Innlent

Hakkarar eyðileggja íslenskar heimasíður

Erlendir tölvuhakkarar herja á íslenska vefi en þrír austfirskir vefir hafa orðið fyrir barðinu á hökkurunum og liggja niðri. Vefirnir eiga það allir sameiginlegt að vera hannaðir af veffyrirtækinu Galdri á Hornafirði og eru hýstir í Þýskalandi. Svo virðist sem óheppnin ein hafi ráðið því að hakkararnir brutu sér leið inn á þessa vefi.

Hakkararnir ganga undir nafninun Uyussman og er allt útlit fyrir að þeir séu tyrkneskir. Ekki er vitað hvernig þeim tókst að hakka sig inn á síðurnar né hvað þeim gekk til. Þegar nafn þeirra er slegið inn á þekktar leitarvélar á netinu koma upp fleiri þúsund síður sem þeir hafa hakkað sig inn á og eyðilagt. Því bendir allt bendir til þess að þetta séu alvanir hakkararar sem geri sér það að leik að eyðileggja vefi um allan heim.

Vefirnir sem Uyussman hafa eyðilagt hér á landi er vefur Menntaskólans á Egilsstöðum, fréttavefurinn horn.is og vefur listahátíðar ungs fólks á Austfjörðum, Lunga. Allir þessir vefir eru hannaðir af veffyrirtækinu Galdri á Hornafirði og eru þeir hýstir í Þýskalandi. Sigurður Mar Halldórsson, annar eiganda Galdurs, sagði í samtali við fréttastofu í dag, ekki vera viss um hver bæri tjónið sem af hökkurunum stafaði en ljóst sé að það sé þónokkuð. Byggja þurfi vefina upp á nýjan leik frá grunni en mikil vinna liggi á bak við hverja heimasíðu. Allt efni sem var á síðunum var þurrkað út sem og gagnagrunnar og öll forritun sem að baki þeim lá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×