Fellur ríkisstjórnin? 8. mars 2007 05:00 Nú styttist í alþingiskosningar og skoðanakannanir um fylgi flokkanna birtast nú ört. Tvær síðustu kannanir Fréttablaðsins sýna að stjórnarandstaðan mundi fá meirihluta á þingi ef kosið væri í dag. Raunar leiddi önnur könnunin í ljós, að Samfylking og Vinstri grænt mundu fá meirihluta án frjálslyndra. En stjórnarandstaðan öll hefur bundist fastmælum um það, að reyna stjórnarmyndun sem fyrsta valkost strax eftir kosningar. Reynslan hefur leitt í ljós, að fylgi flokkanna getur oft reynst annað í kosningum en það sem skoðanakannanir hafa sýnt. Þess vegna er ljóst, að kosningarnar verða mjög spennandi. Það eru góðar líkur á því að stjórnin falli en ekkert er öruggt í því efni fyrr en talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Kosið um misskiptingunaUm hvað verður kosið í kosningunum? Að mínu mati verður kosið um misskiptinguna í þjóðfélaginu og þar á meðal um málefni aldraðra og öryrkja. Einnig verður kosið um umhverfismálin og stóriðjuna og það verður kosið um lýðræðið, um það hvernig stjórnarherrar fara með vald sitt. Það verður kosið um misbeitingu valds og um spillingu í íslenskum stjórnmálum. Síðast en ekki síst verður kosið um jafnrétti kynjanna, um það hvernig tryggja megi rétt kvenna til sömu launa og karlar fá fyrir sömu vinnu og um jöfn völd og áhrif kvenna og karla. 40 milljarðar hafðir af öldruðumStærsta málið að mínu mati verður misskiptingin í þjóðfélaginu, aukinn ójöfnuður, sem hlotist hefur af kvótakerfinu, af ranglátri skattastefnu og vegna græðgisstefnunnar. Misskiptingin hefur bitnað illa á öldruðum, öryrkjum og láglaunafólki. Ný ríkisstjórn verður að rétta hag aldraðra og öryrkja. Stjórnarflokkarnir hafa haft 40 milljarða af öldruðum á síðustu 12 árum, þar eð aldraðir hafa ekki fengið sömu leiðréttingu á lífeyri sínum eins og láglaunafólk hefur fengið á launum sínum en því var lofað 1995, að aldraðir fengju sömu uppbætur á lífeyri sinn eins og launafólk fengi á laun sín. Það var svikið. Til þess að kóróna ósómann fóru stjórnarflokkarnir að seilast í framkvæmdasjóð aldraðra og taka peninga úr sjóðnum til eyðslu, peninga, sem áttu að renna til byggingar hjúkrunarheimila og annarra stofnana aldraðra. Tóku stjórnvöld alls 3 milljarða í eyðslu af framkvæmdafé sjóðsins. Núverandi heilbrigðisráðherra gekk enn lengra og tók peninga úr framkvæmdasjóðnum til þess að kosta áróðursbækling, sem ráðherra gaf út vegna næstu kosninga. Ráðherranum fannst það í lagi? Krafan er sú, að þessu fé verði öllu skilað. Það má reisa mörg hjúkrunarheimili fyrir 3 milljarða. (Ríkisstjórnin ætlar að skila 100 milljónum á þessu ári. Það er of lítið.) Það þarf ennfremur að leiðrétta skattastefnuna. Milljarðamæringarnir og aðrir efnamenn, sem nú greiða aðeins 10% skatt verða að greiða fullan tekjuskatt til þjóðfélagsins eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Og það þarf að lækka skattinn á þeim lægst launuðu. Kvótakerfinu verður að gerbreyta. Það verður að stöðva kvótabraskið og koma í veg fyrir, að menn geti gengið út úr greininni með fullar hendur fjár. Útgerðarmenn fengu úthlutað veiðiheimildum frítt og það er ósvífið, að þeir skuli síðan margir hverjir ganga út úr greininni og selja veiðiheimildirnar. Slíkt brask þarf að stöðva. Ríkisstjórnin hefur ítrekað gerst sek um vafasamar embættaveitingar. T.d. hafa frændur og vinir verið skipaðir hæstaréttardómarar og jafnréttislög og stjórnsýslulög verið brotin á þeirri vegferð. Lög og stjórnarskrá hafa verið brotin á öryrkjum og hefur Hæstiréttur þurft að taka í taumana í málefnum öryrkja. Löng valdaseta hefur spillt stjórnarherrunum og er því mál að þeir fái frí. Væntanlega mun ríkisstjórnin fá reisupassann í væntanlegum þingkosningum svo unnt verði að mynda velferðar- og umbótastjórn í landinu. Höfundur er viðskiptafræðingur. Um hvað verður kosið í kosningunum? Að mínu mati verður kosið um misskiptinguna í þjóðfélaginu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Nú styttist í alþingiskosningar og skoðanakannanir um fylgi flokkanna birtast nú ört. Tvær síðustu kannanir Fréttablaðsins sýna að stjórnarandstaðan mundi fá meirihluta á þingi ef kosið væri í dag. Raunar leiddi önnur könnunin í ljós, að Samfylking og Vinstri grænt mundu fá meirihluta án frjálslyndra. En stjórnarandstaðan öll hefur bundist fastmælum um það, að reyna stjórnarmyndun sem fyrsta valkost strax eftir kosningar. Reynslan hefur leitt í ljós, að fylgi flokkanna getur oft reynst annað í kosningum en það sem skoðanakannanir hafa sýnt. Þess vegna er ljóst, að kosningarnar verða mjög spennandi. Það eru góðar líkur á því að stjórnin falli en ekkert er öruggt í því efni fyrr en talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Kosið um misskiptingunaUm hvað verður kosið í kosningunum? Að mínu mati verður kosið um misskiptinguna í þjóðfélaginu og þar á meðal um málefni aldraðra og öryrkja. Einnig verður kosið um umhverfismálin og stóriðjuna og það verður kosið um lýðræðið, um það hvernig stjórnarherrar fara með vald sitt. Það verður kosið um misbeitingu valds og um spillingu í íslenskum stjórnmálum. Síðast en ekki síst verður kosið um jafnrétti kynjanna, um það hvernig tryggja megi rétt kvenna til sömu launa og karlar fá fyrir sömu vinnu og um jöfn völd og áhrif kvenna og karla. 40 milljarðar hafðir af öldruðumStærsta málið að mínu mati verður misskiptingin í þjóðfélaginu, aukinn ójöfnuður, sem hlotist hefur af kvótakerfinu, af ranglátri skattastefnu og vegna græðgisstefnunnar. Misskiptingin hefur bitnað illa á öldruðum, öryrkjum og láglaunafólki. Ný ríkisstjórn verður að rétta hag aldraðra og öryrkja. Stjórnarflokkarnir hafa haft 40 milljarða af öldruðum á síðustu 12 árum, þar eð aldraðir hafa ekki fengið sömu leiðréttingu á lífeyri sínum eins og láglaunafólk hefur fengið á launum sínum en því var lofað 1995, að aldraðir fengju sömu uppbætur á lífeyri sinn eins og launafólk fengi á laun sín. Það var svikið. Til þess að kóróna ósómann fóru stjórnarflokkarnir að seilast í framkvæmdasjóð aldraðra og taka peninga úr sjóðnum til eyðslu, peninga, sem áttu að renna til byggingar hjúkrunarheimila og annarra stofnana aldraðra. Tóku stjórnvöld alls 3 milljarða í eyðslu af framkvæmdafé sjóðsins. Núverandi heilbrigðisráðherra gekk enn lengra og tók peninga úr framkvæmdasjóðnum til þess að kosta áróðursbækling, sem ráðherra gaf út vegna næstu kosninga. Ráðherranum fannst það í lagi? Krafan er sú, að þessu fé verði öllu skilað. Það má reisa mörg hjúkrunarheimili fyrir 3 milljarða. (Ríkisstjórnin ætlar að skila 100 milljónum á þessu ári. Það er of lítið.) Það þarf ennfremur að leiðrétta skattastefnuna. Milljarðamæringarnir og aðrir efnamenn, sem nú greiða aðeins 10% skatt verða að greiða fullan tekjuskatt til þjóðfélagsins eins og aðrir þjóðfélagsþegnar. Og það þarf að lækka skattinn á þeim lægst launuðu. Kvótakerfinu verður að gerbreyta. Það verður að stöðva kvótabraskið og koma í veg fyrir, að menn geti gengið út úr greininni með fullar hendur fjár. Útgerðarmenn fengu úthlutað veiðiheimildum frítt og það er ósvífið, að þeir skuli síðan margir hverjir ganga út úr greininni og selja veiðiheimildirnar. Slíkt brask þarf að stöðva. Ríkisstjórnin hefur ítrekað gerst sek um vafasamar embættaveitingar. T.d. hafa frændur og vinir verið skipaðir hæstaréttardómarar og jafnréttislög og stjórnsýslulög verið brotin á þeirri vegferð. Lög og stjórnarskrá hafa verið brotin á öryrkjum og hefur Hæstiréttur þurft að taka í taumana í málefnum öryrkja. Löng valdaseta hefur spillt stjórnarherrunum og er því mál að þeir fái frí. Væntanlega mun ríkisstjórnin fá reisupassann í væntanlegum þingkosningum svo unnt verði að mynda velferðar- og umbótastjórn í landinu. Höfundur er viðskiptafræðingur. Um hvað verður kosið í kosningunum? Að mínu mati verður kosið um misskiptinguna í þjóðfélaginu
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun