Hvaða máli skipta fullveldisréttur og eignarréttur? 23. mars 2007 05:00 Undirstaða valda í hverju samfélagi er rétturinn til að setja öðrum mönnum reglur og rétturinn til að eiga sérgreint verðmæti. Fyrrnefndu réttindin kallast fullveldisréttur en hinn eignarréttur. Það er eðlilegt að átök séu um hver eigi að fara með handhöfn þessara réttinda. Í þjóðfélagsumræðu um náttúruauðlindir Íslands gleymist oft að gera greinarmun á þessum grundvallarhugtökum. Árið 1925 lýsti lagaprófessorinn Einar Arnórsson muninum á fullveldisrétti og eignarrétti í grein sinni ,,Landhelgi Íslands“ í 50. árgangi tímaritsins Andvara, með dæmi sem var nokkurn veginn á þessa leið: Íslenska ríkið á jörð. Í samræmi við lagaheimild selur ráðherra jörðina til einkaðila. Fullveldisréttur ríkisins yfir því landsvæði sem jörðin nær til er óbreyttur. Handhafar ríkisvalds á hverjum tíma hafa enn óskert forræði til að setja reglur sem kunna að hafa áhrif á réttarstöðu jarðarinnar. Af þessu má leiða að eðli þessara tveggja heimilda er gjörólíkt. Sá sem fer með handhöfn fullveldisréttar ríkis á hverjum tíma hefur heimildir til að setja lög og framfylgja þeim á meðan rétthafar eignarréttar fá heimildir til að hagnýta sér eign sína, selja hana, veðsetja o.s.frv.. Rétthafi eignarréttar má gera allt við eign sína innan takmarkana laga á meðan handhafi fullveldisréttar ríkis getur sett reglur um allt milli himins og jarðar svo framarlega sem þær eru ekki í andstöðu við grundvallarreglur stjórnskipunar landsins. Þessi hugtök má skýra enn frekar með dæmi úr nútímanum. Fyrirtækið Landsvirkjun var stofnað árið 1965 og átti íslenska ríkið helmingshlut í því. Eitt af stofnframlögum íslenska ríkisins til fyrirtækisins voru vatnsréttindi og land vegna virkjunar í Þjórsá við Búrfell. Árið 1998 voru sett þjóðlendulög sem kváðu á um að allt land sem væri ekki undirorpið beinum eignarrétti væri eign íslenska ríkisins. Á grundvelli laganna er íslenska ríkið nú eigandi réttindanna en ekki Landsvirkjun. Þjóðlendulögin voru tiltölulega skýr um tilgang sinn að gera land sem enginn átti að eign ríkisins. Þetta gat ríkið gert í skjóli fullveldisréttar síns. Sem eigandi tiltekinna réttinda árið 1965 var ríkið hins vegar í hlutverki eiganda sem var í góðri trú þegar eign var ráðstafað. Þessi hlutverk ríkisins voru og eru ekki þau sömu. Það er munur á fullveldisrétti og eignarrétti. Það leiðir umræðu um auðlindamál á villigötur þegar enginn greinarmunur er gerður á hugtökunum fullveldisrétti og eignarrétti. Kannski hafa sumir hag af slíkum hugtakaruglingi þar sem þá geti almenningur fremur fellt sig við að hafa hugtak í lögum og jafnvel stjórnarskrá sem vísar til þess að eitthvað sé eign eða sameign þjóðar. Vandinn við þá hugtakanotkun er að hún færir aldrei þjóðinni eignarréttarlegar heimildir. Hins vegar er heimilt að upphefja ríkiseignir með því að kalla þær þjóðlendur og þjóðareign. Það breytir hins vegar ekki lagalegri stöðu þeirra sem eign íslenska ríkisins. Höfundur er sérfræðingur hjá Lagastofnun HÍ í auðlindarétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undirstaða valda í hverju samfélagi er rétturinn til að setja öðrum mönnum reglur og rétturinn til að eiga sérgreint verðmæti. Fyrrnefndu réttindin kallast fullveldisréttur en hinn eignarréttur. Það er eðlilegt að átök séu um hver eigi að fara með handhöfn þessara réttinda. Í þjóðfélagsumræðu um náttúruauðlindir Íslands gleymist oft að gera greinarmun á þessum grundvallarhugtökum. Árið 1925 lýsti lagaprófessorinn Einar Arnórsson muninum á fullveldisrétti og eignarrétti í grein sinni ,,Landhelgi Íslands“ í 50. árgangi tímaritsins Andvara, með dæmi sem var nokkurn veginn á þessa leið: Íslenska ríkið á jörð. Í samræmi við lagaheimild selur ráðherra jörðina til einkaðila. Fullveldisréttur ríkisins yfir því landsvæði sem jörðin nær til er óbreyttur. Handhafar ríkisvalds á hverjum tíma hafa enn óskert forræði til að setja reglur sem kunna að hafa áhrif á réttarstöðu jarðarinnar. Af þessu má leiða að eðli þessara tveggja heimilda er gjörólíkt. Sá sem fer með handhöfn fullveldisréttar ríkis á hverjum tíma hefur heimildir til að setja lög og framfylgja þeim á meðan rétthafar eignarréttar fá heimildir til að hagnýta sér eign sína, selja hana, veðsetja o.s.frv.. Rétthafi eignarréttar má gera allt við eign sína innan takmarkana laga á meðan handhafi fullveldisréttar ríkis getur sett reglur um allt milli himins og jarðar svo framarlega sem þær eru ekki í andstöðu við grundvallarreglur stjórnskipunar landsins. Þessi hugtök má skýra enn frekar með dæmi úr nútímanum. Fyrirtækið Landsvirkjun var stofnað árið 1965 og átti íslenska ríkið helmingshlut í því. Eitt af stofnframlögum íslenska ríkisins til fyrirtækisins voru vatnsréttindi og land vegna virkjunar í Þjórsá við Búrfell. Árið 1998 voru sett þjóðlendulög sem kváðu á um að allt land sem væri ekki undirorpið beinum eignarrétti væri eign íslenska ríkisins. Á grundvelli laganna er íslenska ríkið nú eigandi réttindanna en ekki Landsvirkjun. Þjóðlendulögin voru tiltölulega skýr um tilgang sinn að gera land sem enginn átti að eign ríkisins. Þetta gat ríkið gert í skjóli fullveldisréttar síns. Sem eigandi tiltekinna réttinda árið 1965 var ríkið hins vegar í hlutverki eiganda sem var í góðri trú þegar eign var ráðstafað. Þessi hlutverk ríkisins voru og eru ekki þau sömu. Það er munur á fullveldisrétti og eignarrétti. Það leiðir umræðu um auðlindamál á villigötur þegar enginn greinarmunur er gerður á hugtökunum fullveldisrétti og eignarrétti. Kannski hafa sumir hag af slíkum hugtakaruglingi þar sem þá geti almenningur fremur fellt sig við að hafa hugtak í lögum og jafnvel stjórnarskrá sem vísar til þess að eitthvað sé eign eða sameign þjóðar. Vandinn við þá hugtakanotkun er að hún færir aldrei þjóðinni eignarréttarlegar heimildir. Hins vegar er heimilt að upphefja ríkiseignir með því að kalla þær þjóðlendur og þjóðareign. Það breytir hins vegar ekki lagalegri stöðu þeirra sem eign íslenska ríkisins. Höfundur er sérfræðingur hjá Lagastofnun HÍ í auðlindarétti.
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun