Ísland og listi hinna staðföstu Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar 20. september 2007 00:01 Á miðvikudag í síðustu viku mátti lesa forsíðufrétt í Fréttablaðinu þar sem utanríkisráðherra kom því á framfæri að Íslendingar væru ekki lengur á lista hinna vígfúsu þjóða. Átti fréttin væntanlega að vitna um stefnubreytingu nýrrar ríkisstjórnar og því hefði nafn Íslands verið fjarlægt. Tveimur dögum síðar kom önnur frétt í Fréttablaðinu þess efnis að Ísland væri enn á listanum. Hvað útskýrir þessar mísvísandi fréttir? Frá því að stjórnvöld studdu innrásina í Írak árið 2003 einkenndi það forvera Ingibjargar á ráðherrastóli að veita misvísandi upplýsingar um málið og samskipti stjórnvalda við Bandaríkjastjórn. Halldór Ásgrímsson varð til að mynda margsaga þegar hann lýsti ástæðum þess, og með hvaða hætti, Ísland studdi stríðið. Skrítið er ef Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætlar að feta í þessi fótspor með því að koma með tilhæfulausar yfirlýsingar, enda á hún ekki aðild að upphafi málsins. Utanríkisráðherra þarf að gera grein fyrir því af hverju hermt var eftir henni að Ísland væri ekki lengur á listanum þegar svo reynist enn vera. Hverjar voru hennar heimildir? Því er skilaboðum, sem svo reynast röng, sérstaklega komið á framfæri við fjölmiðla? Eða telur utanríkisráðherra þörf á að leiðrétta frétt Fréttablaðsins um að Ísland sé enn á listanum? Ef ekki er ljóst að fréttin stendur og ekkert hefur orðið af lofaðri stefnubreytingu nýrrar ríkisstjórnar. Ekki er einungis bryddað á þessum spurningum vegna umrædds lista. Það er einnig spurt sökum þess að allt stefnir í enn einn hernaðarleiðangur Bandaríkjastjórnar í Mið-Austurlöndum. Ágætt væri því að hafa á hreinu að nýr utanríkisráðherra fylgi ekki ósiðum gamalla herra og veiti rangar upplýsingar um samskipti íslenskra stjórnvalda við Bandaríkjastjórn eða aðra um slík mál. Og einnig hvort samstaða sé innan ríkisstjórnarinnar um að yfirlýsingar utanríkisráðherra gildi í þessum efnum.Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Á miðvikudag í síðustu viku mátti lesa forsíðufrétt í Fréttablaðinu þar sem utanríkisráðherra kom því á framfæri að Íslendingar væru ekki lengur á lista hinna vígfúsu þjóða. Átti fréttin væntanlega að vitna um stefnubreytingu nýrrar ríkisstjórnar og því hefði nafn Íslands verið fjarlægt. Tveimur dögum síðar kom önnur frétt í Fréttablaðinu þess efnis að Ísland væri enn á listanum. Hvað útskýrir þessar mísvísandi fréttir? Frá því að stjórnvöld studdu innrásina í Írak árið 2003 einkenndi það forvera Ingibjargar á ráðherrastóli að veita misvísandi upplýsingar um málið og samskipti stjórnvalda við Bandaríkjastjórn. Halldór Ásgrímsson varð til að mynda margsaga þegar hann lýsti ástæðum þess, og með hvaða hætti, Ísland studdi stríðið. Skrítið er ef Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ætlar að feta í þessi fótspor með því að koma með tilhæfulausar yfirlýsingar, enda á hún ekki aðild að upphafi málsins. Utanríkisráðherra þarf að gera grein fyrir því af hverju hermt var eftir henni að Ísland væri ekki lengur á listanum þegar svo reynist enn vera. Hverjar voru hennar heimildir? Því er skilaboðum, sem svo reynast röng, sérstaklega komið á framfæri við fjölmiðla? Eða telur utanríkisráðherra þörf á að leiðrétta frétt Fréttablaðsins um að Ísland sé enn á listanum? Ef ekki er ljóst að fréttin stendur og ekkert hefur orðið af lofaðri stefnubreytingu nýrrar ríkisstjórnar. Ekki er einungis bryddað á þessum spurningum vegna umrædds lista. Það er einnig spurt sökum þess að allt stefnir í enn einn hernaðarleiðangur Bandaríkjastjórnar í Mið-Austurlöndum. Ágætt væri því að hafa á hreinu að nýr utanríkisráðherra fylgi ekki ósiðum gamalla herra og veiti rangar upplýsingar um samskipti íslenskra stjórnvalda við Bandaríkjastjórn eða aðra um slík mál. Og einnig hvort samstaða sé innan ríkisstjórnarinnar um að yfirlýsingar utanríkisráðherra gildi í þessum efnum.Höfundur er heimspekingur.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar