Banki eða mjaltavél? 14. júní 2007 06:15 Fólkið í landinu vantreystir Alþingi og dómskerfinu. Það er ekki nýtt. Gallup hefur kannað traust almennings til nokkurra stofnana reglulega frá 1993, nú síðast í febrúar 2007. Alþingi nýtur minnsts trausts. Einungis 29 prósent svarenda sögðust bera traust til þingsins, og 31 prósent sagðist treysta dómskerfinu. Um þetta segir Gallup sjálfur á vef sínum: „Athygli vekur hve traust til Alþingis og dómskerfis virðist fylgjast að í mælingum undanfarinna ára." Það vekur einnig eftirtekt, að þingmenn og lögfræðingar skuli una svo hörðum dómi almennings í hálfan annan áratug samfleytt án þess að taka sér sýnilegt tak. Skýringar á fylgninni er ekki langt að leita. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa stýrt dómsmálaráðuneytinu á víxl í 72 ár síðan 1927 og hafa í reyndinni farið með dómskerfið eins og hjáleigu, meðal annars með því að troða mörgum óhæfum mönnum úr eigin röðum í löggæzlu- og dómarastörf, jafnvel í Hæstarétti. Vanvirðingin gagnvart dómskerfinu hefur tekið á sig ýmsar myndir. Fyrir fáeinum árum réðst forsætisráðherra með offorsi að Hæstarétti, þegar rétturinn taldi synjun sjávarútvegsráðuneytisins á umsókn Valdimars Jóhannessonar framkvæmdastjóra um leyfi til fiskveiða brjóta gegn jafnræðisákvæðum stjórnarskrárinnar. Þá gerðist tvennt. Fyrst sendu 105 af 150 prófessorum Háskóla Íslands frá sér yfirlýsingu til varnar sjálfstæði Hæstaréttar, en enginn lagaprófessor í Háskólanum sá sér fært að skrifa undir yfirlýsinguna. Hæstiréttur kvittaði síðan fyrir framtak okkar prófessoranna með því að snúa dómi sínum við í öðru skyldu dómsmáli og sá þá ekkert athugavert við ókeypis afhendingu verðmætra aflaheimilda til fáeinna útvalinna.Að þegja samanGallup spyr fólkið um landið ekki álits á Seðlabankanum og bankakerfinu, þótt spurt sé um Háskólann (85 prósent treysta honum) og heilbrigðiskerfið (70 prósent). Seðlabankinn hefur hvað eftir annað gefið tilefni til slíkra spurninga. Þar situr nú fyrir Framsóknarflokkinn í bankaráði maður, sem Sverrir Hermannsson, fyrrverandi ráðherra og landsbankastjóri Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst sem bankaræningja (Morgunblaðið, 14. október 2006) og tilvonandi tukthúslimi (Morgunblaðið, 4. október 2006). Þess verður ekki vart, að lögreglan eða ríkissaksóknari hafi talið vert að athuga sannleiksgildi svo alvarlegra ásakana landsbankastjórans fyrrverandi á hendur seðlabankaráðsmanninum og öðrum, sem situr enn fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bankaráði Landsbankans. Fyrr nefndi bankaráðsmaðurinn beitti sér á dögunum fyrir hækkun launa seðlabankastjórans upp fyrir laun forseta Íslands. Síðar nefndi ráðsmaðurinn hefur vitnað um það á prenti, hversu gott honum fannst að þegja með vini sínum, seðlabankastjóranum - og þá væntanlega einkum og sér í lagi að þegja með honum um fjármál viðskiptavina Landsbankans. Að lesa á mælanaSeðlabankinn er og hefur lengi verið mjaltavél handa stjórnmálastéttinni. Að vísu eru ekki mikil brögð að því, að óhæfu fólki sé troðið inn í bankann, enda er starfsliðið þar prýðilegt á heildina litið. Misnotkunin hefur beinzt að yfirstjórninni. Stjórnmálamenn hafa haldið áfram að troða sjálfum sér og hverjir öðrum í bankastjórastöður, og tók steininn úr, þegar Davíð Oddsson fyrrum forsætisráðherra settist sjálfur inn í bankann, þegar hann hafði fengið sig fullsaddan af pólitík og gagnkvæmt. Það hlýtur að vera dýrasta hvíldarinnlögn Íslandssögunnar eins og búið hefur verið að launakjörum hans í bak og fyrir, þótt hann kunni fæst af því, sem seðlabankastjórum er nauðsynlegt að kunna í öðrum löndum. Hann gerðist meira að segja ritstjóri Fjármálatíðinda, elzta og helzta tímarits hagfræðinga á Íslandi, og birti þar meðal annars efnis tæknilega ritgerð um „þvinguð splæsiföll". Einhver kynni að halda, að „þvinguð splæsiföll" hljóti að lýsa atbeina bankaráðsins við bankastjórann, svo mjög sem bankaráðið hefur splæst á hann gegn betri vitund og velsæmi. Fjármálatíðindi fóru sömu leið og Þjóðhagsstofnun; þau voru lögð niður. Bankaráð Seðlabankans hefur aldrei breytt neinu nema launum bankastjóranna, ævinlega til hækkunar, og fyrir það þiggja flokksgæðingarnir þar á annað hundrað þúsund krónur á mánuði hver um sig, þar á meðal einn, sem hefur fengið dóma bæði fyrir meiðyrði og ritstuld. Og hagstjórnin? Hvernig er hún? Hún er þannig, að Lehman Brothers, eitt elzta og helzta fjármálafyrirtæki heimsins, spáir því í glænýrri skýrslu, að nær helmingslíkur séu á fjármálakreppu á Íslandi næstu misseri, enda eru flestir mælar rauðglóandi. En bankastjórinn er ólæs á mælana, og enginn þorir að segja honum til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Fólkið í landinu vantreystir Alþingi og dómskerfinu. Það er ekki nýtt. Gallup hefur kannað traust almennings til nokkurra stofnana reglulega frá 1993, nú síðast í febrúar 2007. Alþingi nýtur minnsts trausts. Einungis 29 prósent svarenda sögðust bera traust til þingsins, og 31 prósent sagðist treysta dómskerfinu. Um þetta segir Gallup sjálfur á vef sínum: „Athygli vekur hve traust til Alþingis og dómskerfis virðist fylgjast að í mælingum undanfarinna ára." Það vekur einnig eftirtekt, að þingmenn og lögfræðingar skuli una svo hörðum dómi almennings í hálfan annan áratug samfleytt án þess að taka sér sýnilegt tak. Skýringar á fylgninni er ekki langt að leita. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa stýrt dómsmálaráðuneytinu á víxl í 72 ár síðan 1927 og hafa í reyndinni farið með dómskerfið eins og hjáleigu, meðal annars með því að troða mörgum óhæfum mönnum úr eigin röðum í löggæzlu- og dómarastörf, jafnvel í Hæstarétti. Vanvirðingin gagnvart dómskerfinu hefur tekið á sig ýmsar myndir. Fyrir fáeinum árum réðst forsætisráðherra með offorsi að Hæstarétti, þegar rétturinn taldi synjun sjávarútvegsráðuneytisins á umsókn Valdimars Jóhannessonar framkvæmdastjóra um leyfi til fiskveiða brjóta gegn jafnræðisákvæðum stjórnarskrárinnar. Þá gerðist tvennt. Fyrst sendu 105 af 150 prófessorum Háskóla Íslands frá sér yfirlýsingu til varnar sjálfstæði Hæstaréttar, en enginn lagaprófessor í Háskólanum sá sér fært að skrifa undir yfirlýsinguna. Hæstiréttur kvittaði síðan fyrir framtak okkar prófessoranna með því að snúa dómi sínum við í öðru skyldu dómsmáli og sá þá ekkert athugavert við ókeypis afhendingu verðmætra aflaheimilda til fáeinna útvalinna.Að þegja samanGallup spyr fólkið um landið ekki álits á Seðlabankanum og bankakerfinu, þótt spurt sé um Háskólann (85 prósent treysta honum) og heilbrigðiskerfið (70 prósent). Seðlabankinn hefur hvað eftir annað gefið tilefni til slíkra spurninga. Þar situr nú fyrir Framsóknarflokkinn í bankaráði maður, sem Sverrir Hermannsson, fyrrverandi ráðherra og landsbankastjóri Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst sem bankaræningja (Morgunblaðið, 14. október 2006) og tilvonandi tukthúslimi (Morgunblaðið, 4. október 2006). Þess verður ekki vart, að lögreglan eða ríkissaksóknari hafi talið vert að athuga sannleiksgildi svo alvarlegra ásakana landsbankastjórans fyrrverandi á hendur seðlabankaráðsmanninum og öðrum, sem situr enn fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bankaráði Landsbankans. Fyrr nefndi bankaráðsmaðurinn beitti sér á dögunum fyrir hækkun launa seðlabankastjórans upp fyrir laun forseta Íslands. Síðar nefndi ráðsmaðurinn hefur vitnað um það á prenti, hversu gott honum fannst að þegja með vini sínum, seðlabankastjóranum - og þá væntanlega einkum og sér í lagi að þegja með honum um fjármál viðskiptavina Landsbankans. Að lesa á mælanaSeðlabankinn er og hefur lengi verið mjaltavél handa stjórnmálastéttinni. Að vísu eru ekki mikil brögð að því, að óhæfu fólki sé troðið inn í bankann, enda er starfsliðið þar prýðilegt á heildina litið. Misnotkunin hefur beinzt að yfirstjórninni. Stjórnmálamenn hafa haldið áfram að troða sjálfum sér og hverjir öðrum í bankastjórastöður, og tók steininn úr, þegar Davíð Oddsson fyrrum forsætisráðherra settist sjálfur inn í bankann, þegar hann hafði fengið sig fullsaddan af pólitík og gagnkvæmt. Það hlýtur að vera dýrasta hvíldarinnlögn Íslandssögunnar eins og búið hefur verið að launakjörum hans í bak og fyrir, þótt hann kunni fæst af því, sem seðlabankastjórum er nauðsynlegt að kunna í öðrum löndum. Hann gerðist meira að segja ritstjóri Fjármálatíðinda, elzta og helzta tímarits hagfræðinga á Íslandi, og birti þar meðal annars efnis tæknilega ritgerð um „þvinguð splæsiföll". Einhver kynni að halda, að „þvinguð splæsiföll" hljóti að lýsa atbeina bankaráðsins við bankastjórann, svo mjög sem bankaráðið hefur splæst á hann gegn betri vitund og velsæmi. Fjármálatíðindi fóru sömu leið og Þjóðhagsstofnun; þau voru lögð niður. Bankaráð Seðlabankans hefur aldrei breytt neinu nema launum bankastjóranna, ævinlega til hækkunar, og fyrir það þiggja flokksgæðingarnir þar á annað hundrað þúsund krónur á mánuði hver um sig, þar á meðal einn, sem hefur fengið dóma bæði fyrir meiðyrði og ritstuld. Og hagstjórnin? Hvernig er hún? Hún er þannig, að Lehman Brothers, eitt elzta og helzta fjármálafyrirtæki heimsins, spáir því í glænýrri skýrslu, að nær helmingslíkur séu á fjármálakreppu á Íslandi næstu misseri, enda eru flestir mælar rauðglóandi. En bankastjórinn er ólæs á mælana, og enginn þorir að segja honum til.
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun