Icelandair færir sig til Austur-Evrópu 12. maí 2007 06:00 Sigþór Einarsson og Jón Karl Ólafsson kynna fyrirhuguð kaup Travel Service og Smart Wings veita Icelandair fótfestu í Austur-Evrópu. MYND/GVA Velta Icelandair eykst um þrjátíu prósent á þessu ári ef kaup á Travel Service og Smart Wings ganga eftir. Ef kaup Icelandair Group á Travel Service, stærsta einkarekna flugfélagi Tékklands, ganga eftir verður félagið þátttakandi í þeim mikla vexti sem áfram er fyrirsjáanlegur á leiguflugs- og lággjaldamarkaði í Austur-Evrópu. „Við teljum okkur með þessu vera að skapa okkur mjög sterka stöðu í framþróun hans,“ segir Sigþór Einarsson, framkvæmdastjóri þróunar- og stefnumótunar Icelandair Group. Travel Service er leiguflugfélag og rekur auk þess lággjaldaflugfélagið Smart Wings. Það er langstærst á sínu sviði í leigu- og áætlunarflugi í Tékklandi og teygir einnig anga sína inn í Ungverjaland. Félagið flýgur með 1,8 milljón farþega á ári til 230 áfangastaða. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group, segir að áætluð velta félagsins verði um 72 milljarðar á þessu ári, sem er þrjátíu prósenta auking frá því í fyrra, og verði komin í 80 milljarða á ársgrundvelli þegar Travel Service, verður að fullu í eigu þess. „Þannig að þetta er verulega mikil viðbót við okkar rekstur,“ segir Jón Karl. Fyrirhuguð kaup eru í samræmi við stefnu Icelandair að vaxa hratt á leiguflugsmarkaði um allan heim og mun efla rekstur fyrirtækisins. Icelandair kaupir helmingshlut í tékkneska félaginu í júní að lokinni áreiðanleikakönnun og eftirstöðvar á næsta ári. Jón Karl telur ekki ólíklegt að þessi svæði bætist við leiðakerfi Icelandair á komandi árum og þannig nýti menn öflugt markaðs- og sölukerfi Icelandair báðum fyrirtækjunum til hagsbóta. Kaupverð er trúnaðarmál en Jón Karl segir það vera hagstætt. Kaupin eru fjármögnuð með eigin fé og að hluta til með lánsfé. Stjórnendur Icelandair sjá samlegðaráhrif á nokkrum sviðum, einkum í því leiguflugi sem er verið að stunda í samstæðunni sem og í þjónustuleigu sem félagið rekur á vegum Loftleiða og Latcharter í Lettlandi. Travel Service er með í pöntun tvær verðmætar Boeing 737-900 og Boeing 787 Dreamliner þotu sem er sama tegund og Icelandair er með í pöntun. Þá er tékkneska fyrirtækið að hasla sér völl í einkaþoturekstri þar sem spennandi tækifæri felast að mati stjórnenda Icelandair. Sigþór segir að hugmyndin sé sú að vörumerkið Travel Service víkji fyrir öflugra vörumerki Smart Wings. Þetta er hefðbundið lággjaldaflugfélag sem flýgur víða um Austur- og Suður-Evrópu og byggjast viðskipti félagsins á þjónustu við sömu ferþjónustuaðila og Travel Servie. Staða þess er sterk að mati forsvarsmanna Icelandair og telja þeir að það verði leiðandi lággjaldaflugfélag á þessu svæði. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Velta Icelandair eykst um þrjátíu prósent á þessu ári ef kaup á Travel Service og Smart Wings ganga eftir. Ef kaup Icelandair Group á Travel Service, stærsta einkarekna flugfélagi Tékklands, ganga eftir verður félagið þátttakandi í þeim mikla vexti sem áfram er fyrirsjáanlegur á leiguflugs- og lággjaldamarkaði í Austur-Evrópu. „Við teljum okkur með þessu vera að skapa okkur mjög sterka stöðu í framþróun hans,“ segir Sigþór Einarsson, framkvæmdastjóri þróunar- og stefnumótunar Icelandair Group. Travel Service er leiguflugfélag og rekur auk þess lággjaldaflugfélagið Smart Wings. Það er langstærst á sínu sviði í leigu- og áætlunarflugi í Tékklandi og teygir einnig anga sína inn í Ungverjaland. Félagið flýgur með 1,8 milljón farþega á ári til 230 áfangastaða. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group, segir að áætluð velta félagsins verði um 72 milljarðar á þessu ári, sem er þrjátíu prósenta auking frá því í fyrra, og verði komin í 80 milljarða á ársgrundvelli þegar Travel Service, verður að fullu í eigu þess. „Þannig að þetta er verulega mikil viðbót við okkar rekstur,“ segir Jón Karl. Fyrirhuguð kaup eru í samræmi við stefnu Icelandair að vaxa hratt á leiguflugsmarkaði um allan heim og mun efla rekstur fyrirtækisins. Icelandair kaupir helmingshlut í tékkneska félaginu í júní að lokinni áreiðanleikakönnun og eftirstöðvar á næsta ári. Jón Karl telur ekki ólíklegt að þessi svæði bætist við leiðakerfi Icelandair á komandi árum og þannig nýti menn öflugt markaðs- og sölukerfi Icelandair báðum fyrirtækjunum til hagsbóta. Kaupverð er trúnaðarmál en Jón Karl segir það vera hagstætt. Kaupin eru fjármögnuð með eigin fé og að hluta til með lánsfé. Stjórnendur Icelandair sjá samlegðaráhrif á nokkrum sviðum, einkum í því leiguflugi sem er verið að stunda í samstæðunni sem og í þjónustuleigu sem félagið rekur á vegum Loftleiða og Latcharter í Lettlandi. Travel Service er með í pöntun tvær verðmætar Boeing 737-900 og Boeing 787 Dreamliner þotu sem er sama tegund og Icelandair er með í pöntun. Þá er tékkneska fyrirtækið að hasla sér völl í einkaþoturekstri þar sem spennandi tækifæri felast að mati stjórnenda Icelandair. Sigþór segir að hugmyndin sé sú að vörumerkið Travel Service víkji fyrir öflugra vörumerki Smart Wings. Þetta er hefðbundið lággjaldaflugfélag sem flýgur víða um Austur- og Suður-Evrópu og byggjast viðskipti félagsins á þjónustu við sömu ferþjónustuaðila og Travel Servie. Staða þess er sterk að mati forsvarsmanna Icelandair og telja þeir að það verði leiðandi lággjaldaflugfélag á þessu svæði.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent