Fordómar frá sálfræðilegu sjónarmiði 4. maí 2007 06:00 Fordómar er hugtak sem er neikvætt í eðli sínu. Enginn fæðist með fordóma í garð eins eða neins. Um er að ræða áunnið fyrirbæri. Áhrifabreytur eru ýmsir umhverfis- og uppeldisþættir og persónueinkenni. Fordómar eru eins og orðið gefur til kynna „fyrirfram gerðir dómar“. Fordómar geta beinst að nánast hverju sem er, oft ákveðnum minnihlutahópum, eða einhverju tilteknu þjóðfélagi, þjóðerni, kynþætti eða kyni svo fátt eitt sé nefnt. Önnur hugtök yfir fordóma eru staðalmyndir eða staðalímyndir. Stundum eru fordómar almennir, þ.e. stór hópur deilir þeim á meðan aðrir eru einstaklingsbundnir eða finnast meðal fárra. Fordómar eru einnig misskaðlegir, sumir rista grunnt, aðrir djúpt. Fordómar geta birst með ólíkum hætti t.d. túlkaðir í „gríni“, í atferli en án orða eða einfaldlega birst í heift og fyrirlitningu gagnvart því/þeim sem fordómarnir beinast að. Einnig er hægt að dulbúa fordóma t.d. með því að setja þá í umbúðir skreyttar kærleik eða öðrum fögrum boðskap. Fæstir vilja lýsa sér sem fordómafullum. Þó eru margir tilbúnir að opinbera fordóma sína í hópi vina. Því hefur verið haldið fram að ekki sé hægt að vera með öllu fordómalaus. Stundum er fordómum ruglað saman við viðhorf til aðila eða hópa sem hafa brotið gegn ríkjandi hefðum eða lögum landsins. Margir hafa t.d. neikvætt viðhorf í garð afbrotamanna án þess að vera tilbúnir að samþykkja að þeir séu haldnir fordómum í garð þeirra. Upphaf fordóma í huga einstaklingsins. Sagt er að fyrstu upplýsingarnar skipti höfuðmáli því á þeim byggjum við skynjun okkar, skoðanir og ályktanir. Séu fyrstu upplýsingar neikvæðar, er hætta á að viðhorf okkar litist og fordómar fæðist. Fordómar sem fest hafa rætur geta verið afar þrautseigir í hugum þeirra sem þá hafa. Það er ekki fyrr en margar nýjar gagnstæðar upplýsingar liggja fyrir sem við e.t.v. samþykkjum að endurskoða viðhorf okkar. En hvað rekur fólk til að vilja flokka aðra, fara í manngreinarálit, upphefja suma en setja aðra skör lægra? Ein kenning er sú að með því að flokka fólk eða hluti, einföldum við tilveru okkar. Flokkunin auðveldar okkur að finna þá sem við eigum eitt og annað sameiginlegt með s.s. þá sem hafa ámóta gildismat, hefðir, áhugamál og framtíðarsýn og við sjálf. Með því að líka vel við þá sem líkjast okkur, hljótum við að líka vel við sjálfa okkur? Rannsóknir á þessu sviði hafa sýnt fram á að fordómar finni sér frekar farveg hjá einstaklingum sem eru með lágt sjálfsmat, óöruggir með sjálfan sig, eru bitrir og vonsviknir. Andleg vanlíðan sem þessi leiðir gjarnan til þröngsýni, dómhörku og ósveigjanleika í hugsun. Þetta eru meðal helstu áhættueinkenna fordóma. Annað einkenni þeirra sem fylla hóp fordómafullra er ótti við fræðslu, höfnun nýrra upplýsinga og nýjunga. Margir eru sammála um að eitt helsta næringarefni fordóma sé fáfræði og þekkingarleysi. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fordómar er hugtak sem er neikvætt í eðli sínu. Enginn fæðist með fordóma í garð eins eða neins. Um er að ræða áunnið fyrirbæri. Áhrifabreytur eru ýmsir umhverfis- og uppeldisþættir og persónueinkenni. Fordómar eru eins og orðið gefur til kynna „fyrirfram gerðir dómar“. Fordómar geta beinst að nánast hverju sem er, oft ákveðnum minnihlutahópum, eða einhverju tilteknu þjóðfélagi, þjóðerni, kynþætti eða kyni svo fátt eitt sé nefnt. Önnur hugtök yfir fordóma eru staðalmyndir eða staðalímyndir. Stundum eru fordómar almennir, þ.e. stór hópur deilir þeim á meðan aðrir eru einstaklingsbundnir eða finnast meðal fárra. Fordómar eru einnig misskaðlegir, sumir rista grunnt, aðrir djúpt. Fordómar geta birst með ólíkum hætti t.d. túlkaðir í „gríni“, í atferli en án orða eða einfaldlega birst í heift og fyrirlitningu gagnvart því/þeim sem fordómarnir beinast að. Einnig er hægt að dulbúa fordóma t.d. með því að setja þá í umbúðir skreyttar kærleik eða öðrum fögrum boðskap. Fæstir vilja lýsa sér sem fordómafullum. Þó eru margir tilbúnir að opinbera fordóma sína í hópi vina. Því hefur verið haldið fram að ekki sé hægt að vera með öllu fordómalaus. Stundum er fordómum ruglað saman við viðhorf til aðila eða hópa sem hafa brotið gegn ríkjandi hefðum eða lögum landsins. Margir hafa t.d. neikvætt viðhorf í garð afbrotamanna án þess að vera tilbúnir að samþykkja að þeir séu haldnir fordómum í garð þeirra. Upphaf fordóma í huga einstaklingsins. Sagt er að fyrstu upplýsingarnar skipti höfuðmáli því á þeim byggjum við skynjun okkar, skoðanir og ályktanir. Séu fyrstu upplýsingar neikvæðar, er hætta á að viðhorf okkar litist og fordómar fæðist. Fordómar sem fest hafa rætur geta verið afar þrautseigir í hugum þeirra sem þá hafa. Það er ekki fyrr en margar nýjar gagnstæðar upplýsingar liggja fyrir sem við e.t.v. samþykkjum að endurskoða viðhorf okkar. En hvað rekur fólk til að vilja flokka aðra, fara í manngreinarálit, upphefja suma en setja aðra skör lægra? Ein kenning er sú að með því að flokka fólk eða hluti, einföldum við tilveru okkar. Flokkunin auðveldar okkur að finna þá sem við eigum eitt og annað sameiginlegt með s.s. þá sem hafa ámóta gildismat, hefðir, áhugamál og framtíðarsýn og við sjálf. Með því að líka vel við þá sem líkjast okkur, hljótum við að líka vel við sjálfa okkur? Rannsóknir á þessu sviði hafa sýnt fram á að fordómar finni sér frekar farveg hjá einstaklingum sem eru með lágt sjálfsmat, óöruggir með sjálfan sig, eru bitrir og vonsviknir. Andleg vanlíðan sem þessi leiðir gjarnan til þröngsýni, dómhörku og ósveigjanleika í hugsun. Þetta eru meðal helstu áhættueinkenna fordóma. Annað einkenni þeirra sem fylla hóp fordómafullra er ótti við fræðslu, höfnun nýrra upplýsinga og nýjunga. Margir eru sammála um að eitt helsta næringarefni fordóma sé fáfræði og þekkingarleysi. Höfundur er sálfræðingur.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun