Bankarnir á fleygiferð 14. apríl 2007 05:15 Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær er Kaupþing komið í hóp 800 stærstu fyrirtækja veraldar á lista Forbes og situr nánar tiltekið í 795. sæti. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki kemst á topp eitt þúsund og verður ekki annað séð en að Kaupþing hafi hækkað verulega á listanum miðað við gang bankans það sem af er þessu ári. Forbes horfir til þátta á borð við markaðsstærð, veltu, hagnað og heildareignir við mat á stærð fyrirtækjanna. Verðmæti Kaupþings hefur aukist um 150 milljarða á árinu og heildareignir hafa án nokkurs vafa hækkað frá áramótum samfara auknum umsvifum. Miðað við vöxt Landsbanks og Glitnis, sem sitja í sætum 1.151 og 1.170, þá má fastlega búast við að minnsta kosti þrjú íslensk fyrirtæki verði kominn í hóp hinna þúsund stærstu að ári.Enn kenndur við StrauminnÁ meðan hræringar í viðskiptalífinu vekja upp æsispenning í huga sumra geispa aðrir og fletta á næstu síðu. Ekkert skal þó fullyrt um hvort það var áhugaleysið eða bara seinheppnin sem elti blaðamann Húsa og híbýla í heimsókn til Þórðar Más Jóhannessonar og eiginkonu hans, Nönnu Bjargar Lúðvíksdóttur. Heimili þeirra Þórðar og Nönnu er glæsilegt og á vel heima á síðum nýjasta tölublaðs tímartisins.Þórður er hins vegar titlaður forstjóri Straums-Burðaráss á forsíðunni, en eins og kunnugt er stýrir hann nú margmilljarða fjárfestingarfélaginu Gnúp. Líkast til hefur hann lítinn áhuga á að leggja nafn sitt við fjárfestingarbankann. Þaðan var hann látinn fjúka síðasta sumar í tengslum við eitt dramatískasta mál sem skekið hefur íslenskt viðskiptalíf. Þar áttust við stórfjárfestarnir Magnús Kristinsson og Björgólfur Thor Björgólfsson. Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær er Kaupþing komið í hóp 800 stærstu fyrirtækja veraldar á lista Forbes og situr nánar tiltekið í 795. sæti. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskt fyrirtæki kemst á topp eitt þúsund og verður ekki annað séð en að Kaupþing hafi hækkað verulega á listanum miðað við gang bankans það sem af er þessu ári. Forbes horfir til þátta á borð við markaðsstærð, veltu, hagnað og heildareignir við mat á stærð fyrirtækjanna. Verðmæti Kaupþings hefur aukist um 150 milljarða á árinu og heildareignir hafa án nokkurs vafa hækkað frá áramótum samfara auknum umsvifum. Miðað við vöxt Landsbanks og Glitnis, sem sitja í sætum 1.151 og 1.170, þá má fastlega búast við að minnsta kosti þrjú íslensk fyrirtæki verði kominn í hóp hinna þúsund stærstu að ári.Enn kenndur við StrauminnÁ meðan hræringar í viðskiptalífinu vekja upp æsispenning í huga sumra geispa aðrir og fletta á næstu síðu. Ekkert skal þó fullyrt um hvort það var áhugaleysið eða bara seinheppnin sem elti blaðamann Húsa og híbýla í heimsókn til Þórðar Más Jóhannessonar og eiginkonu hans, Nönnu Bjargar Lúðvíksdóttur. Heimili þeirra Þórðar og Nönnu er glæsilegt og á vel heima á síðum nýjasta tölublaðs tímartisins.Þórður er hins vegar titlaður forstjóri Straums-Burðaráss á forsíðunni, en eins og kunnugt er stýrir hann nú margmilljarða fjárfestingarfélaginu Gnúp. Líkast til hefur hann lítinn áhuga á að leggja nafn sitt við fjárfestingarbankann. Þaðan var hann látinn fjúka síðasta sumar í tengslum við eitt dramatískasta mál sem skekið hefur íslenskt viðskiptalíf. Þar áttust við stórfjárfestarnir Magnús Kristinsson og Björgólfur Thor Björgólfsson.
Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira