Opið bréf til oddvita um Árnesfundinn 16. febrúar 2007 04:45 Bréfið er ritað í tilefni af endurteknum ummælum oddvita Skeiða og Gnúpverjahrepps í fjölmiðlum síðustu daga. Oddvitinn heldur því fram að fundur virkjanaandstæðinga í Árnesi segi ekkert um vilja heimamanna, því þar hafi aðallega verið aðkomufólk. Undirrituð benda honum á nokkur atriði til umhugsunar. Í fyrsta lagi: Ef Gunnar Örn Marteinsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur það einkamál ábúenda á lögbýlum í Gnúpverjahreppi að taka ákvörðun um eyðileggingu Þjórsár allt til sjávar, skortir hann þekkingu og skilning á almennri stjórnsýslu, náttúruvernd og borgaralegum réttindum. Þá skortir hann líka virðingu fyrir skoðunum annarra. Í öðru lagi: Ef Gunnar Örn Marteinsson þekkir ekki bæina í sveitinni né íbúa þeirra er það afleitt mál fyrir oddvita í litlum hreppi. Honum skal því bent á að á fundinn mætti fólk frá Haga, Fossnesi, Hamarsheiði, Hamarsholti, Stóru Mástungu, Minni-Mástungu, Ásum, Stóra-Núpi, Þjórsárholti, Skaftholti, Hlíð, Háholti, Eystra Geldingaholti og Vestra Geldingaholti, Stöðulfelli, Sandlækjarkoti, Sandlæk, Skarði, Brautarholti, Vorsabæ, Skeiðháholti og Húsatóftum, svo nokkuð sé nefnt. Margir þessara bæja liggja að Þjórsá, en það gerir bær oddvitans ekki. Í þriðja lagi: Ef Gunnar Örn Marteinsson ætlar að afgreiða það fólk sem ver frístundum sínum í sveitinni, eins og eitthvert aðskotafólk sem sé málið óviðkomandi, skyldi hann staldra við. Margt af því á þar hús og lóðir og lögbýli og leggur sitt af mörkum til samfélagsins. Enn fleira af því á rætur sínar í hreppnum í marga ættliði og miklu lengur en oddvitinn sjálfur. Þetta fólk vill sveitinni líka vel. Án þeirra væri sveitin fátækari bæði af fjármunum og hugmyndum. Í fjórða lagi: Ef Gunnar Örn Marteinsson tekur ekki eftir áhyggjum þeirra sem eldri eru skal honum bent á að margir eldri borgarar úr sveitinni, sumt af því fólk í hárri elli, lögðu á sig að koma til fundarins í Árnesi. Það fólk vildi sýna sveitinni sinni stuðning. Honum væri sæmra að styðja við það fólk og alla þá sem verða fyrir barðinu á framkvæmdunum, hlusta á íbúana og jafnvel aðkomufólkið líka. Virkjanirnar við Þjórsá eru alvarlegt mál fyrir marga. Þær geta kippt stoðum undan búsetu, þær geta líka fækkað frístundafólkinu. Gunnar Örn Marteinsson oddviti mætti hafa í huga að það er fólkið en ekki Landsvirkjun sem skapar mannlífið í sveitinni. Þótt Landsvirkjun hafi gegnum árin skapað atvinnutækifæri er heildarmyndin önnur nú. Þessi áform stuðla að fækkun fólks og rýrnun lands. Með vinsemd: Egill Egilsson Hellholti Guðrún Haraldsdóttir og Jón Benjamín Jónsson Haga Guðbjörg Friðriksdóttir og Sigurður L. Einarsson í landi Haga Jón Helgi Guðmundsson og Guðrún Ásbjörnsdóttir, Haga og Þjórsárholti Margrét Erlendsdóttir, Hamarsheiði Vigdís Erlendsdóttir, Hamarsheiði Kolbrún Haraldsdóttir Stóru-Mástungu Undirskrift: Ragnheiður Haraldsdóttir og Haraldur Bjarnason, Stóru Mástungu Svanborg R. Jónsdóttir Stóra-Núpi Elín Erlingsdóttir, Sandlæk Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Bréfið er ritað í tilefni af endurteknum ummælum oddvita Skeiða og Gnúpverjahrepps í fjölmiðlum síðustu daga. Oddvitinn heldur því fram að fundur virkjanaandstæðinga í Árnesi segi ekkert um vilja heimamanna, því þar hafi aðallega verið aðkomufólk. Undirrituð benda honum á nokkur atriði til umhugsunar. Í fyrsta lagi: Ef Gunnar Örn Marteinsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps telur það einkamál ábúenda á lögbýlum í Gnúpverjahreppi að taka ákvörðun um eyðileggingu Þjórsár allt til sjávar, skortir hann þekkingu og skilning á almennri stjórnsýslu, náttúruvernd og borgaralegum réttindum. Þá skortir hann líka virðingu fyrir skoðunum annarra. Í öðru lagi: Ef Gunnar Örn Marteinsson þekkir ekki bæina í sveitinni né íbúa þeirra er það afleitt mál fyrir oddvita í litlum hreppi. Honum skal því bent á að á fundinn mætti fólk frá Haga, Fossnesi, Hamarsheiði, Hamarsholti, Stóru Mástungu, Minni-Mástungu, Ásum, Stóra-Núpi, Þjórsárholti, Skaftholti, Hlíð, Háholti, Eystra Geldingaholti og Vestra Geldingaholti, Stöðulfelli, Sandlækjarkoti, Sandlæk, Skarði, Brautarholti, Vorsabæ, Skeiðháholti og Húsatóftum, svo nokkuð sé nefnt. Margir þessara bæja liggja að Þjórsá, en það gerir bær oddvitans ekki. Í þriðja lagi: Ef Gunnar Örn Marteinsson ætlar að afgreiða það fólk sem ver frístundum sínum í sveitinni, eins og eitthvert aðskotafólk sem sé málið óviðkomandi, skyldi hann staldra við. Margt af því á þar hús og lóðir og lögbýli og leggur sitt af mörkum til samfélagsins. Enn fleira af því á rætur sínar í hreppnum í marga ættliði og miklu lengur en oddvitinn sjálfur. Þetta fólk vill sveitinni líka vel. Án þeirra væri sveitin fátækari bæði af fjármunum og hugmyndum. Í fjórða lagi: Ef Gunnar Örn Marteinsson tekur ekki eftir áhyggjum þeirra sem eldri eru skal honum bent á að margir eldri borgarar úr sveitinni, sumt af því fólk í hárri elli, lögðu á sig að koma til fundarins í Árnesi. Það fólk vildi sýna sveitinni sinni stuðning. Honum væri sæmra að styðja við það fólk og alla þá sem verða fyrir barðinu á framkvæmdunum, hlusta á íbúana og jafnvel aðkomufólkið líka. Virkjanirnar við Þjórsá eru alvarlegt mál fyrir marga. Þær geta kippt stoðum undan búsetu, þær geta líka fækkað frístundafólkinu. Gunnar Örn Marteinsson oddviti mætti hafa í huga að það er fólkið en ekki Landsvirkjun sem skapar mannlífið í sveitinni. Þótt Landsvirkjun hafi gegnum árin skapað atvinnutækifæri er heildarmyndin önnur nú. Þessi áform stuðla að fækkun fólks og rýrnun lands. Með vinsemd: Egill Egilsson Hellholti Guðrún Haraldsdóttir og Jón Benjamín Jónsson Haga Guðbjörg Friðriksdóttir og Sigurður L. Einarsson í landi Haga Jón Helgi Guðmundsson og Guðrún Ásbjörnsdóttir, Haga og Þjórsárholti Margrét Erlendsdóttir, Hamarsheiði Vigdís Erlendsdóttir, Hamarsheiði Kolbrún Haraldsdóttir Stóru-Mástungu Undirskrift: Ragnheiður Haraldsdóttir og Haraldur Bjarnason, Stóru Mástungu Svanborg R. Jónsdóttir Stóra-Núpi Elín Erlingsdóttir, Sandlæk
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun