Viðskipti erlent

Tekur Baugur yfir Saks ásamt fleirum?

Hugsanlegt er að Baugur bjóði í bandarísku lúxusvöruverslunarkeðjuna Saks ásamt fyrirtækinu Landmark Group sem er í eigu aðila í Dubai.

Reuters-fréttastofan vísar í bréf Baugs til bandaríska fjármálaeftirlitsins þar sem fram kemur að félagið hyggist funda með stjórnendum Saks um hugsanlega yfirtöku og fjármögnun hennar.

Bent er á að Baugur hafi látið mikið að sér kveða á breskum smásölumarkaði og eigi meðal annars House of Fraser. Baugur hefur nú þegar tryggt sér kauprétt á um 8,5 prósentum í Saks en Landmark Group, sem rekur risamarkaði í Indlandi, á nú þegar rúmt prósent í félaginu.

Þekktasta verslun Saks er á Fimmtu breiðgötu í New York en félagið rekur einni fleiri lúxusvöruverslanir. Fréttir af hugsanlegri yfirtöku Baugs bárust fyrir um tveimur vikum og hefur hlutabréfaverð í Saks hækkað um 14 prósent frá mánaðamótum, þar af um nærri níu prósent í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×