Skattbyrði Íra og Íslendinga 10. mars 2007 06:00 Stefán Ólafsson skrifar - Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarkona forsætisráðherra, skrifaði um skattamál í Fréttablaðið laugardaginn 24. feb. sl. Þar hafnar hún nýlegri ályktun minni um að almenningur á Íslandi sé ofskattaður vegna óhagstæðrar þróunar skattleysismarka sl. 10 ár. Ragnheiður skrifar um skattbyrði eins og skattleysismörk skipti engu máli. Hún segir tekjur hafa hækkað og því sé eðlilegt að skattbyrði hafi hækkað. Á Vesturlöndum er þó ekki talið sjálfsagt að almennar kauphækkanir, né verðbólga, leiði til aukinnar skattbyrði. Skattbyrði vísar hér til þess hlutfalls af tekjum fjölskyldna sem fólk borgar í beina skatta. Tvennt stýrir einkum skattbyrðinni: álagningarhlutfall og skattleysismörk. Skattleysismörk þurfa að fylgja launaþróuninni til að hlutfallsleg skattbyrði haldist óbreytt frá ári til árs, að óbreyttri álagningu. Ef boðskapur sumra talsmanna stjórnvalda um að eðlilegt sé að skattbyrði hækki sjálfkrafa með tekjuhækkunum væri réttur, þá væri skattbyrði Bandaríkjamanna hæst á Vesturlöndum, því þeir hafa háar tekjur. Skattbyrði þeirra er hins vegar ein sú lægsta. Írar eru annað gott dæmi um villu þessa boðskapar. Hjá Írum hefur hagvöxtur verið talsvert meiri en á Íslandi sl. 10 ár og kaupmáttaraukning almennings að minnsta kosti jafn mikil og hér. Skattbyrði þar í landi hefði átt að aukast með þessum kauphækkunum, jafnvel meira en hér á landi, ef boðskapurinn væri réttur. En því er öfugt farið. Írar tóku um 10% af landsframleiðslu í tekjuskatta árið 1995, eða sama og Íslendingar gerðu þá. Árið 2004 hafði tekjuskattheimta Íra lækkað í rúm 8% af landsframleiðslu, en á Íslandi hafði þessi sama skattheimta hækkað í tæp 15%. Skattbyrði fjölskyldna á Írlandi hafði lækkað en á Íslandi hafði hún hækkað, meira en í nokkru öðru OECD-ríki. Þarna liggur munurinn. Írskar fjölskyldur fengu raunlækkun tekjuskatta en á Íslandi var einungis boðið upp á sýndarlækkanir, sem reyndust svo vera raunhækkanir skatta fyrir 90% fjölskyldna. Mest hækkaði hjá lágtekjufólki. Þess vegna er íslenskur almenningur ofskattaður í dag. Íslensk fyrirtæki og hátekjufólk hafa hins vegar fengið miklar raunlækkanir skatta. Höfundur er prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Stefán Ólafsson skrifar - Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarkona forsætisráðherra, skrifaði um skattamál í Fréttablaðið laugardaginn 24. feb. sl. Þar hafnar hún nýlegri ályktun minni um að almenningur á Íslandi sé ofskattaður vegna óhagstæðrar þróunar skattleysismarka sl. 10 ár. Ragnheiður skrifar um skattbyrði eins og skattleysismörk skipti engu máli. Hún segir tekjur hafa hækkað og því sé eðlilegt að skattbyrði hafi hækkað. Á Vesturlöndum er þó ekki talið sjálfsagt að almennar kauphækkanir, né verðbólga, leiði til aukinnar skattbyrði. Skattbyrði vísar hér til þess hlutfalls af tekjum fjölskyldna sem fólk borgar í beina skatta. Tvennt stýrir einkum skattbyrðinni: álagningarhlutfall og skattleysismörk. Skattleysismörk þurfa að fylgja launaþróuninni til að hlutfallsleg skattbyrði haldist óbreytt frá ári til árs, að óbreyttri álagningu. Ef boðskapur sumra talsmanna stjórnvalda um að eðlilegt sé að skattbyrði hækki sjálfkrafa með tekjuhækkunum væri réttur, þá væri skattbyrði Bandaríkjamanna hæst á Vesturlöndum, því þeir hafa háar tekjur. Skattbyrði þeirra er hins vegar ein sú lægsta. Írar eru annað gott dæmi um villu þessa boðskapar. Hjá Írum hefur hagvöxtur verið talsvert meiri en á Íslandi sl. 10 ár og kaupmáttaraukning almennings að minnsta kosti jafn mikil og hér. Skattbyrði þar í landi hefði átt að aukast með þessum kauphækkunum, jafnvel meira en hér á landi, ef boðskapurinn væri réttur. En því er öfugt farið. Írar tóku um 10% af landsframleiðslu í tekjuskatta árið 1995, eða sama og Íslendingar gerðu þá. Árið 2004 hafði tekjuskattheimta Íra lækkað í rúm 8% af landsframleiðslu, en á Íslandi hafði þessi sama skattheimta hækkað í tæp 15%. Skattbyrði fjölskyldna á Írlandi hafði lækkað en á Íslandi hafði hún hækkað, meira en í nokkru öðru OECD-ríki. Þarna liggur munurinn. Írskar fjölskyldur fengu raunlækkun tekjuskatta en á Íslandi var einungis boðið upp á sýndarlækkanir, sem reyndust svo vera raunhækkanir skatta fyrir 90% fjölskyldna. Mest hækkaði hjá lágtekjufólki. Þess vegna er íslenskur almenningur ofskattaður í dag. Íslensk fyrirtæki og hátekjufólk hafa hins vegar fengið miklar raunlækkanir skatta. Höfundur er prófessor.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun