Lífið

Anna Nicole grafin

Gröf önnu. Hugsanlegt er að hún eigi eftir að njóta mikilla vinsælda meðal ferðamanna á næstu árum
Gröf önnu. Hugsanlegt er að hún eigi eftir að njóta mikilla vinsælda meðal ferðamanna á næstu árum MYND/AFP

Fyrrum Playboy-leikfélaginn Anna Nicole Smith var borin til grafar á laugardaginn á Bahamas-eyjunum. Var Smith lögð til hinstu hvílu við hlið sonar síns Daneil sem lést á síðasta ári í Lakeview Memorial-kirkjugarðinum.

Jarðaförin fór fram í höfuðborginni Nassau og voru tugir öryggisvarða sem gætttu þess að engin óboðin kæmist þar að. Kistuberarnir voru með bleik bindi og báru kistuna niður rauðan dregil sem hafði verið rúllað niður kirkjugólfið í baptistarkirkjunni Mount Horeb.

Þrjú hundruð manns mættu í jarðaförina en talið er að tugi ferðamanna og fréttaþyrstra ljósmyndara hafi reynt að fylgjast með hvað fram fór. Sá fjárhaldsmaður Danielynn, dóttur Önnu, sig neyddan til að biðja nærstadda um að sýna virðingu á þessum sorgardegi. Máluð mynd af Önnu og bleikar rósir voru áberandi í kirkjunni en gröfin sjálf var skreytt bleikum blómum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.