Viðskipti erlent

Barclays fastur í undirmálslána óttanum

Forráðamenn breska bankans Barclays neiddust til að gefa yfirlýsingu í gærdag þar sem þeir neituðu orðrómi um að bankinn hefði tapað gríðarlegum upphæðum á undirmálslánum í Bandaríkjunum.

Viðskipti með hlutabréf í Barclays voru stöðvuð í kauphöllinni í London skömmu eftir opnun í gær eftir að þau féllu um rúmlega 9% á örskömmum tíma. Engin sýnileg ástæða var fyrir þessu falli og stöðvun viðskipta með bréfin gerð til að athuga hvort um villu væri að ræða í tölvukerfi kauphallarinnar.

Orðrómurinn sem augljóslega olli þessu falli bréfanna var á þá leið að bankinn þyrfti að afskrifa allt að 10 milljarða dollara eða sem svarar um 600 milljörðum kr. vegna tapa á undirmálslánunum. Það fylgdi einnig meðp sögunni að einn af æðstu yfirmönnum bankans væri um það bil að segja af sér vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×