Reykvískar lautarferðir 5. mars 2007 10:19 Pylsa Út að borða hljómar stórkostlega í eyrum flestra. Stjörnukvöldið getur þó auðveldlega breyst í martröð og ef kviknað hefur í brauðkörfunni áður en kvöldið er liðið eða fullur saumaklúbbur á næsta boði haldið stefnumótinu í gíslingu þarf greinilega að taka ferlið til endurskoðunar. Júlía Margrét Alexandersdóttir þræddi veitingastaði borgarinnar og kynnti sér hvernig hægt er að baktryggja sig með því að velja rétta veitingastaðinn út frá aðstæðum. Snætt úti þegar þú ert... ...á kúpunni » Bæjarins bestu, Tryggagötu 9.Domo Þráinn Júlíusson Súkkulaðikaka Eftirréttur VeitingastaðurEf það er röð á mánudagseftirmiðdegi kl. 14.00 í ofsaveðri með 20 metrum á sekúndu, er augljóslega eitthvert leynivopn í sinnepinu. » Hlöllabátar, IngólfstorgiHornið veitingastaðurÞað er fátt sem jafnast á við vænan alíslenskan skyndibita. Við mælum með extra gusu af gula kryddinu yfir bátinn (hver slær hendinni á móti góðri þriðjakrydds-vímu) og góðri slettu af Hlöllasósunni. Nauta- lamba- eða svínakjöt með heiðvirðu rauðkáli og asíum. Snilldin ein. » Lóuhreiður, Laugavegi 59PerlanLóuhreiður er heiðarleg matstofa sem hentar valkvíðasjúkum mjög vel því það eru einungis einn til tveir réttir í boði hvern dag. Á mánudögum og þriðjudögum er alltaf fiskur í boði, framreiddur á klassískan hátt án allra exótískra stæla. Búlla fyrir menn í hádeginu sem nenna engu veseni, einstaka róni situr þarna með stóran bjór, sólstofan fyrir framan er reyklaus, og þjónustustúlkan gengur um með rjóma og býður gestum slurk út í súpuna. » HafnarstrætiðÞað er eitthvað sérlega viðeigandi við að hafa skyndibitastaði í Hafnarstrætinu: Nonna-biti, Pizza-King, Purple Onion að ógleymdum pylsuvagninum á Ingólfstorgi sem setur tóninn með chili-pylsunum (pylsa með nautahakki og baunum). Gatan þjónar sama tilgangi fyrir átfíklana og Fifth Avenue í New York. Þess vegna er Hafnarstrætið falið leyndarmál á miðbæjarsvæðinu. Síðan er einstaka spúkí bar inn á milli fyrir þá sem eru fyrir að fá sér í tána milli rétta. » American Style, Tryggvagötu 26Veitingastaður B5 Bankastræti 5 nýr breyttur matseðill kokkur matseldFyrir þá sem taka ekki áhættuna er American Style auðvitað handan við hornið. Frí áfylling á gos skal aldrei, undir neinum kringumstæðum, vanmetin. Sérlega gott fyrir stórar fjölskyldur því krakkaskríllinn drekkur svo mikið. ...á fyrsta stefnumóti » Domo, Þingholtsstræti 5silfurVeitingastaður fyrir fyrsta stefnumótið verður að vera hress og fullbókaður því það er fátt jafn vandræðalegt og að heyra nöldrið í kokkinum inni í eldhúsi á tómu veitingahúsi. Fyrsta stefnumótið má vera pínu neyðarlegt og er í hugum sumra dæmt til að mistakast. Á Domo má að minnsta kosti hugga sig við það að maturinn hafi verið stórfenglegur þó að söguskoðun stefnumótsins fái ef til vill seint þann dóm. Og svo virkaði hann líka ekki sem verst fyrir Jude Law og Höllu Vilhjálmsdóttur. » Ostabúðin, Skólavörðustíg 6b5Það hjálpar ekki alltaf að vera með góðærisstæla á fyrsta stefnumóti. Því er oft betra að velja látlausan stað með gómsætum mat í stað þess að torfleggja stemninguna með yfirdráttar-innréttuðum og humarbrösuðum flottheitum. Í kjallara ostabúðarinnar eru hollar og góðar súpur, salöt, fiskur og fleira í boði í hádeginu og klassinn kemur til skjalanna með framandi ostum og góðu næði. » Vox, Suðurlandsbraut 2Hafi forleikurinn átt sér stað á einkamal.is, eða vinkonur eða vinir farið með þig eins og hvern annan söluvarning á skiptimarkaði blindra stefnumóta skaltu gera ráð fyrir barmafullum vandræðalegheitum í tómum rauðvínsglösum. Farðu því þangað sem athyglinni má dreifa á löngum matseðli, þjónarnir útlista hráefni máltíðanna eins og samviskusamir parketsölumenn og því nóg annað hægt að gera en að þurfa að halda uppi samræðum. » Austur-Indíafélagið, Hverfisgötu 56Að deila er ást ríma þeir í amerísku útgáfunni af línunni og á Austur-Indíafélaginu er hægt að spreyta sig á léttu umferðarprófi í rómantík en þar geta matargestir deilt mat af sameiginlegum fötum og sýnt listir sínar í að skipta hrísgrjónum og öðru gúmmelaði á milli diskanna. Birtan er stórkostlega útlitsvæn og það langt á milli borða að hægt er að fara fljótlega á trúnó. Biður maður um meira? ...átt plássfreka og hávaðasama stórfjölskyldu » PerlanÖskjuhlíðin, með sinni ylströnd, kanínunýlendum og skógarþykkni er orðin að vin fyrir reykvískar fjölskyldur. Uppi á hæðinni gnæfir svo risavaxið tívolítæki í líki veitingahúss og þar við borð sitja börnin sem steinrunnin á meðan þau snúast í gegnum hvern réttinn á fætur öðrum. Og foreldrarnir njóta friðarstundar yfir dýrindis máltíð. » Culiacan, Faxafeni 9Staðir með fría áfyllingu hafa vinninginn þegar um stórar fjölskyldur er að ræða og þessi húlíóstaður í Faxafeni stendur American Style hvergi að baki hvað það varðar. Þar inni vinna suðrænir menn sem lífsleiðar mæðurnar geta horft á meðan fjölskyldan slafrar í sig matinn. Umgjörð þessa mexíkóska skyndibita er öll úr plasti, meira að segja glösin svo að enginn tekur kast á börnin og allir fara glaðir heim. » McDonalds, Suðurlandsbraut 56Hvað geturðu sagt þegar þér er skipað að taka U-beygju á 80 kílómetra hraða á Miklubraut og í baksýnisspeglinum mætirðu mænandi augum um leið og þau skríkja barnabox. Ætlarðu að benda þeim á aðframkominn Ameríkana sem næstum dó af því að éta borgarana? Hvað vegur það á móti barnaleikfangi, ostborgara og frönskum. Það þarf hvort sem er að kippa í vinsældatauminn öðru hverju. ...stórlax á viðskiptafundi » Silfur, Pósthússtræti 11Hafir þú spurnir af því að fundarmenn verði það smartir í tauinu að hætt er að við að þeir tóni ekki við innréttingarnar skaltu ekki taka neina áhættu og fara með liðið á Silfur. Þar er ekki svo auðvelt að toppa silfurlitað barokkveggfóðrið eða ljósakrónurnar úr Saltfélaginu. » Sjávarkjallarinn, Aðalstræti 2Matur í boxi er töff, hvernig sem á það er litið. Og sjávarréttir eru góð og prótínrík máltíð. Töff og prótín. Er það ekki það sem málið snýst um þegar þú ert stórlax? » Hótel Holt, Bergstaðastræti 37Séu fundarmenn viðskiptafundarins ekki úr nýríku deildinni þýðir ekkert að taka þá með á gamalt-út og allt-nýtt-inn uppastað. Gömlum peningi líður best í klassísku og eilítið þungu umhverfi þar sem dökk og massíf leðurhúsgögn og málverk meistaranna umlykja þig og færa þér innri ró. Einnig gott fyrir stórar og miklar ákvarðanir. ...í nostalgísku skapi » Hornið, Hafnarstræti 15Hornið er eins og að fara í gamlan og þægilegan inniskó. Pöntunin getur ekki týnst, auðvelt er að teygja sig í þjóninn eða jafnvel kokkinn og enginn þarna inni hefur þörf fyrir að koma þér á óvart. Maður er ekki alltaf í skapi fyrir óvæntar uppákomur eða þjóna sem henda í mann litlum smökkunartilraunum fyrir aðalréttinn. Pítsa með pepperóní, miðlungsrauðvín og ekkert fuss. Ekkert stórkostlegt, en traust og það er það sem maður vill þegar maður er í nostalgísku skapi. » Askur, Suðurlandsbraut 4Einhverjir muna eflaust eftir sér sitjandi í askarlaga umgjörð við Laugaveg þegar Askur var þar. Í dag er hann fluttur á Suðurlandsbraut og þótt hin dásamlegu borð séu því miður á bak og burt er hægt að taka hlaðborðið með trompi með kjarngóðri sunnudagsmáltíð þar sem allt er innifalið, frá sósum, grænum baunum, brúnuðum kartöflum og heila dæminu. Snilld fyrir svangar fjölskyldur. » Ítalía, Laugavegi 11Umhverfi Ítalíu er eins og klippt út úr stúdíóumhverfi lélegrar sápuóperu. Myntugrænir og ferskjulitaðir tónar níunda áratugarins með smá klípu af sítrónugulum eru allsráðandi og gerviblómin flækjast hvert fyrir öðru. Engu að síður er staðurinn alltaf, og kannski einmitt þess vegna frábær. Þjónustan sker sig úr og maður getur alltaf gengið að því vísu að sumt í þessum heimi breytist aldrei. ...með saumaklúbbnum » B5, Bankastræti 5Sá staður trónir í hásæti saumaklúbbsstaða. Staðurinn er hér um bil reyklaus og þar sitja þær gjammandi í hreinu lofti. Litli blómkálsfrauðskammturinn (2 munnbitar) er sérstaklega góður fyrir þær sem eru í aðhaldsdeildinni. Þegar staðurinn opnaði var mikið hlegið að stælunum með frönsku kartöflurnar, sem bornar eru fram í bréfpoka, en að öllu gríni slepptu þá er maturinn þar stórkostlegur. » 101 hótel, Hverfisgötu 10101 er eins og sett Spaugstofunnar. Þar má sjá erkitýpur þáttarins, Kára í deCODE, Jón Ásgeir, Ara Edwald og fleiri hræra í einum móhító. Augu vinkvennanna glennast upp og þær jafnvel ná að þegja í svo sem eina mínútu enda snarhitna hnakkablöðin við það að skrá atburðarásina inn á harða diskinn. » Nýja kökuhúsið, KringlunniSérútbúið umhverfi fyrir reykjandi saumaklúbba. Þar sitja gjaldkerar allra landsmanna og reykja á meðan þær bíða eftir crépes-pönnukökunum með hrísgrjónunum og sinnepssósunni. Minnir á stemninguna þegar gömlu Samvinnuferðar-Landsýnar dragtirnar sóluðu sig á Austurvelli þegar vel viðraði. Þær eru í mat, reykja sína sígó, drekka sinn kaffibolla og ekkert múður. Mest lesið Versti óttinn að raungerast Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Hvuttar á kjörstað Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Út að borða hljómar stórkostlega í eyrum flestra. Stjörnukvöldið getur þó auðveldlega breyst í martröð og ef kviknað hefur í brauðkörfunni áður en kvöldið er liðið eða fullur saumaklúbbur á næsta boði haldið stefnumótinu í gíslingu þarf greinilega að taka ferlið til endurskoðunar. Júlía Margrét Alexandersdóttir þræddi veitingastaði borgarinnar og kynnti sér hvernig hægt er að baktryggja sig með því að velja rétta veitingastaðinn út frá aðstæðum. Snætt úti þegar þú ert... ...á kúpunni » Bæjarins bestu, Tryggagötu 9.Domo Þráinn Júlíusson Súkkulaðikaka Eftirréttur VeitingastaðurEf það er röð á mánudagseftirmiðdegi kl. 14.00 í ofsaveðri með 20 metrum á sekúndu, er augljóslega eitthvert leynivopn í sinnepinu. » Hlöllabátar, IngólfstorgiHornið veitingastaðurÞað er fátt sem jafnast á við vænan alíslenskan skyndibita. Við mælum með extra gusu af gula kryddinu yfir bátinn (hver slær hendinni á móti góðri þriðjakrydds-vímu) og góðri slettu af Hlöllasósunni. Nauta- lamba- eða svínakjöt með heiðvirðu rauðkáli og asíum. Snilldin ein. » Lóuhreiður, Laugavegi 59PerlanLóuhreiður er heiðarleg matstofa sem hentar valkvíðasjúkum mjög vel því það eru einungis einn til tveir réttir í boði hvern dag. Á mánudögum og þriðjudögum er alltaf fiskur í boði, framreiddur á klassískan hátt án allra exótískra stæla. Búlla fyrir menn í hádeginu sem nenna engu veseni, einstaka róni situr þarna með stóran bjór, sólstofan fyrir framan er reyklaus, og þjónustustúlkan gengur um með rjóma og býður gestum slurk út í súpuna. » HafnarstrætiðÞað er eitthvað sérlega viðeigandi við að hafa skyndibitastaði í Hafnarstrætinu: Nonna-biti, Pizza-King, Purple Onion að ógleymdum pylsuvagninum á Ingólfstorgi sem setur tóninn með chili-pylsunum (pylsa með nautahakki og baunum). Gatan þjónar sama tilgangi fyrir átfíklana og Fifth Avenue í New York. Þess vegna er Hafnarstrætið falið leyndarmál á miðbæjarsvæðinu. Síðan er einstaka spúkí bar inn á milli fyrir þá sem eru fyrir að fá sér í tána milli rétta. » American Style, Tryggvagötu 26Veitingastaður B5 Bankastræti 5 nýr breyttur matseðill kokkur matseldFyrir þá sem taka ekki áhættuna er American Style auðvitað handan við hornið. Frí áfylling á gos skal aldrei, undir neinum kringumstæðum, vanmetin. Sérlega gott fyrir stórar fjölskyldur því krakkaskríllinn drekkur svo mikið. ...á fyrsta stefnumóti » Domo, Þingholtsstræti 5silfurVeitingastaður fyrir fyrsta stefnumótið verður að vera hress og fullbókaður því það er fátt jafn vandræðalegt og að heyra nöldrið í kokkinum inni í eldhúsi á tómu veitingahúsi. Fyrsta stefnumótið má vera pínu neyðarlegt og er í hugum sumra dæmt til að mistakast. Á Domo má að minnsta kosti hugga sig við það að maturinn hafi verið stórfenglegur þó að söguskoðun stefnumótsins fái ef til vill seint þann dóm. Og svo virkaði hann líka ekki sem verst fyrir Jude Law og Höllu Vilhjálmsdóttur. » Ostabúðin, Skólavörðustíg 6b5Það hjálpar ekki alltaf að vera með góðærisstæla á fyrsta stefnumóti. Því er oft betra að velja látlausan stað með gómsætum mat í stað þess að torfleggja stemninguna með yfirdráttar-innréttuðum og humarbrösuðum flottheitum. Í kjallara ostabúðarinnar eru hollar og góðar súpur, salöt, fiskur og fleira í boði í hádeginu og klassinn kemur til skjalanna með framandi ostum og góðu næði. » Vox, Suðurlandsbraut 2Hafi forleikurinn átt sér stað á einkamal.is, eða vinkonur eða vinir farið með þig eins og hvern annan söluvarning á skiptimarkaði blindra stefnumóta skaltu gera ráð fyrir barmafullum vandræðalegheitum í tómum rauðvínsglösum. Farðu því þangað sem athyglinni má dreifa á löngum matseðli, þjónarnir útlista hráefni máltíðanna eins og samviskusamir parketsölumenn og því nóg annað hægt að gera en að þurfa að halda uppi samræðum. » Austur-Indíafélagið, Hverfisgötu 56Að deila er ást ríma þeir í amerísku útgáfunni af línunni og á Austur-Indíafélaginu er hægt að spreyta sig á léttu umferðarprófi í rómantík en þar geta matargestir deilt mat af sameiginlegum fötum og sýnt listir sínar í að skipta hrísgrjónum og öðru gúmmelaði á milli diskanna. Birtan er stórkostlega útlitsvæn og það langt á milli borða að hægt er að fara fljótlega á trúnó. Biður maður um meira? ...átt plássfreka og hávaðasama stórfjölskyldu » PerlanÖskjuhlíðin, með sinni ylströnd, kanínunýlendum og skógarþykkni er orðin að vin fyrir reykvískar fjölskyldur. Uppi á hæðinni gnæfir svo risavaxið tívolítæki í líki veitingahúss og þar við borð sitja börnin sem steinrunnin á meðan þau snúast í gegnum hvern réttinn á fætur öðrum. Og foreldrarnir njóta friðarstundar yfir dýrindis máltíð. » Culiacan, Faxafeni 9Staðir með fría áfyllingu hafa vinninginn þegar um stórar fjölskyldur er að ræða og þessi húlíóstaður í Faxafeni stendur American Style hvergi að baki hvað það varðar. Þar inni vinna suðrænir menn sem lífsleiðar mæðurnar geta horft á meðan fjölskyldan slafrar í sig matinn. Umgjörð þessa mexíkóska skyndibita er öll úr plasti, meira að segja glösin svo að enginn tekur kast á börnin og allir fara glaðir heim. » McDonalds, Suðurlandsbraut 56Hvað geturðu sagt þegar þér er skipað að taka U-beygju á 80 kílómetra hraða á Miklubraut og í baksýnisspeglinum mætirðu mænandi augum um leið og þau skríkja barnabox. Ætlarðu að benda þeim á aðframkominn Ameríkana sem næstum dó af því að éta borgarana? Hvað vegur það á móti barnaleikfangi, ostborgara og frönskum. Það þarf hvort sem er að kippa í vinsældatauminn öðru hverju. ...stórlax á viðskiptafundi » Silfur, Pósthússtræti 11Hafir þú spurnir af því að fundarmenn verði það smartir í tauinu að hætt er að við að þeir tóni ekki við innréttingarnar skaltu ekki taka neina áhættu og fara með liðið á Silfur. Þar er ekki svo auðvelt að toppa silfurlitað barokkveggfóðrið eða ljósakrónurnar úr Saltfélaginu. » Sjávarkjallarinn, Aðalstræti 2Matur í boxi er töff, hvernig sem á það er litið. Og sjávarréttir eru góð og prótínrík máltíð. Töff og prótín. Er það ekki það sem málið snýst um þegar þú ert stórlax? » Hótel Holt, Bergstaðastræti 37Séu fundarmenn viðskiptafundarins ekki úr nýríku deildinni þýðir ekkert að taka þá með á gamalt-út og allt-nýtt-inn uppastað. Gömlum peningi líður best í klassísku og eilítið þungu umhverfi þar sem dökk og massíf leðurhúsgögn og málverk meistaranna umlykja þig og færa þér innri ró. Einnig gott fyrir stórar og miklar ákvarðanir. ...í nostalgísku skapi » Hornið, Hafnarstræti 15Hornið er eins og að fara í gamlan og þægilegan inniskó. Pöntunin getur ekki týnst, auðvelt er að teygja sig í þjóninn eða jafnvel kokkinn og enginn þarna inni hefur þörf fyrir að koma þér á óvart. Maður er ekki alltaf í skapi fyrir óvæntar uppákomur eða þjóna sem henda í mann litlum smökkunartilraunum fyrir aðalréttinn. Pítsa með pepperóní, miðlungsrauðvín og ekkert fuss. Ekkert stórkostlegt, en traust og það er það sem maður vill þegar maður er í nostalgísku skapi. » Askur, Suðurlandsbraut 4Einhverjir muna eflaust eftir sér sitjandi í askarlaga umgjörð við Laugaveg þegar Askur var þar. Í dag er hann fluttur á Suðurlandsbraut og þótt hin dásamlegu borð séu því miður á bak og burt er hægt að taka hlaðborðið með trompi með kjarngóðri sunnudagsmáltíð þar sem allt er innifalið, frá sósum, grænum baunum, brúnuðum kartöflum og heila dæminu. Snilld fyrir svangar fjölskyldur. » Ítalía, Laugavegi 11Umhverfi Ítalíu er eins og klippt út úr stúdíóumhverfi lélegrar sápuóperu. Myntugrænir og ferskjulitaðir tónar níunda áratugarins með smá klípu af sítrónugulum eru allsráðandi og gerviblómin flækjast hvert fyrir öðru. Engu að síður er staðurinn alltaf, og kannski einmitt þess vegna frábær. Þjónustan sker sig úr og maður getur alltaf gengið að því vísu að sumt í þessum heimi breytist aldrei. ...með saumaklúbbnum » B5, Bankastræti 5Sá staður trónir í hásæti saumaklúbbsstaða. Staðurinn er hér um bil reyklaus og þar sitja þær gjammandi í hreinu lofti. Litli blómkálsfrauðskammturinn (2 munnbitar) er sérstaklega góður fyrir þær sem eru í aðhaldsdeildinni. Þegar staðurinn opnaði var mikið hlegið að stælunum með frönsku kartöflurnar, sem bornar eru fram í bréfpoka, en að öllu gríni slepptu þá er maturinn þar stórkostlegur. » 101 hótel, Hverfisgötu 10101 er eins og sett Spaugstofunnar. Þar má sjá erkitýpur þáttarins, Kára í deCODE, Jón Ásgeir, Ara Edwald og fleiri hræra í einum móhító. Augu vinkvennanna glennast upp og þær jafnvel ná að þegja í svo sem eina mínútu enda snarhitna hnakkablöðin við það að skrá atburðarásina inn á harða diskinn. » Nýja kökuhúsið, KringlunniSérútbúið umhverfi fyrir reykjandi saumaklúbba. Þar sitja gjaldkerar allra landsmanna og reykja á meðan þær bíða eftir crépes-pönnukökunum með hrísgrjónunum og sinnepssósunni. Minnir á stemninguna þegar gömlu Samvinnuferðar-Landsýnar dragtirnar sóluðu sig á Austurvelli þegar vel viðraði. Þær eru í mat, reykja sína sígó, drekka sinn kaffibolla og ekkert múður.
Mest lesið Versti óttinn að raungerast Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Hvuttar á kjörstað Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira