslu, að nær helmingslíkur séu á fjármálakreppu á Íslandi næstu misseri, enda eru flestir mælar rauðglóandi. En bankastjórinn er ólæs á mælana, og enginn þorir að segja honum til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Fólkið í landinu vantreystir Alþingi og dómskerfinu. Það er ekki nýtt. Gallup hefur kannað traust almennings til nokkurra stofnana reglulega frá 1993, nú síðast í febrúar 2007. Alþingi nýtur minnsts trausts. Einungis 29 prósent svarenda sögðust bera traust til þingsins, og 31 prósent sagðist treysta dómskerfinu. Um þetta segir Gallup sjálfur á vef sínum: „Athygli vekur hve traust til Alþingis og dómskerfis virðist fylgjast að í mælingum undanfarinna ára." Það vekur einnig eftirtekt, að þingmenn og lögfræðingar skuli una svo hörðum dómi almennings í hálfan annan áratug samfleytt án þess að taka sér sýnilegt tak. Skýringar á fylgninni er ekki langt að leita. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa stýrt dómsmálaráðuneytinu á víxl í 72 ár síðan 1927 og hafa í reyndinni farið með dómskerfið eins og hjáleigu, meðal annars með því að troða mörgum óhæfum mönnum úr eigin röðum í löggæzlu- og dómarastörf, jafnvel í Hæstarétti. Vanvirðingin gagnvart dómskerfinu hefur tekið á sig ýmsar myndir. Fyrir fáeinum árum réðst forsætisráðherra með offorsi að Hæstarétti, þegar rétturinn taldi synjun sjávarútvegsráðuneytisins á umsókn Valdimars Jóhannessonar framkvæmdastjóra um leyfi til fiskveiða brjóta gegn jafnræðisákvæðum stjórnarskrárinnar. Þá gerðist tvennt. Fyrst sendu 105 af 150 prófessorum Háskóla Íslands frá sér yfirlýsingu til varnar sjálfstæði Hæstaréttar, en enginn lagaprófessor í Háskólanum sá sér fært að skrifa undir yfirlýsinguna. Hæstiréttur kvittaði síðan fyrir framtak okkar prófessoranna með því að snúa dómi sínum við í öðru skyldu dómsmáli og sá þá ekkert athugavert við ókeypis afhendingu verðmætra aflaheimilda til fáeinna útvalinna.Að þegja samanGallup spyr fólkið um landið ekki álits á Seðlabankanum og bankakerfinu, þótt spurt sé um Háskólann (85 prósent treysta honum) og heilbrigðiskerfið (70 prósent). Seðlabankinn hefur hvað eftir annað gefið tilefni til slíkra spurninga. Þar situr nú fyrir Framsóknarflokkinn í bankaráði maður, sem Sverrir Hermannsson, fyrrverandi ráðherra og landsbankastjóri Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst sem bankaræningja (Morgunblaðið, 14. október 2006) og tilvonandi tukthúslimi (Morgunblaðið, 4. október 2006). Þess verður ekki vart, að lögreglan eða ríkissaksóknari hafi talið vert að athuga sannleiksgildi svo alvarlegra ásakana landsbankastjórans fyrrverandi á hendur seðlabankaráðsmanninum og öðrum, sem situr enn fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bankaráði Landsbankans. Fyrr nefndi bankaráðsmaðurinn beitti sér á dögunum fyrir hækkun launa seðlabankastjórans upp fyrir laun forseta Íslands. Síðar nefndi ráðsmaðurinn hefur vitnað um það á prenti, hversu gott honum fannst að þegja með vini sínum, seðlabankastjóranum - og þá væntanlega einkum og sér í lagi að þegja með honum um fjármál viðskiptavina Landsbankans. Að lesa á mælanaSeðlabankinn er og hefur lengi verið mjaltavél handa stjórnmálastéttinni. Að vísu eru ekki mikil brögð að því, að óhæfu fólki sé troðið inn í bankann, enda er starfsliðið þar prýðilegt á heildina litið. Misnotkunin hefur beinzt að yfirstjórninni. Stjórnmálamenn hafa haldið áfram að troða sjálfum sér og hverjir öðrum í bankastjórastöður, og tók steininn úr, þegar Davíð Oddsson fyrrum forsætisráðherra settist sjálfur inn í bankann, þegar hann hafði fengið sig fullsaddan af pólitík og gagnkvæmt. Það hlýtur að vera dýrasta hvíldarinnlögn Íslandssögunnar eins og búið hefur verið að launakjörum hans í bak og fyrir, þótt hann kunni fæst af því, sem seðlabankastjórum er nauðsynlegt að kunna í öðrum löndum. Hann gerðist meira að segja ritstjóri Fjármálatíðinda, elzta og helzta tímarits hagfræðinga á Íslandi, og birti þar meðal annars efnis tæknilega ritgerð um „þvinguð splæsiföll". Einhver kynni að halda, að „þvinguð splæsiföll" hljóti að lýsa atbeina bankaráðsins við bankastjórann, svo mjög sem bankaráðið hefur splæst á hann gegn betri vitund og velsæmi. Fjármálatíðindi fóru sömu leið og Þjóðhagsstofnun; þau voru lögð niður. Bankaráð Seðlabankans hefur aldrei breytt neinu nema launum bankastjóranna, ævinlega til hækkunar, og fyrir það þiggja flokksgæðingarnir þar á annað hundrað þúsund krónur á mánuði hver um sig, þar á meðal einn, sem hefur fengið dóma bæði fyrir meiðyrði og ritstuld. Og hagstjórnin? Hvernig er hún? Hún er þannig, að Lehman Brothers, eitt elzta og helzta fjármálafyrirtæki heimsins, spáir því í glænýrri skýrslu, að nær helmingslíkur séu á fjármálakreppu á Íslandi næstu misseri, enda eru flestir mælar rauðglóandi. En bankastjórinn er ólæs á mælana, og enginn þorir að segja honum til.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun