Öruggari í fimm stjörnu bifreið 28. júní 2007 06:00 Bifreiðin er fyrir löngu orðin nauðsynlegur ferðamáti. Umferðarslysin eru því miður alltof algeng. Það er hægt að draga verulega úr afleiðingum umferðarslysa sem kosta okkur tugi milljarða árlega fyrir utan líkamleg örkuml og mikla sálarangist. Við gætum fækkað dauðsföllum eða alvarlegum áverkum um 15 - 30 prósent ef við keyrðum öll 5 stjörnu bifreiðar, því þær vernda okkur svo miklu betur, ef við lendum í umferðarslysi. Við verðum, þrátt fyrir 5 stjörnur, að spenna öryggisbeltin og virða hámarkshraða.ÁrekstraprófanirVirtar óháðar stofnanir í Evrópu, Bandaríkjunum, Ástralíu og Japan hafa öryggisprófað bifreiðar um árabil og gera strangari kröfur en reglugerðir kveða á um. Hjá evrópsku prófunarstöðinni – EuroNCAP, www.euroncap.com, er prófunarbifreið ekið framan á fyrirstöðu á 64 km hraða. Einnig er bifreiðin prófuð gagnvart hliðarárekstri á 50 km hraða.Í prófunarbifreiðinni eru brúður og bifreiðin fær einkunn eftir því hversu lítið hún skemmist og hvernig brúðunum farnast. Í Evrópu er stjörnugjöf fyrir börn og fullorðna í bifreiðinni en einnig fyrir fótgangandi sem verður fyrir bifreiðinni. Mest eru gefnar 5 stjörnur og minnst ein stjarna. Bandaríkin prófa bifreiðar á svipaðan hátt en nota bókstafi í staðinn fyrir stjörnur. Þar er líka farið að veltiprófa bifreiðar. Í töflu 1 eru gagnlegir netslóðar um öryggi bifreiða.Fimm stjörnu bifreiðarLendi ökumaður eða farþegi í árekstri í 5 stjörnu bifeið eru litlar líkur á alvarlegum áverkum á 64 km hraða í framan á árekstri eða 50 km hraða hliðarárekstri. Fjórar stjörnur tákna að viðkomandi geti slasast nokkuð. Þrjár stjörnur sýna að viðkomandi slasast væntanlega mikið en ein eða tvær stjörnur þýða falleinkunn og alvarlega slasaðan einstakling, sjá töflu 2. Víða eru gerðar umfangsmiklar rannsóknir á afleiðingum raunverulegra umferðarslysa. Má þar nefna rannsóknir sænska tryggingarfélagsins Folksam, www.folksam.se, sem birtir árlega niðurstöður úr umferðarslysum í Svíþjóð. Þar sést að fimm stjörnu meðalstórar og stórar bifreiðar reynast best og að sumar þeirra eru með 30 prósent meira öryggi en meðal bifreiðin. Líkurnar á að sleppa lifandi úr alvarlegu umferðarslysi eru tífalt meiri úr bestu fimm stjörnu bifreiðunum miðað við bifreiðar með minnsta öryggið.En fullkomið öryggi er ekki til og hraðakstur drepur. Hingað til hefur engum tekist, mér vitanlega, að fjöldaframleiða bifreið sem veitir 4ra eða 5 stjörnu öryggi í árekstri á 90 km hraða.Að kaupa bifreiðSá sem ætlar að kaupa nýja bifreið þarf að hafa nokkur öryggisatriði í huga. Hann ætti helst að kaupa 5 stjörnu bifreið og aldrei færri en 4 stjörnur. Hann ætti einnig að hafa til hliðsjónar upplýsingar um alvarleika áverka slasaðra úr raunverulegum umferðarslysum. Ef bifreiðin hefur ekki verið prófuð af óháðri prófunarstöð af því að um nýja árgerð er að ræða, er oftast hægt að skoða öryggi eldri árganga á netinu. Ef bifreiðategundin hefur alls ekki verið prófuð er kaupanda ráðlagt að kaupa heldur bifreið sem hefur verið prófuð. Kaupandinn á einnig að gera þær kröfur að í bifreiðinni séu sjálfstrekkjanleg öryggisbelti, aðvörunarbúnaður ef viðkomandi spennir ekki öryggisbeltin, a.m.k. sex öryggispúðar, stöðugleikastýring, ABS hemlar og búnaður sem dregur úr líkum á hálstognun.Sjálfstrekkjanleg öryggisbelti minnka líkurnar á alvarlegum áverka um 55 prósent.Öryggispúðar að framan fyrir ökumann og farþega ásamt sjálfstrekkjanlegum öryggisbeltum fækka alvarlegum áverkum um 60-70 prósent. Öryggispúðar til hliðanna til að vernda brjósthol og kvið ásamt hliðarhöfuðpúðum til að vernda höfuðið í hliðarárekstri fækka alvarlegum áverkum um 45 prósent. Æskilegt er að það séu einnig hliðarloftpúðar fyrir aftursæti sem vernda í hliðarárekstri. Stöðugleikastýring á að vera staðalútbúnaður sem fækkar alvarlegum áverkum að meðaltali um 20 prósent en 50 prósent í bleytu. ABS bremsur gera gagn í 5 - 10 prósenta tilvika sem er þó langt undir því sem flestir virðast halda. Hálstognanir eru algengustu áverkarnir eftir umferðarslys en sértækur búnaður dregur úr líkum á hálstognun um allt að 50 prósent.Getum dregið úr slysumVið getum fækkað dauðsföllum og alvarlegum áverkum í umferðarslysum um 15 - 30 prósent ef allir leggjast á eitt og keyra um á 5 stjörnu bifreiðum. Fimm stjörnu bifreið þarf ekki að vera dýrari en 3ja stjörnu bifreið. Þær eiga að vera útbúnar sjálfstrekkjanlegum öryggisbeltum, viðvörunarhljóði um notkun öryggisbelta, a.m.k. 6 loftpúðum, stöðugleikastýringu, ABS bremsum og búnaði sem dregur úr líkum á hálstognunum. Tryggingafélög hafa um árabil lækkað iðgjöld þeirra sem hafa staðið sig vel í umferðinni. Tryggingafélögin ættu líka að lækka iðgjöld 5 stjörnu bifreiða því minni líkur eru á að fólk slasist í þeim ef það lendir í umferðarslysi.Farið á netið og skoðið það sem er í boði. Tökum höndum saman og drögum úr alvarleika umferðarslysa með því að aka á fimm stjörnu bifreiðum.Höfundur vinnur við og kennir bráðalækningar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Hann er formaður Slysavarnaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Bifreiðin er fyrir löngu orðin nauðsynlegur ferðamáti. Umferðarslysin eru því miður alltof algeng. Það er hægt að draga verulega úr afleiðingum umferðarslysa sem kosta okkur tugi milljarða árlega fyrir utan líkamleg örkuml og mikla sálarangist. Við gætum fækkað dauðsföllum eða alvarlegum áverkum um 15 - 30 prósent ef við keyrðum öll 5 stjörnu bifreiðar, því þær vernda okkur svo miklu betur, ef við lendum í umferðarslysi. Við verðum, þrátt fyrir 5 stjörnur, að spenna öryggisbeltin og virða hámarkshraða.ÁrekstraprófanirVirtar óháðar stofnanir í Evrópu, Bandaríkjunum, Ástralíu og Japan hafa öryggisprófað bifreiðar um árabil og gera strangari kröfur en reglugerðir kveða á um. Hjá evrópsku prófunarstöðinni – EuroNCAP, www.euroncap.com, er prófunarbifreið ekið framan á fyrirstöðu á 64 km hraða. Einnig er bifreiðin prófuð gagnvart hliðarárekstri á 50 km hraða.Í prófunarbifreiðinni eru brúður og bifreiðin fær einkunn eftir því hversu lítið hún skemmist og hvernig brúðunum farnast. Í Evrópu er stjörnugjöf fyrir börn og fullorðna í bifreiðinni en einnig fyrir fótgangandi sem verður fyrir bifreiðinni. Mest eru gefnar 5 stjörnur og minnst ein stjarna. Bandaríkin prófa bifreiðar á svipaðan hátt en nota bókstafi í staðinn fyrir stjörnur. Þar er líka farið að veltiprófa bifreiðar. Í töflu 1 eru gagnlegir netslóðar um öryggi bifreiða.Fimm stjörnu bifreiðarLendi ökumaður eða farþegi í árekstri í 5 stjörnu bifeið eru litlar líkur á alvarlegum áverkum á 64 km hraða í framan á árekstri eða 50 km hraða hliðarárekstri. Fjórar stjörnur tákna að viðkomandi geti slasast nokkuð. Þrjár stjörnur sýna að viðkomandi slasast væntanlega mikið en ein eða tvær stjörnur þýða falleinkunn og alvarlega slasaðan einstakling, sjá töflu 2. Víða eru gerðar umfangsmiklar rannsóknir á afleiðingum raunverulegra umferðarslysa. Má þar nefna rannsóknir sænska tryggingarfélagsins Folksam, www.folksam.se, sem birtir árlega niðurstöður úr umferðarslysum í Svíþjóð. Þar sést að fimm stjörnu meðalstórar og stórar bifreiðar reynast best og að sumar þeirra eru með 30 prósent meira öryggi en meðal bifreiðin. Líkurnar á að sleppa lifandi úr alvarlegu umferðarslysi eru tífalt meiri úr bestu fimm stjörnu bifreiðunum miðað við bifreiðar með minnsta öryggið.En fullkomið öryggi er ekki til og hraðakstur drepur. Hingað til hefur engum tekist, mér vitanlega, að fjöldaframleiða bifreið sem veitir 4ra eða 5 stjörnu öryggi í árekstri á 90 km hraða.Að kaupa bifreiðSá sem ætlar að kaupa nýja bifreið þarf að hafa nokkur öryggisatriði í huga. Hann ætti helst að kaupa 5 stjörnu bifreið og aldrei færri en 4 stjörnur. Hann ætti einnig að hafa til hliðsjónar upplýsingar um alvarleika áverka slasaðra úr raunverulegum umferðarslysum. Ef bifreiðin hefur ekki verið prófuð af óháðri prófunarstöð af því að um nýja árgerð er að ræða, er oftast hægt að skoða öryggi eldri árganga á netinu. Ef bifreiðategundin hefur alls ekki verið prófuð er kaupanda ráðlagt að kaupa heldur bifreið sem hefur verið prófuð. Kaupandinn á einnig að gera þær kröfur að í bifreiðinni séu sjálfstrekkjanleg öryggisbelti, aðvörunarbúnaður ef viðkomandi spennir ekki öryggisbeltin, a.m.k. sex öryggispúðar, stöðugleikastýring, ABS hemlar og búnaður sem dregur úr líkum á hálstognun.Sjálfstrekkjanleg öryggisbelti minnka líkurnar á alvarlegum áverka um 55 prósent.Öryggispúðar að framan fyrir ökumann og farþega ásamt sjálfstrekkjanlegum öryggisbeltum fækka alvarlegum áverkum um 60-70 prósent. Öryggispúðar til hliðanna til að vernda brjósthol og kvið ásamt hliðarhöfuðpúðum til að vernda höfuðið í hliðarárekstri fækka alvarlegum áverkum um 45 prósent. Æskilegt er að það séu einnig hliðarloftpúðar fyrir aftursæti sem vernda í hliðarárekstri. Stöðugleikastýring á að vera staðalútbúnaður sem fækkar alvarlegum áverkum að meðaltali um 20 prósent en 50 prósent í bleytu. ABS bremsur gera gagn í 5 - 10 prósenta tilvika sem er þó langt undir því sem flestir virðast halda. Hálstognanir eru algengustu áverkarnir eftir umferðarslys en sértækur búnaður dregur úr líkum á hálstognun um allt að 50 prósent.Getum dregið úr slysumVið getum fækkað dauðsföllum og alvarlegum áverkum í umferðarslysum um 15 - 30 prósent ef allir leggjast á eitt og keyra um á 5 stjörnu bifreiðum. Fimm stjörnu bifreið þarf ekki að vera dýrari en 3ja stjörnu bifreið. Þær eiga að vera útbúnar sjálfstrekkjanlegum öryggisbeltum, viðvörunarhljóði um notkun öryggisbelta, a.m.k. 6 loftpúðum, stöðugleikastýringu, ABS bremsum og búnaði sem dregur úr líkum á hálstognunum. Tryggingafélög hafa um árabil lækkað iðgjöld þeirra sem hafa staðið sig vel í umferðinni. Tryggingafélögin ættu líka að lækka iðgjöld 5 stjörnu bifreiða því minni líkur eru á að fólk slasist í þeim ef það lendir í umferðarslysi.Farið á netið og skoðið það sem er í boði. Tökum höndum saman og drögum úr alvarleika umferðarslysa með því að aka á fimm stjörnu bifreiðum.Höfundur vinnur við og kennir bráðalækningar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Hann er formaður Slysavarnaráðs.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun