Bókmenntafræðingur talar - Soffíu svarað 21. febrúar 2007 05:00 Langt er orðið síðan ég fékkst við bókmenntafræði. Í þeirri grein sem öðrum hafa jafnan verið margar kenningar á lofti, en mér er minnisstætt að kennarar mínir lögðu áherslu á að öll túlkun yrði að eiga sér stoð í texta verkanna og miða að því að gera þau skiljanlegri lesendum en ella. Hvaða öðrum tilgangi á þessi fræðigrein að þjóna? Látum vera þótt fólk stundi textatilraunir og leiki sér innan háskólaveggja, en til þess verður að ætlast að fræðimenn, þegar þeir ávarpa almenning, hafi einhverju að miðla sem upplýstur lesandi skilur og getur haft gagn af. Pistillinn Frá bókmenntafræðingi sem birtist í Fréttablaðinu 28. janúar, við hliðina á viðtali við Hermann Stefánsson rithöfund, vakti athygli mína og umhugsun. Satt að segja varð hann til að veikja trú mína á gildi bókmenntafræði eins og hún virðist stunduð hér núna. Í blaðinu eu hugleiðingar Soffíu Bjarnadóttur um skáldsögur. Eins nykraðan vaðal um bókmenntir hef ég ekki lengi lesið. Inntakið í pistinum virðist það að skáldsagan hafi óljós landamerki nú á dögum, rúmi allt: „Hún sýgur í sig allar greinar, miðlar því sem er og ekki er.“ Látum svo vera, en síðan kemur: „Það var eitthvað í nútímamanninum sem kallaði á skáldsöguna. Óumræðileg þörf, frelsi og einstaklingshyggja, samsuða í speglasalnum.“ Myndmálið er nokkuð undarlegt: speglasalur og eldhús í einni vistarveru. Og svo má spyrja hvenær „nútímamaðurinn“ fæddist, sá er kallaði á skáldsöguna. Skáldsögur hafa verið ritaðar öldum saman eins og bókmenntafræðingar vita. Nútímasögunni er svo lýst: „Þefurinn af sjálfskapandi minningum verður undirstaða í þversagnakenndum heimi.“ Þefur sem undirstaða, ekki er það góður grundvöllur. Hvað eru „sjálfskapandi minningar“? Eru til einhverjar minningar sem ekki mótast í huga einstaklingsins sjálfs? Enn segir bókmenntafræðingurinn: Sagan „er athvarf sem fóstrar skissur lífsins“. Þetta mun merkja að hún feli í sér myndir og skynjanir höfundarins, það er að hún sé smíðuð úr margháttaðri lífsreynslu hans. Athvarfið er stundum „með eindæmum hrörlegt“, segir hér. Þýðir það að sumar skáldsögur séu afar ófullkomin listaverk? Því miður er þetta víst alveg satt. En þörfin fyrir sögur er engu að síður fyrir hendi: „Inn á milli moldaðra ánamaðka rís ómetanlegur heimur sem ekki er hægt að sleppa undan.“ Kannski ætti fræðimaðurinn fremur að fást við súrrealíska ljóðagerð. Að lokum nefnir Soffía Bjarnadóttir þrjár þýðingar „frá nýliðnum árum 21. aldar sem auka mikilvægi íslensku skáldsögunnar“. Hvernig íslenskar skáldsögur verða þyngri á metunum þótt út komi tilteknar þýðingar veit ég ekki, en merkar þýðingar opna íslenskum lesendum og höfundum vissulega nýjar víddir. Bækurnar þrjár eru: „Saga augans eftir Georges Batallie í þýðingu Björns Þorsteinssonar, Glerhjálmurinn eftir Sylviu Plath í þýðingu Fríðu Björk (hér á auðvitað að standa Bjarkar) Ingvarsdóttur og Umskiptin eftir Franz Kafka í þýðingu Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar.“ Síðasttalda sagan, eitt brautryðjendaverka módernísks sagnaskáldskapar, kom reyndar út á íslensku árið 1960 í þýðingu Hannesar Péturssonar og aftur í endurskoðaðri þýðingu hans 1983, undir nafninu Hamskiptin. Hún hefur því getað „aukið mikilvægi íslensku skáldsögunnar“ þegar á seinni hluta tuttugustu aldar. Með góðum vilja er í flestum tilvikum unnt að ráða í hvað Soffía Bjarnadóttir ætlar að segja í pistli sínum. En til bókmenntafræðinga verður að gera meiri kröfur en svo. Ég hef haldið að það sé liður í menntun þeirra að læra að skrifa um bókmenntir fyrir almenning með sómasamlegurm hætti. Höfundur er bókmenntafræðingur og útvarpsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Langt er orðið síðan ég fékkst við bókmenntafræði. Í þeirri grein sem öðrum hafa jafnan verið margar kenningar á lofti, en mér er minnisstætt að kennarar mínir lögðu áherslu á að öll túlkun yrði að eiga sér stoð í texta verkanna og miða að því að gera þau skiljanlegri lesendum en ella. Hvaða öðrum tilgangi á þessi fræðigrein að þjóna? Látum vera þótt fólk stundi textatilraunir og leiki sér innan háskólaveggja, en til þess verður að ætlast að fræðimenn, þegar þeir ávarpa almenning, hafi einhverju að miðla sem upplýstur lesandi skilur og getur haft gagn af. Pistillinn Frá bókmenntafræðingi sem birtist í Fréttablaðinu 28. janúar, við hliðina á viðtali við Hermann Stefánsson rithöfund, vakti athygli mína og umhugsun. Satt að segja varð hann til að veikja trú mína á gildi bókmenntafræði eins og hún virðist stunduð hér núna. Í blaðinu eu hugleiðingar Soffíu Bjarnadóttur um skáldsögur. Eins nykraðan vaðal um bókmenntir hef ég ekki lengi lesið. Inntakið í pistinum virðist það að skáldsagan hafi óljós landamerki nú á dögum, rúmi allt: „Hún sýgur í sig allar greinar, miðlar því sem er og ekki er.“ Látum svo vera, en síðan kemur: „Það var eitthvað í nútímamanninum sem kallaði á skáldsöguna. Óumræðileg þörf, frelsi og einstaklingshyggja, samsuða í speglasalnum.“ Myndmálið er nokkuð undarlegt: speglasalur og eldhús í einni vistarveru. Og svo má spyrja hvenær „nútímamaðurinn“ fæddist, sá er kallaði á skáldsöguna. Skáldsögur hafa verið ritaðar öldum saman eins og bókmenntafræðingar vita. Nútímasögunni er svo lýst: „Þefurinn af sjálfskapandi minningum verður undirstaða í þversagnakenndum heimi.“ Þefur sem undirstaða, ekki er það góður grundvöllur. Hvað eru „sjálfskapandi minningar“? Eru til einhverjar minningar sem ekki mótast í huga einstaklingsins sjálfs? Enn segir bókmenntafræðingurinn: Sagan „er athvarf sem fóstrar skissur lífsins“. Þetta mun merkja að hún feli í sér myndir og skynjanir höfundarins, það er að hún sé smíðuð úr margháttaðri lífsreynslu hans. Athvarfið er stundum „með eindæmum hrörlegt“, segir hér. Þýðir það að sumar skáldsögur séu afar ófullkomin listaverk? Því miður er þetta víst alveg satt. En þörfin fyrir sögur er engu að síður fyrir hendi: „Inn á milli moldaðra ánamaðka rís ómetanlegur heimur sem ekki er hægt að sleppa undan.“ Kannski ætti fræðimaðurinn fremur að fást við súrrealíska ljóðagerð. Að lokum nefnir Soffía Bjarnadóttir þrjár þýðingar „frá nýliðnum árum 21. aldar sem auka mikilvægi íslensku skáldsögunnar“. Hvernig íslenskar skáldsögur verða þyngri á metunum þótt út komi tilteknar þýðingar veit ég ekki, en merkar þýðingar opna íslenskum lesendum og höfundum vissulega nýjar víddir. Bækurnar þrjár eru: „Saga augans eftir Georges Batallie í þýðingu Björns Þorsteinssonar, Glerhjálmurinn eftir Sylviu Plath í þýðingu Fríðu Björk (hér á auðvitað að standa Bjarkar) Ingvarsdóttur og Umskiptin eftir Franz Kafka í þýðingu Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Þorvaldssonar.“ Síðasttalda sagan, eitt brautryðjendaverka módernísks sagnaskáldskapar, kom reyndar út á íslensku árið 1960 í þýðingu Hannesar Péturssonar og aftur í endurskoðaðri þýðingu hans 1983, undir nafninu Hamskiptin. Hún hefur því getað „aukið mikilvægi íslensku skáldsögunnar“ þegar á seinni hluta tuttugustu aldar. Með góðum vilja er í flestum tilvikum unnt að ráða í hvað Soffía Bjarnadóttir ætlar að segja í pistli sínum. En til bókmenntafræðinga verður að gera meiri kröfur en svo. Ég hef haldið að það sé liður í menntun þeirra að læra að skrifa um bókmenntir fyrir almenning með sómasamlegurm hætti. Höfundur er bókmenntafræðingur og útvarpsmaður.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun