Miðbærinn og heimilislausir 15. júní 2007 06:00 Nokkrir íbúar við Njálsgötu 74 hafa lýst yfir áhyggjum af því að opna á þar heimili fyrir heimilislausa fíkla. Rætt er um partístand, sprautunálar, ágenga róna og glæpamenn nánast inná gafli. Nálægð við leikskóla í þéttri byggð eykur á áhyggjurnar. En hverjir verða hinir nýju nágrannar? Að uppistöðu verða það þeir sem lengst hafa verið í Gistiskýlinu í Þingholtstræti 25 en þar hefur Velferðasvið rekið úrræði sem um áratuga skeið hefur verið í sátt við nágrennið. Um er að ræða sjúka menn, suma mjög veika. Margir búnir að gefast upp á lífinu, einangraðir og búnir að rjúfa fjölskyldutengsl. Að mínu mati hefur samfélagið ekki sinnt þessum mönnum vel. Um það hef ég skrifað í blöð og rætt margoft í sölum borgarstjórnar og í velferðaráði. Hraktir og smáðir hafa þeir þvælst á milli grena borgarinnar, sofið í hitaveitustokkum og ókyntu húsnæði, vistaðir hjá trúboðum sem eru í raun skilaboð um að þeir séu syndugir menn en ekki sjúklingar og ratað síðan inn á Gistiskýlið sem er, eins og nafnið bendir til, fyrst og fremst næturskýli en ekki heimili.Samfélag án aðgreiningarFyrir 30 árum gaf mikill hugsjónamaður glæsilegt hús og fallegt í sjálfu millahverfinu á Laugarásveginun. Hann vildi að fólkið sem var vistað á geðveikrahælinu Kleppi fengi tækifæri til að fá brú út í samfélagið. Fram að þeim tíma var geðsjúkt fólk lokað inni á hælum og það sá enga leið út. Nú er öldin önnur og sambýli geðfatlaðra eru um alla borg og þeim á eftir að fjölga. Borgin hefur nú tekið við því verkefni frá ríkinu að útvega fjölda vistmanna Klepps heimili víðs vegar í borginni.Ætli það verði átakalaust? Nútíma samfélag vinnur á þennan hátt gegn aðgreiningu. Við höfum skólastefnu sem kennd er við skóla án aðgreiningar. Það þýðir t.d að börn með þroskafrávik geta í dag gengið í venjulegan skóla. Hreyfihamlaðir, sjónskertir, og heyrnarskertir hafa fengið aukin tækifæri til að taka þátt í samfélaginu. Er ekki komið að því að við brjótum síðasta vígið og tökum á móti fíkniefnaneytendum?Af hverju miðbærinnÞað er staðreynd að útigangsmenn sækja í miðbæi borga og það er líka staðreynd að nær allir heimilislausir Íslendingar halda til í miðborg Reykjavíkur. Fyrir því eru sennilega margar ástæður en líklega er mannfjöldi miðbæjarins aðalástæðan. Mannfjöldinn er grundvöllur bísans. Að staðsetja úrræði sem þetta of langt frá miðbænum bæri ekki tilætlaðan árangur. Þó að heimilislausir fíkniefnaneytendur væru færðir hinum megin á landið væru þeir allir komnir aftur í miðbæinn innan skamms. Heimilislausir fíkniefnaneytendur eru og verða í miðborginni. Það þurfa aðrir að vita sem velja að búa þar.Við þetta verða íbúar Þingholtanna varir. Á hverjum morgni ganga illa haldnir neytendur í gegnum hverfið til að fara á Landspítalann og fá þar lyf og aðra þjónustu til að halda daginn út. Gestir Gistiskýlisins í Þingholtstræti 25 fylla húsið á hverri nóttu. Alkohólistar búa í áfangahúsum á Barónsstíg, Snorrabraut, Miklubraut og víðar og svo eru það náttúrulega grenin.Greni eða heimiliEf við hugsum þetta bara út frá hagsmunum venjulegra íbúa í miðbænum þá er það alveg ljóst að málum er mun betur komið með lausnum á við umrætt heimili á Njálsgötunni og Gistiskýlið. Ef ekkert er að gert sitja menn upp með fjölgun grena eins á Hverfisgötunni og víðar í miðbænum. Þegar ég bjó á Njálsgötunni var eiturlyfjagreni í nálægu húsi. Þar gátu skollið á partí sem stóðu dögum saman með tilheyrandi hávaða og tryllingi.Þegar upp er staðið standa íbúar miðborgarinnar frammi fyrir tveim kostum. Í fyrsta lagi að ekkert verði gert og grenum fjölgi. Og í öðru lagi að hið opinbera gangi í málið og bjóði þessum einstaklingum upp á sómasamlegt heimili þar sem fagmenn eru til staðar allan sólahringinn. Starfsfólk sem mun leggja metnað sinn í að nágrannar verði ekki fyrir truflun hvað þá skaða af neinu tagi. Þannig heimilum þarf að fjölga og það má ekki gleyma konunum sem margar þurfa á sömu aðstoð að halda. Ég er sannfærður um það að heimilið á Njálsgötu 74 verður eitt friðsamasta húsið í hverfinu og mundi glaður bjóða slíka nágranna velkomna. Þarna verða aldrei partí og ef eithvað kæmi upp á gæti ég snúið mér til ábyrgra aðila um úrlausna mála.Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi VG og á sæti í Velferðarráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Nokkrir íbúar við Njálsgötu 74 hafa lýst yfir áhyggjum af því að opna á þar heimili fyrir heimilislausa fíkla. Rætt er um partístand, sprautunálar, ágenga róna og glæpamenn nánast inná gafli. Nálægð við leikskóla í þéttri byggð eykur á áhyggjurnar. En hverjir verða hinir nýju nágrannar? Að uppistöðu verða það þeir sem lengst hafa verið í Gistiskýlinu í Þingholtstræti 25 en þar hefur Velferðasvið rekið úrræði sem um áratuga skeið hefur verið í sátt við nágrennið. Um er að ræða sjúka menn, suma mjög veika. Margir búnir að gefast upp á lífinu, einangraðir og búnir að rjúfa fjölskyldutengsl. Að mínu mati hefur samfélagið ekki sinnt þessum mönnum vel. Um það hef ég skrifað í blöð og rætt margoft í sölum borgarstjórnar og í velferðaráði. Hraktir og smáðir hafa þeir þvælst á milli grena borgarinnar, sofið í hitaveitustokkum og ókyntu húsnæði, vistaðir hjá trúboðum sem eru í raun skilaboð um að þeir séu syndugir menn en ekki sjúklingar og ratað síðan inn á Gistiskýlið sem er, eins og nafnið bendir til, fyrst og fremst næturskýli en ekki heimili.Samfélag án aðgreiningarFyrir 30 árum gaf mikill hugsjónamaður glæsilegt hús og fallegt í sjálfu millahverfinu á Laugarásveginun. Hann vildi að fólkið sem var vistað á geðveikrahælinu Kleppi fengi tækifæri til að fá brú út í samfélagið. Fram að þeim tíma var geðsjúkt fólk lokað inni á hælum og það sá enga leið út. Nú er öldin önnur og sambýli geðfatlaðra eru um alla borg og þeim á eftir að fjölga. Borgin hefur nú tekið við því verkefni frá ríkinu að útvega fjölda vistmanna Klepps heimili víðs vegar í borginni.Ætli það verði átakalaust? Nútíma samfélag vinnur á þennan hátt gegn aðgreiningu. Við höfum skólastefnu sem kennd er við skóla án aðgreiningar. Það þýðir t.d að börn með þroskafrávik geta í dag gengið í venjulegan skóla. Hreyfihamlaðir, sjónskertir, og heyrnarskertir hafa fengið aukin tækifæri til að taka þátt í samfélaginu. Er ekki komið að því að við brjótum síðasta vígið og tökum á móti fíkniefnaneytendum?Af hverju miðbærinnÞað er staðreynd að útigangsmenn sækja í miðbæi borga og það er líka staðreynd að nær allir heimilislausir Íslendingar halda til í miðborg Reykjavíkur. Fyrir því eru sennilega margar ástæður en líklega er mannfjöldi miðbæjarins aðalástæðan. Mannfjöldinn er grundvöllur bísans. Að staðsetja úrræði sem þetta of langt frá miðbænum bæri ekki tilætlaðan árangur. Þó að heimilislausir fíkniefnaneytendur væru færðir hinum megin á landið væru þeir allir komnir aftur í miðbæinn innan skamms. Heimilislausir fíkniefnaneytendur eru og verða í miðborginni. Það þurfa aðrir að vita sem velja að búa þar.Við þetta verða íbúar Þingholtanna varir. Á hverjum morgni ganga illa haldnir neytendur í gegnum hverfið til að fara á Landspítalann og fá þar lyf og aðra þjónustu til að halda daginn út. Gestir Gistiskýlisins í Þingholtstræti 25 fylla húsið á hverri nóttu. Alkohólistar búa í áfangahúsum á Barónsstíg, Snorrabraut, Miklubraut og víðar og svo eru það náttúrulega grenin.Greni eða heimiliEf við hugsum þetta bara út frá hagsmunum venjulegra íbúa í miðbænum þá er það alveg ljóst að málum er mun betur komið með lausnum á við umrætt heimili á Njálsgötunni og Gistiskýlið. Ef ekkert er að gert sitja menn upp með fjölgun grena eins á Hverfisgötunni og víðar í miðbænum. Þegar ég bjó á Njálsgötunni var eiturlyfjagreni í nálægu húsi. Þar gátu skollið á partí sem stóðu dögum saman með tilheyrandi hávaða og tryllingi.Þegar upp er staðið standa íbúar miðborgarinnar frammi fyrir tveim kostum. Í fyrsta lagi að ekkert verði gert og grenum fjölgi. Og í öðru lagi að hið opinbera gangi í málið og bjóði þessum einstaklingum upp á sómasamlegt heimili þar sem fagmenn eru til staðar allan sólahringinn. Starfsfólk sem mun leggja metnað sinn í að nágrannar verði ekki fyrir truflun hvað þá skaða af neinu tagi. Þannig heimilum þarf að fjölga og það má ekki gleyma konunum sem margar þurfa á sömu aðstoð að halda. Ég er sannfærður um það að heimilið á Njálsgötu 74 verður eitt friðsamasta húsið í hverfinu og mundi glaður bjóða slíka nágranna velkomna. Þarna verða aldrei partí og ef eithvað kæmi upp á gæti ég snúið mér til ábyrgra aðila um úrlausna mála.Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi VG og á sæti í Velferðarráði.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun