Viðskipti erlent

Tré fyrir símaskrá

Íslenskur skógur. Já hefur gert samning við Skógræktarfélag Íslands um að jafnmörgum plöntum og þarf í framleiðslu símaskrárinnar verði plantað árlega.
Íslenskur skógur. Já hefur gert samning við Skógræktarfélag Íslands um að jafnmörgum plöntum og þarf í framleiðslu símaskrárinnar verði plantað árlega.

Já, sem rekur upplýsingaþjónustuna 118 og annast ritstjórn og rekstur símaskrárinnar og rekstur ja.is, hefur gert samning við Skógræktarfélag Íslands. Er honum ætlað að skapa mótvægi við þau 1.500 tré sem felld eru árlega vegna prentunar símaskrárinnar.

Samingurinn er gerður til þriggja ára og felur í sér að árlega verði gróðursettar jafnmargar plöntur og felldar eru á árinu. Já mun styrkja Skógræktarfélagið vegna gróðursetningarinnar og tengdra verkefna.

Í fréttatilkynningu frá Já segir að öll tré sem fari í framleiðslu símaskrárinnar séu úr sjálfbærum skógum sem þýði að fleiri trjám sé plantað en eru felld. Með samstarfssamningnum verði til Já-skógur á jörðinni Ingunnarstöðum í Brynjudal þar sem plönturnar verði gróðursettar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×