Velkomnir í hópinn HR-ingar 16. júní 2007 02:00 Í Fréttablaðinu laugardaginn 9. júní ritaði Davíð Þór Björgvinsson, prófessor og dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, grein í tilefni af fyrstu útskrift lögfræðinga frá Háskólanum í Reykjavík. Ástæða er til að samfagna Davíð Þór og öðrum kennurum við skólann með þann merka áfanga - og ekki síst þeim stúdentum sem luku lagaprófi þetta sinn. Í greininni heldur Davíð því fram að Háskólinn í Reykjavík hafi verið að útskrifa fyrstu lögfræðingana með fullnaðarpróf í lögfræði utan HÍ nú á dögunum. Þetta kemur reyndar oftar en einu sinni fram í grein Davíðs, meðal annars er yfirskriftin í þessa veru og talað um að þar til HR hóf lagakennslu hafi HÍ setið einn að slíkri menntun hér á landi. Þessar fullyrðingar Davíðs eru með nokkrum ólíkindum og koma verulega á óvart í ljósi þess að í ársbyrjun 2006 var hópur lögfræðinga útskrifaður með fullnaðarpróf í lögum frá Háskólanum á Bifröst og hafa reyndar fleiri bæst í þann hóp síðan. Þessir lögfræðingar hafa sumir hverjir nú þegar gengist undir próf til málflutningsréttinda og náð því með láði. Þeim og öðrum úr þessum hópi hefur vegnað vel á vinnumarkaði lögfræðinga. Það sætir furðu að Davíð Þór sem hefur um árabil starfað við lögfræðikennslu, viti ekki af þessum hópi, en ekki vil ég ætla honum að tala gegn betri vitund. Undir slíkri hagræðingu á staðreyndum verður hins vegar ekki setið þegjandi og því er þessari athugasemd komið á framfæri. Ég vil í lokin óska lagadeild Háskólans í Reykjavík innilega til hamingju með þann árangur að hafa útskrifað sína fyrstu lögfræðinga með meistaragráðu. Ég efast ekki um að sá hópur og þeir sem í kjölfarið koma eigi eftir að auðga stétt íslenskra lögfræðinga, rétt eins og Bifrestingarnir hafa gert sem nú hafa lokið slíkri gráðu. Höfundur er forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu laugardaginn 9. júní ritaði Davíð Þór Björgvinsson, prófessor og dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, grein í tilefni af fyrstu útskrift lögfræðinga frá Háskólanum í Reykjavík. Ástæða er til að samfagna Davíð Þór og öðrum kennurum við skólann með þann merka áfanga - og ekki síst þeim stúdentum sem luku lagaprófi þetta sinn. Í greininni heldur Davíð því fram að Háskólinn í Reykjavík hafi verið að útskrifa fyrstu lögfræðingana með fullnaðarpróf í lögfræði utan HÍ nú á dögunum. Þetta kemur reyndar oftar en einu sinni fram í grein Davíðs, meðal annars er yfirskriftin í þessa veru og talað um að þar til HR hóf lagakennslu hafi HÍ setið einn að slíkri menntun hér á landi. Þessar fullyrðingar Davíðs eru með nokkrum ólíkindum og koma verulega á óvart í ljósi þess að í ársbyrjun 2006 var hópur lögfræðinga útskrifaður með fullnaðarpróf í lögum frá Háskólanum á Bifröst og hafa reyndar fleiri bæst í þann hóp síðan. Þessir lögfræðingar hafa sumir hverjir nú þegar gengist undir próf til málflutningsréttinda og náð því með láði. Þeim og öðrum úr þessum hópi hefur vegnað vel á vinnumarkaði lögfræðinga. Það sætir furðu að Davíð Þór sem hefur um árabil starfað við lögfræðikennslu, viti ekki af þessum hópi, en ekki vil ég ætla honum að tala gegn betri vitund. Undir slíkri hagræðingu á staðreyndum verður hins vegar ekki setið þegjandi og því er þessari athugasemd komið á framfæri. Ég vil í lokin óska lagadeild Háskólans í Reykjavík innilega til hamingju með þann árangur að hafa útskrifað sína fyrstu lögfræðinga með meistaragráðu. Ég efast ekki um að sá hópur og þeir sem í kjölfarið koma eigi eftir að auðga stétt íslenskra lögfræðinga, rétt eins og Bifrestingarnir hafa gert sem nú hafa lokið slíkri gráðu. Höfundur er forseti lagadeildar Háskólans á Bifröst.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar