Viðskipti erlent

Hækkandi olíuverð veldur lækkun á bandarískum mörkuðum

MYND/AFP

Hlutabréf á mörkuðum í bandaríkjunum féllu í verði í dag eftir verulegar hækkanir síðastliðna tvo daga. Hækkandi olíuverð er talin vera helsta ástæða fyrir lækkuninni.

Alls lækkaði Dow Jones vísitalan um 0,35 prósent og Standard & Poor 500 um 0,67 prósent. Þá lækkaði Nasdaq um 0,46 prósent.

Í gær og fyrradag hækkuðu hlutabréf verulega á bandarískum mörkuðum í kjölfar ákvörðunar seðlabanka Bandaríkjanna að lækka stýrivexti um 0,5 prósent. Olíuverð á heimsmörkuðum hefur farið hækkandi að undanförnu og í dag fór verð á olíutunnu yfir 84 bandaríkjadali. Óttast fjárfestar að hækkandi olíuverð eigi eftir að ýta undir verðbólgu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×