Bankarnir á fleygiferð 14. apríl 2007 05:15 Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær er Kaupþing komið í hóp 800 stærstu fyrirtækja veraldar á lista Forbes og situr nánar tiltekið í 795. sæti. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki kemst á topp eitt þúsund og verður ekki annað séð en að Kaupþing hafi hækkað verulega á listanum miðað við gang bankans það sem af er þessu ári. Forbes horfir til þátta á borð við markaðsstærð, veltu, hagnað og heildareignir við mat á stærð fyrirtækjanna. Verðmæti Kaupþings hefur aukist um 150 milljarða á árinu og heildareignir hafa án nokkurs vafa hækkað frá áramótum samfara auknum umsvifum. Miðað við vöxt Landsbanks og Glitnis, sem sitja í sætum 1.151 og 1.170, þá má fastlega búast við að minnsta kosti þrjú íslensk fyrirtæki verði kominn í hóp hinna þúsund stærstu að ári.Enn kenndur við StrauminnÁ meðan hræringar í viðskiptalífinu vekja upp æsispenning í huga sumra geispa aðrir og fletta á næstu síðu. Ekkert skal þó fullyrt um hvort það var áhugaleysið eða bara seinheppnin sem elti blaðamann Húsa og híbýla í heimsókn til Þórðar Más Jóhannessonar og eiginkonu hans, Nönnu Bjargar Lúðvíksdóttur. Heimili þeirra Þórðar og Nönnu er glæsilegt og á vel heima á síðum nýjasta tölublaðs tímartisins.Þórður er hins vegar titlaður forstjóri Straums-Burðaráss á forsíðunni, en eins og kunnugt er stýrir hann nú margmilljarða fjárfestingarfélaginu Gnúp. Líkast til hefur hann lítinn áhuga á að leggja nafn sitt við fjárfestingarbankann. Þaðan var hann látinn fjúka síðasta sumar í tengslum við eitt dramatískasta mál sem skekið hefur íslenskt viðskiptalíf. Þar áttust við stórfjárfestarnir Magnús Kristinsson og Björgólfur Thor Björgólfsson. Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær er Kaupþing komið í hóp 800 stærstu fyrirtækja veraldar á lista Forbes og situr nánar tiltekið í 795. sæti. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki kemst á topp eitt þúsund og verður ekki annað séð en að Kaupþing hafi hækkað verulega á listanum miðað við gang bankans það sem af er þessu ári. Forbes horfir til þátta á borð við markaðsstærð, veltu, hagnað og heildareignir við mat á stærð fyrirtækjanna. Verðmæti Kaupþings hefur aukist um 150 milljarða á árinu og heildareignir hafa án nokkurs vafa hækkað frá áramótum samfara auknum umsvifum. Miðað við vöxt Landsbanks og Glitnis, sem sitja í sætum 1.151 og 1.170, þá má fastlega búast við að minnsta kosti þrjú íslensk fyrirtæki verði kominn í hóp hinna þúsund stærstu að ári.Enn kenndur við StrauminnÁ meðan hræringar í viðskiptalífinu vekja upp æsispenning í huga sumra geispa aðrir og fletta á næstu síðu. Ekkert skal þó fullyrt um hvort það var áhugaleysið eða bara seinheppnin sem elti blaðamann Húsa og híbýla í heimsókn til Þórðar Más Jóhannessonar og eiginkonu hans, Nönnu Bjargar Lúðvíksdóttur. Heimili þeirra Þórðar og Nönnu er glæsilegt og á vel heima á síðum nýjasta tölublaðs tímartisins.Þórður er hins vegar titlaður forstjóri Straums-Burðaráss á forsíðunni, en eins og kunnugt er stýrir hann nú margmilljarða fjárfestingarfélaginu Gnúp. Líkast til hefur hann lítinn áhuga á að leggja nafn sitt við fjárfestingarbankann. Þaðan var hann látinn fjúka síðasta sumar í tengslum við eitt dramatískasta mál sem skekið hefur íslenskt viðskiptalíf. Þar áttust við stórfjárfestarnir Magnús Kristinsson og Björgólfur Thor Björgólfsson.
Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira