Viðskipti erlent

Afkomuviðvörun í kjölfar Íslandssölu

Aker Seafoods hagnaðist um 434 milljónir á sölu Vesttinds til Íslands.
Aker Seafoods hagnaðist um 434 milljónir á sölu Vesttinds til Íslands.

Norska útgerðarfyrirtækið Aker Seafoods sendi frá sér jákvæða afkomuviðvörun til Kauphallarinnar í Osló eftir að félagið seldi frystitogarann Vesttind til Brims hf. fyrir tvo milljarða króna. Hagnaður af sölu togarans nam rúmum fjörutíu milljónum norskra króna sem gera um 434 milljónir króna.

Aker Seafoods, sem er að langstærstum hluta í eigu Kjells Inge Rökke, losar með þessu fjármuni upp á 1,1 milljarð króna eftir að kaup á nýju skipi hafa verið talin með. Þeir verða nýttir til nýrra viðskiptatækifæra.

Brim mun gera skipið út á bolfiskveiðar og jafnvel til rækjuveiða ef réttar rekstrar- og markaðsaðstæður skapast. Skipið, sem var smíðað árið 2003, verður afhent Brimi í júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×