Miðbærinn og heimilislausir 15. júní 2007 06:00 Nokkrir íbúar við Njálsgötu 74 hafa lýst yfir áhyggjum af því að opna á þar heimili fyrir heimilislausa fíkla. Rætt er um partístand, sprautunálar, ágenga róna og glæpamenn nánast inná gafli. Nálægð við leikskóla í þéttri byggð eykur á áhyggjurnar. En hverjir verða hinir nýju nágrannar? Að uppistöðu verða það þeir sem lengst hafa verið í Gistiskýlinu í Þingholtstræti 25 en þar hefur Velferðasvið rekið úrræði sem um áratuga skeið hefur verið í sátt við nágrennið. Um er að ræða sjúka menn, suma mjög veika. Margir búnir að gefast upp á lífinu, einangraðir og búnir að rjúfa fjölskyldutengsl. Að mínu mati hefur samfélagið ekki sinnt þessum mönnum vel. Um það hef ég skrifað í blöð og rætt margoft í sölum borgarstjórnar og í velferðaráði. Hraktir og smáðir hafa þeir þvælst á milli grena borgarinnar, sofið í hitaveitustokkum og ókyntu húsnæði, vistaðir hjá trúboðum sem eru í raun skilaboð um að þeir séu syndugir menn en ekki sjúklingar og ratað síðan inn á Gistiskýlið sem er, eins og nafnið bendir til, fyrst og fremst næturskýli en ekki heimili.Samfélag án aðgreiningarFyrir 30 árum gaf mikill hugsjónamaður glæsilegt hús og fallegt í sjálfu millahverfinu á Laugarásveginun. Hann vildi að fólkið sem var vistað á geðveikrahælinu Kleppi fengi tækifæri til að fá brú út í samfélagið. Fram að þeim tíma var geðsjúkt fólk lokað inni á hælum og það sá enga leið út. Nú er öldin önnur og sambýli geðfatlaðra eru um alla borg og þeim á eftir að fjölga. Borgin hefur nú tekið við því verkefni frá ríkinu að útvega fjölda vistmanna Klepps heimili víðs vegar í borginni.Ætli það verði átakalaust? Nútíma samfélag vinnur á þennan hátt gegn aðgreiningu. Við höfum skólastefnu sem kennd er við skóla án aðgreiningar. Það þýðir t.d að börn með þroskafrávik geta í dag gengið í venjulegan skóla. Hreyfihamlaðir, sjónskertir, og heyrnarskertir hafa fengið aukin tækifæri til að taka þátt í samfélaginu. Er ekki komið að því að við brjótum síðasta vígið og tökum á móti fíkniefnaneytendum?Af hverju miðbærinnÞað er staðreynd að útigangsmenn sækja í miðbæi borga og það er líka staðreynd að nær allir heimilislausir Íslendingar halda til í miðborg Reykjavíkur. Fyrir því eru sennilega margar ástæður en líklega er mannfjöldi miðbæjarins aðalástæðan. Mannfjöldinn er grundvöllur bísans. Að staðsetja úrræði sem þetta of langt frá miðbænum bæri ekki tilætlaðan árangur. Þó að heimilislausir fíkniefnaneytendur væru færðir hinum megin á landið væru þeir allir komnir aftur í miðbæinn innan skamms. Heimilislausir fíkniefnaneytendur eru og verða í miðborginni. Það þurfa aðrir að vita sem velja að búa þar.Við þetta verða íbúar Þingholtanna varir. Á hverjum morgni ganga illa haldnir neytendur í gegnum hverfið til að fara á Landspítalann og fá þar lyf og aðra þjónustu til að halda daginn út. Gestir Gistiskýlisins í Þingholtstræti 25 fylla húsið á hverri nóttu. Alkohólistar búa í áfangahúsum á Barónsstíg, Snorrabraut, Miklubraut og víðar og svo eru það náttúrulega grenin.Greni eða heimiliEf við hugsum þetta bara út frá hagsmunum venjulegra íbúa í miðbænum þá er það alveg ljóst að málum er mun betur komið með lausnum á við umrætt heimili á Njálsgötunni og Gistiskýlið. Ef ekkert er að gert sitja menn upp með fjölgun grena eins á Hverfisgötunni og víðar í miðbænum. Þegar ég bjó á Njálsgötunni var eiturlyfjagreni í nálægu húsi. Þar gátu skollið á partí sem stóðu dögum saman með tilheyrandi hávaða og tryllingi.Þegar upp er staðið standa íbúar miðborgarinnar frammi fyrir tveim kostum. Í fyrsta lagi að ekkert verði gert og grenum fjölgi. Og í öðru lagi að hið opinbera gangi í málið og bjóði þessum einstaklingum upp á sómasamlegt heimili þar sem fagmenn eru til staðar allan sólahringinn. Starfsfólk sem mun leggja metnað sinn í að nágrannar verði ekki fyrir truflun hvað þá skaða af neinu tagi. Þannig heimilum þarf að fjölga og það má ekki gleyma konunum sem margar þurfa á sömu aðstoð að halda. Ég er sannfærður um það að heimilið á Njálsgötu 74 verður eitt friðsamasta húsið í hverfinu og mundi glaður bjóða slíka nágranna velkomna. Þarna verða aldrei partí og ef eithvað kæmi upp á gæti ég snúið mér til ábyrgra aðila um úrlausna mála.Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi VG og á sæti í Velferðarráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkrir íbúar við Njálsgötu 74 hafa lýst yfir áhyggjum af því að opna á þar heimili fyrir heimilislausa fíkla. Rætt er um partístand, sprautunálar, ágenga róna og glæpamenn nánast inná gafli. Nálægð við leikskóla í þéttri byggð eykur á áhyggjurnar. En hverjir verða hinir nýju nágrannar? Að uppistöðu verða það þeir sem lengst hafa verið í Gistiskýlinu í Þingholtstræti 25 en þar hefur Velferðasvið rekið úrræði sem um áratuga skeið hefur verið í sátt við nágrennið. Um er að ræða sjúka menn, suma mjög veika. Margir búnir að gefast upp á lífinu, einangraðir og búnir að rjúfa fjölskyldutengsl. Að mínu mati hefur samfélagið ekki sinnt þessum mönnum vel. Um það hef ég skrifað í blöð og rætt margoft í sölum borgarstjórnar og í velferðaráði. Hraktir og smáðir hafa þeir þvælst á milli grena borgarinnar, sofið í hitaveitustokkum og ókyntu húsnæði, vistaðir hjá trúboðum sem eru í raun skilaboð um að þeir séu syndugir menn en ekki sjúklingar og ratað síðan inn á Gistiskýlið sem er, eins og nafnið bendir til, fyrst og fremst næturskýli en ekki heimili.Samfélag án aðgreiningarFyrir 30 árum gaf mikill hugsjónamaður glæsilegt hús og fallegt í sjálfu millahverfinu á Laugarásveginun. Hann vildi að fólkið sem var vistað á geðveikrahælinu Kleppi fengi tækifæri til að fá brú út í samfélagið. Fram að þeim tíma var geðsjúkt fólk lokað inni á hælum og það sá enga leið út. Nú er öldin önnur og sambýli geðfatlaðra eru um alla borg og þeim á eftir að fjölga. Borgin hefur nú tekið við því verkefni frá ríkinu að útvega fjölda vistmanna Klepps heimili víðs vegar í borginni.Ætli það verði átakalaust? Nútíma samfélag vinnur á þennan hátt gegn aðgreiningu. Við höfum skólastefnu sem kennd er við skóla án aðgreiningar. Það þýðir t.d að börn með þroskafrávik geta í dag gengið í venjulegan skóla. Hreyfihamlaðir, sjónskertir, og heyrnarskertir hafa fengið aukin tækifæri til að taka þátt í samfélaginu. Er ekki komið að því að við brjótum síðasta vígið og tökum á móti fíkniefnaneytendum?Af hverju miðbærinnÞað er staðreynd að útigangsmenn sækja í miðbæi borga og það er líka staðreynd að nær allir heimilislausir Íslendingar halda til í miðborg Reykjavíkur. Fyrir því eru sennilega margar ástæður en líklega er mannfjöldi miðbæjarins aðalástæðan. Mannfjöldinn er grundvöllur bísans. Að staðsetja úrræði sem þetta of langt frá miðbænum bæri ekki tilætlaðan árangur. Þó að heimilislausir fíkniefnaneytendur væru færðir hinum megin á landið væru þeir allir komnir aftur í miðbæinn innan skamms. Heimilislausir fíkniefnaneytendur eru og verða í miðborginni. Það þurfa aðrir að vita sem velja að búa þar.Við þetta verða íbúar Þingholtanna varir. Á hverjum morgni ganga illa haldnir neytendur í gegnum hverfið til að fara á Landspítalann og fá þar lyf og aðra þjónustu til að halda daginn út. Gestir Gistiskýlisins í Þingholtstræti 25 fylla húsið á hverri nóttu. Alkohólistar búa í áfangahúsum á Barónsstíg, Snorrabraut, Miklubraut og víðar og svo eru það náttúrulega grenin.Greni eða heimiliEf við hugsum þetta bara út frá hagsmunum venjulegra íbúa í miðbænum þá er það alveg ljóst að málum er mun betur komið með lausnum á við umrætt heimili á Njálsgötunni og Gistiskýlið. Ef ekkert er að gert sitja menn upp með fjölgun grena eins á Hverfisgötunni og víðar í miðbænum. Þegar ég bjó á Njálsgötunni var eiturlyfjagreni í nálægu húsi. Þar gátu skollið á partí sem stóðu dögum saman með tilheyrandi hávaða og tryllingi.Þegar upp er staðið standa íbúar miðborgarinnar frammi fyrir tveim kostum. Í fyrsta lagi að ekkert verði gert og grenum fjölgi. Og í öðru lagi að hið opinbera gangi í málið og bjóði þessum einstaklingum upp á sómasamlegt heimili þar sem fagmenn eru til staðar allan sólahringinn. Starfsfólk sem mun leggja metnað sinn í að nágrannar verði ekki fyrir truflun hvað þá skaða af neinu tagi. Þannig heimilum þarf að fjölga og það má ekki gleyma konunum sem margar þurfa á sömu aðstoð að halda. Ég er sannfærður um það að heimilið á Njálsgötu 74 verður eitt friðsamasta húsið í hverfinu og mundi glaður bjóða slíka nágranna velkomna. Þarna verða aldrei partí og ef eithvað kæmi upp á gæti ég snúið mér til ábyrgra aðila um úrlausna mála.Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi VG og á sæti í Velferðarráði.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun