Brúðguminn kominn yfir nírætt 11. mars 2007 10:00 Ingibjörg og Garðar hafa búið saman í þrjátíu ár og alltaf verið á leiðinni að gifta sig. Þau létu verða af því í vikunni. Ingibjörg Barðadóttir og Garðar Lárus Jónasson létu pússa sig saman í Dómkirkjunni síðastliðinn miðvikudag, eftir að hafa verið saman í þrjátíu ár. Garðar er sennilega elsti brúðgumi sem sögur fara af hér á landi, og þótt víðar væri leitað, en hann er nú á nítugasta og fjórða aldursári. Ingibjörg fagnar hins vegar sextugasta og fjórða afmæli sínu í haust. Blaðamaður Fréttablaðsins leit við hjá parinu nýgifta í vikunni og þáði kaffi og afganga af brúðkaupstertu. „Það er nú svo sem óskaplega lítið sögulegt við þetta, nema trassaskapurinn að draga þetta svona lengi,“ sagði Garðar kíminn. „Þetta stóð nú alltaf til, en við sáum að þetta mátti ekki dragast mikið lengur,“ bætti hann við. „Við vorum nú að hugsa um að fara til sýslumanns fyrst, en svo langaði mig að hafa þetta í Dómkirkjunni, mér finnst hún svo hátíðleg,“ sagði Ingibjörg. Þau höfðu samband við séra Hjálmar Jónsson í lok febrúar og festu daginn skömmu síðar. „Við höfðum tvo daga til að velja úr, annaðhvort sjötta mars eða sjöunda. Garðar fékk að ráða þessu, og hafði þetta núna á miðvikudaginn,“ sagði Ingibjörg. Það má því segja að þótt aðdragandinn hafi verið langur, hafi fyrirvarinn verið í styttra lagi. Ingibjörg segist þó ekki hafa lent í neinum vandræðum við undirbúning brúðkaupsins eða veisluhalda. „Nei, nei, nei. Systurdætur mínar þrjár eru allar flugfreyjur, og sú elsta var að fara til Boston þegar ég sagði henni af þessu. Henni fannst þetta alveg frábært og sagðist bara ætla að kaupa kjólinn. Mér fannst ég nú eiga nóg af kjólum, svörtum og allavega, en hún sagði að það gifti sig enginn í svörtu. Svo kom hún með fínan kjól og veski og skó og allt saman. Þær eru svo góðar við okkur, ég mátti bara ekki í eldhúsið koma í veislunni,“ sagði Ingibjörg. nýkvæntur og níræður Garðar er sennilega elsti brúðgumi sem sögur fara af, en hann er á nítugasta og fjórða aldursári.fréttablaðið/björg valdimarsdóttir Hjónin kynntust þegar þau unnu við símsvörun hjá Skeljungi, sem þá var til húsa í Skerjafirði. „Ég byrjaði á morgnana og vann átta til fjögur og þá tók hann við. Við hittumst á vaktaskiptunum. Og það hefur alltaf verið gott samband á milli síðan,“ sagði Ingibjörg. Þau segja líf þeirra þó ekki hafa breyst mikið við giftinguna. „Okkur líður mjög vel með þetta, en okkur hefur alltaf liðið vel saman,“ sagði Ingibjörg, sem er ekki frá því að þessi leið sé betri en sú sem margir fara nú til dags. „Mér finnst náttúrlega allt í lagi að ungt fólk gifti sig, en það er kannski sorglegt hvað það stoppar stutt hjá því,“ sagði hún. Garðar vill hins vegar ekki fetta fingur út í ungdóminn. „Það er gamalt máltæki sem segir að tímarnir breytast og mennirnir með. Mér finnst voðalega vitlaust alltaf þetta rugl um að unga fólkið sé eitthvað verra. Það er framtíðin og maður verður að treysta á það,“ sagði hann. Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira
Ingibjörg Barðadóttir og Garðar Lárus Jónasson létu pússa sig saman í Dómkirkjunni síðastliðinn miðvikudag, eftir að hafa verið saman í þrjátíu ár. Garðar er sennilega elsti brúðgumi sem sögur fara af hér á landi, og þótt víðar væri leitað, en hann er nú á nítugasta og fjórða aldursári. Ingibjörg fagnar hins vegar sextugasta og fjórða afmæli sínu í haust. Blaðamaður Fréttablaðsins leit við hjá parinu nýgifta í vikunni og þáði kaffi og afganga af brúðkaupstertu. „Það er nú svo sem óskaplega lítið sögulegt við þetta, nema trassaskapurinn að draga þetta svona lengi,“ sagði Garðar kíminn. „Þetta stóð nú alltaf til, en við sáum að þetta mátti ekki dragast mikið lengur,“ bætti hann við. „Við vorum nú að hugsa um að fara til sýslumanns fyrst, en svo langaði mig að hafa þetta í Dómkirkjunni, mér finnst hún svo hátíðleg,“ sagði Ingibjörg. Þau höfðu samband við séra Hjálmar Jónsson í lok febrúar og festu daginn skömmu síðar. „Við höfðum tvo daga til að velja úr, annaðhvort sjötta mars eða sjöunda. Garðar fékk að ráða þessu, og hafði þetta núna á miðvikudaginn,“ sagði Ingibjörg. Það má því segja að þótt aðdragandinn hafi verið langur, hafi fyrirvarinn verið í styttra lagi. Ingibjörg segist þó ekki hafa lent í neinum vandræðum við undirbúning brúðkaupsins eða veisluhalda. „Nei, nei, nei. Systurdætur mínar þrjár eru allar flugfreyjur, og sú elsta var að fara til Boston þegar ég sagði henni af þessu. Henni fannst þetta alveg frábært og sagðist bara ætla að kaupa kjólinn. Mér fannst ég nú eiga nóg af kjólum, svörtum og allavega, en hún sagði að það gifti sig enginn í svörtu. Svo kom hún með fínan kjól og veski og skó og allt saman. Þær eru svo góðar við okkur, ég mátti bara ekki í eldhúsið koma í veislunni,“ sagði Ingibjörg. nýkvæntur og níræður Garðar er sennilega elsti brúðgumi sem sögur fara af, en hann er á nítugasta og fjórða aldursári.fréttablaðið/björg valdimarsdóttir Hjónin kynntust þegar þau unnu við símsvörun hjá Skeljungi, sem þá var til húsa í Skerjafirði. „Ég byrjaði á morgnana og vann átta til fjögur og þá tók hann við. Við hittumst á vaktaskiptunum. Og það hefur alltaf verið gott samband á milli síðan,“ sagði Ingibjörg. Þau segja líf þeirra þó ekki hafa breyst mikið við giftinguna. „Okkur líður mjög vel með þetta, en okkur hefur alltaf liðið vel saman,“ sagði Ingibjörg, sem er ekki frá því að þessi leið sé betri en sú sem margir fara nú til dags. „Mér finnst náttúrlega allt í lagi að ungt fólk gifti sig, en það er kannski sorglegt hvað það stoppar stutt hjá því,“ sagði hún. Garðar vill hins vegar ekki fetta fingur út í ungdóminn. „Það er gamalt máltæki sem segir að tímarnir breytast og mennirnir með. Mér finnst voðalega vitlaust alltaf þetta rugl um að unga fólkið sé eitthvað verra. Það er framtíðin og maður verður að treysta á það,“ sagði hann.
Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Fleiri fréttir „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sjá meira