Kröfur umfram innistæður 23. maí 2007 03:45 Í haust stóð Félag viðskipta- og hagfræðinga fyrir könnun meðal allra háskólanema sem stefndu að útskrift í greinunum úr íslenskum háskólum innan árs. Niðurstöður könnunarinnar voru sláandi fyrir þær sakir að nánast annar hver nemandi vildi vinna fyrir bankana. Langflestir þeirra litu á Kaupþing sem fyrsta kost. Greinilegt er að útskriftarnemendur álykta sem svo að þar séu hæstu launin, bestu tækifærin og mest spennandi að vera. Upp til hópa voru nemendur bjartsýnir á framann sem fyrir þeim lá. Nú hefur félagið látið vinna nokkurs konar speglun á könnunina sem gerð var í haust með því að skoða hvaða væntingar stjórnendur hafa til nýútskrifaðra hagfræðinga og viðskiptafræðinga og hvernig þeir standa undir þeim. Stjórnendurnir voru meðal annars beðnir um að nefna í hverju nemendur stæðu sig sérstaklega vel, í hverju þeir mættu bæta sig og hvaða laun þeir hugsuðu sér að greiða þeim. Viðhorf stjórnenda eru að mörgu leyti samræmanleg væntingum nemenda úr eldri könnuninni. Langflestir þeirra töldu eðlilegt að bjóða nýútskrifuðum sérfræðingum með BSc-gráðu laun á bilinu 300 til 350 þúsund krónur. Launavæntingar útskriftarnemenda voru að meðaltali 350 þúsund krónur en að miðgildi 300 þúsund krónur. Stjórnendur eru almennt jákvæðir í garð viðskipta- og hagfræðimenntunarinnar og telja hana skipta miklu máli fyrir ráðninguna. Tíu prósent aðspurðra töldu þó þá tilteknu menntun engu eða mjög litlu máli skipta. 64 prósent stjórnenda sögðu nýútskrifaða viðskiptafræðinga og hagfræðinga reynast jafn vel og áður. 23 prósent þeirra sögðu þá þó reynast nokkuð eða miklu verr. Einungis 14 prósent töldu þá reynast betur. Langflestir þeirra stjórnenda sem leita eftir viðskiptafræðingi þurfa útskriftarnema af sviði fjármála eða reikningshalds, eða um 56 prósent. Svör stjórnenda gefa til kynna að nýútskrifaðir hagfræðingar og viðskiptafræðingar eru oftar en ekki heldur góðir með sig. Þeir gera miklar kröfur til vinnuveitenda sinna um leið og þeir koma úr námi. Algengt er að krafan sé að fá síma, tölvu, afnot af bíl eða aðra bónusa. Oft þykir stjórnendum fulllítil innistæða fyrir kröfunum. Stjórnendurnir virðast nokkuð sáttir við gæði menntunar sérfræðinganna nýútskrifuðu. Flestir kunni það sem stendur í námsbókunum og geti nokkuð vel notað þekkinguna. Hins vegar telja þeir að þá skorti á stundum sjálfstraust, þjálfun til að koma fram og að eiga í samskiptum við annað fólk. Þá sé áberandi að nýútskrifaðir sérfræðingar hafi léleg tök á íslensku og geti illa komið frá sér texta. Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Í haust stóð Félag viðskipta- og hagfræðinga fyrir könnun meðal allra háskólanema sem stefndu að útskrift í greinunum úr íslenskum háskólum innan árs. Niðurstöður könnunarinnar voru sláandi fyrir þær sakir að nánast annar hver nemandi vildi vinna fyrir bankana. Langflestir þeirra litu á Kaupþing sem fyrsta kost. Greinilegt er að útskriftarnemendur álykta sem svo að þar séu hæstu launin, bestu tækifærin og mest spennandi að vera. Upp til hópa voru nemendur bjartsýnir á framann sem fyrir þeim lá. Nú hefur félagið látið vinna nokkurs konar speglun á könnunina sem gerð var í haust með því að skoða hvaða væntingar stjórnendur hafa til nýútskrifaðra hagfræðinga og viðskiptafræðinga og hvernig þeir standa undir þeim. Stjórnendurnir voru meðal annars beðnir um að nefna í hverju nemendur stæðu sig sérstaklega vel, í hverju þeir mættu bæta sig og hvaða laun þeir hugsuðu sér að greiða þeim. Viðhorf stjórnenda eru að mörgu leyti samræmanleg væntingum nemenda úr eldri könnuninni. Langflestir þeirra töldu eðlilegt að bjóða nýútskrifuðum sérfræðingum með BSc-gráðu laun á bilinu 300 til 350 þúsund krónur. Launavæntingar útskriftarnemenda voru að meðaltali 350 þúsund krónur en að miðgildi 300 þúsund krónur. Stjórnendur eru almennt jákvæðir í garð viðskipta- og hagfræðimenntunarinnar og telja hana skipta miklu máli fyrir ráðninguna. Tíu prósent aðspurðra töldu þó þá tilteknu menntun engu eða mjög litlu máli skipta. 64 prósent stjórnenda sögðu nýútskrifaða viðskiptafræðinga og hagfræðinga reynast jafn vel og áður. 23 prósent þeirra sögðu þá þó reynast nokkuð eða miklu verr. Einungis 14 prósent töldu þá reynast betur. Langflestir þeirra stjórnenda sem leita eftir viðskiptafræðingi þurfa útskriftarnema af sviði fjármála eða reikningshalds, eða um 56 prósent. Svör stjórnenda gefa til kynna að nýútskrifaðir hagfræðingar og viðskiptafræðingar eru oftar en ekki heldur góðir með sig. Þeir gera miklar kröfur til vinnuveitenda sinna um leið og þeir koma úr námi. Algengt er að krafan sé að fá síma, tölvu, afnot af bíl eða aðra bónusa. Oft þykir stjórnendum fulllítil innistæða fyrir kröfunum. Stjórnendurnir virðast nokkuð sáttir við gæði menntunar sérfræðinganna nýútskrifuðu. Flestir kunni það sem stendur í námsbókunum og geti nokkuð vel notað þekkinguna. Hins vegar telja þeir að þá skorti á stundum sjálfstraust, þjálfun til að koma fram og að eiga í samskiptum við annað fólk. Þá sé áberandi að nýútskrifaðir sérfræðingar hafi léleg tök á íslensku og geti illa komið frá sér texta.
Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira