Uppgjör HK og Vals í Digranesi 31. mars 2007 11:00 Leikur liðanna hefst klukkan 16.15 Handbolti Handboltaunnendur sem sakna úrslitakeppninnar ættu ekki að láta leik HK og Vals klukkan 16.15 í Digranesi í dag fram hjá sér fara. Mikilvægi leiksins er gríðarlegt enda verður HK að vinna til að koma sér upp að hlið Vals í deildinni en Valur yrði alltaf ofar sökum innbyrðisviðureigna. Valur hefur nefnilega unnið báðar rimmur liðanna í deildinni hingað til en þó með litlum mun. Klári þeir dæmið í dag þarf mikið að fara úrskeiðis í lok mótsins svo að bikarinn endi ekki á Hlíðarenda. Mikið mun mæða á lykilmönnum liðanna þeim Valdimar Þórssyni hjá HK og Valsmanninum Markúsi Mána Michaelssyni. Báðir fóru á kostum í síðustu rimmu liðanna með átta mörk á mann. „Þetta er síðasta tækifæri okkar og þennan leik verðum við að vinna," sagði Valdimar Þórsson en dapurt gengi á heimavelli hefur verið blóðugt fyrir Kópavogsliðið. Digranesið hefur ekki verið sú gryfja sem vonast var til. Í vetur hafa fjórir leikir HK í Digranesi endað með sigri, þrír endað með jafntefli og tvisvar hefur HK tapað. „Ég skil þetta ekki. Það skiptir engu hvað er mikið af fólki í húsinu, við náum okkur ekki almennilega á strik á heimavelli. Vonandi verður annað uppi á teningnum í dag og við náum að sýna okkar rétta andlit á heimavelli. Þetta er bara bikarúrslitaleikur í okkar augum," sagði Valdimar sem gerir sér grein fyrir þeirri pressu sem á hann er sett. „Ég hef ekkert á móti því. Sjálfstraustið er mikið þessa dagana. Ég hef æft meira en venjulega í vetur og mun ekki láta mitt eftir liggja í þessum leik." Það mun ekki síður mæða mikið á Valsmanninum Markúsi Mána Michaelssyni sem hefur verið í lykilhlutverki hjá Hlíðarendaliðinu. Markús er vel meðvitaður um mikilvægi leiksins. „Það væri ósköp þægilegt að vinna þennan leik og staðan væri vissulega vænleg ef við vinnum. Engu að síður er kálið ekki sopið fyrr en í ausuna er komið. Ég minni á það," sagði Markús Máni ljóðrænn að vanda. „Það er tilhlökkun að mæta í Digranesið. Okkur hefur gengið vel á móti HK og vonandi verður framhald á." Markús skoraði átta mörk í síðasta leik gegn HK og hann ætlar ekki að spara fallbyssuna í dag. „Maður reynir alltaf að setja boltann í skeytin. Ég geri mér grein fyrir minni ábyrgð og ég hef mikinn persónulegan metnað sem og fyrir liðinu. Ég mun reyna að gera það sem þarf og er klár í að axla þessa ábyrgð. Við verðum að stoppa Valdimar en það eru líka fleiri góðir menn í HK sem þarf að passa. Við stefnum á sigur en ég ætla ekki að ganga svo langt að lofa sigri," sagði Markús Máni varkár í yfirlýsingum. Olís-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Handbolti Handboltaunnendur sem sakna úrslitakeppninnar ættu ekki að láta leik HK og Vals klukkan 16.15 í Digranesi í dag fram hjá sér fara. Mikilvægi leiksins er gríðarlegt enda verður HK að vinna til að koma sér upp að hlið Vals í deildinni en Valur yrði alltaf ofar sökum innbyrðisviðureigna. Valur hefur nefnilega unnið báðar rimmur liðanna í deildinni hingað til en þó með litlum mun. Klári þeir dæmið í dag þarf mikið að fara úrskeiðis í lok mótsins svo að bikarinn endi ekki á Hlíðarenda. Mikið mun mæða á lykilmönnum liðanna þeim Valdimar Þórssyni hjá HK og Valsmanninum Markúsi Mána Michaelssyni. Báðir fóru á kostum í síðustu rimmu liðanna með átta mörk á mann. „Þetta er síðasta tækifæri okkar og þennan leik verðum við að vinna," sagði Valdimar Þórsson en dapurt gengi á heimavelli hefur verið blóðugt fyrir Kópavogsliðið. Digranesið hefur ekki verið sú gryfja sem vonast var til. Í vetur hafa fjórir leikir HK í Digranesi endað með sigri, þrír endað með jafntefli og tvisvar hefur HK tapað. „Ég skil þetta ekki. Það skiptir engu hvað er mikið af fólki í húsinu, við náum okkur ekki almennilega á strik á heimavelli. Vonandi verður annað uppi á teningnum í dag og við náum að sýna okkar rétta andlit á heimavelli. Þetta er bara bikarúrslitaleikur í okkar augum," sagði Valdimar sem gerir sér grein fyrir þeirri pressu sem á hann er sett. „Ég hef ekkert á móti því. Sjálfstraustið er mikið þessa dagana. Ég hef æft meira en venjulega í vetur og mun ekki láta mitt eftir liggja í þessum leik." Það mun ekki síður mæða mikið á Valsmanninum Markúsi Mána Michaelssyni sem hefur verið í lykilhlutverki hjá Hlíðarendaliðinu. Markús er vel meðvitaður um mikilvægi leiksins. „Það væri ósköp þægilegt að vinna þennan leik og staðan væri vissulega vænleg ef við vinnum. Engu að síður er kálið ekki sopið fyrr en í ausuna er komið. Ég minni á það," sagði Markús Máni ljóðrænn að vanda. „Það er tilhlökkun að mæta í Digranesið. Okkur hefur gengið vel á móti HK og vonandi verður framhald á." Markús skoraði átta mörk í síðasta leik gegn HK og hann ætlar ekki að spara fallbyssuna í dag. „Maður reynir alltaf að setja boltann í skeytin. Ég geri mér grein fyrir minni ábyrgð og ég hef mikinn persónulegan metnað sem og fyrir liðinu. Ég mun reyna að gera það sem þarf og er klár í að axla þessa ábyrgð. Við verðum að stoppa Valdimar en það eru líka fleiri góðir menn í HK sem þarf að passa. Við stefnum á sigur en ég ætla ekki að ganga svo langt að lofa sigri," sagði Markús Máni varkár í yfirlýsingum.
Olís-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira