Hvað eiga bílaumboðið Hekla og Hekluskógar sameiginlegt? 4. ágúst 2007 07:30 Staðfestur hefur verið merkilegur samstarfssamningur landbúnaðarráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins. Markmið þessa merkilega verkefnis er að nýta birkiskóga til að verjast náttúruhamförum, bæta landgæði og binda kolefni. Lögheimili þessa verkefnis er í Gunnarsholti. Það er vel við hæfi þar sem Landgræðslan er elsta stofnun sinnar tegundar í heiminum og þar hefur, eins og hjá Skógrækt ríkisins, verið lyft Grettistaki í landgræðslu og skógrækt. Í Gunnarsholti er afar fjölbreytt starfsemi, þar sem fara saman vísindalegar rannsóknir sem og afar sýnileg og áþreifanleg verkefni og er árangurinn ótrúlegur á þeim eitt hundrað árum sem stofnunin hefur starfað. Hekluskógaverkefnið er sjálfstætt verkefni með sjálfstæðan fjárhag og stjórn. Hekluskógaverkefnið er stærsta verkefni sinnar tegundar í Evrópu. Verkefnið er því mjög metnaðarfullt og þar er m.a. verið að endurheimta hina fornu Hekluskóga. Stjórnvöld hafa heitið 500 milljónum króna til verkefnisins með jöfnum framlögum til ársins 2016. Einnig er gert ráð fyrir því að fyrirtæki og einstaklingar geti tekið þátt í þessu frábæra verkefni. Bifreiðaumboðið Hekla og Hekluskógar hafa undirritað samstarfssamning þar sem Hekluskógar selja Heklu kolefniskvóta sem nemur þeirri CO2 mengun sem allir nýir Volkswagen-bílar sem Hekla hf. selur frá 17. maí sl. og á meðan samningurinn er í gildi. Í framhaldi af þessu samkomulagi geta kaupendur Volkswagen-bifreiða haldið áfram að kolefnisjafna með litlu framlagi til Hekluskóga. Hér er um nýtt og spennandi nýmæli að ræða þar sem fyrirtæki og einstaklingar geta beint og óbeint beitt sér í umhverfismálum. Starfsmenn bifreiðaumboðsins hafa þegar tekið til hendinni og gróðursett fjölda plantna í verkefninu. Umhverfismál eru og verða í brennidepli í umræðu manna í millum. Það er bæði gott og eðlilegt. Allt of margir sitja á kaffihúsum og ræða spekingslega um umhverfismál í manngerðu umhverfi höfuðborgarinnar. Þeir taka hins vegar aldrei til hendinni með beinni þátttöku í umhverfismálum. Hér opnast nýjar víddir varðandi þátttöku almennings og nýir útivistarmöguleikar, verkefnið kemur til með að auka og auðga dýralíf og gróður og endurheimtir læki og tjarnir upp við Heklu. Kolviðarverkefnið og Hekluskógsverkefnið eru náskyld og stefnt er að auknu samstarfi þessara merkilegu verkefna landi og þjóð til sóma. Höfundur er formaður Hekluskógaverkefnisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Staðfestur hefur verið merkilegur samstarfssamningur landbúnaðarráðuneytis, fjármálaráðuneytis, Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins. Markmið þessa merkilega verkefnis er að nýta birkiskóga til að verjast náttúruhamförum, bæta landgæði og binda kolefni. Lögheimili þessa verkefnis er í Gunnarsholti. Það er vel við hæfi þar sem Landgræðslan er elsta stofnun sinnar tegundar í heiminum og þar hefur, eins og hjá Skógrækt ríkisins, verið lyft Grettistaki í landgræðslu og skógrækt. Í Gunnarsholti er afar fjölbreytt starfsemi, þar sem fara saman vísindalegar rannsóknir sem og afar sýnileg og áþreifanleg verkefni og er árangurinn ótrúlegur á þeim eitt hundrað árum sem stofnunin hefur starfað. Hekluskógaverkefnið er sjálfstætt verkefni með sjálfstæðan fjárhag og stjórn. Hekluskógaverkefnið er stærsta verkefni sinnar tegundar í Evrópu. Verkefnið er því mjög metnaðarfullt og þar er m.a. verið að endurheimta hina fornu Hekluskóga. Stjórnvöld hafa heitið 500 milljónum króna til verkefnisins með jöfnum framlögum til ársins 2016. Einnig er gert ráð fyrir því að fyrirtæki og einstaklingar geti tekið þátt í þessu frábæra verkefni. Bifreiðaumboðið Hekla og Hekluskógar hafa undirritað samstarfssamning þar sem Hekluskógar selja Heklu kolefniskvóta sem nemur þeirri CO2 mengun sem allir nýir Volkswagen-bílar sem Hekla hf. selur frá 17. maí sl. og á meðan samningurinn er í gildi. Í framhaldi af þessu samkomulagi geta kaupendur Volkswagen-bifreiða haldið áfram að kolefnisjafna með litlu framlagi til Hekluskóga. Hér er um nýtt og spennandi nýmæli að ræða þar sem fyrirtæki og einstaklingar geta beint og óbeint beitt sér í umhverfismálum. Starfsmenn bifreiðaumboðsins hafa þegar tekið til hendinni og gróðursett fjölda plantna í verkefninu. Umhverfismál eru og verða í brennidepli í umræðu manna í millum. Það er bæði gott og eðlilegt. Allt of margir sitja á kaffihúsum og ræða spekingslega um umhverfismál í manngerðu umhverfi höfuðborgarinnar. Þeir taka hins vegar aldrei til hendinni með beinni þátttöku í umhverfismálum. Hér opnast nýjar víddir varðandi þátttöku almennings og nýir útivistarmöguleikar, verkefnið kemur til með að auka og auðga dýralíf og gróður og endurheimtir læki og tjarnir upp við Heklu. Kolviðarverkefnið og Hekluskógsverkefnið eru náskyld og stefnt er að auknu samstarfi þessara merkilegu verkefna landi og þjóð til sóma. Höfundur er formaður Hekluskógaverkefnisins.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar