Viðvarandi hagvöxtur 7. febrúar 2007 06:00 Economist | Breska tímaritið gerir hagvöxt á Indlandi að umtalsefni í nýjasta tímariti sínu. Þar segir að efnahagslífið hafi verið í hæstu hæðum sem geri það að verkum að erlendir kaupahéðnar og fjárfestar flykkist til stórborga landsins á borð við Bangalore og Mumbai í von um að ná í sneið af kökunni og ávaxta pund sitt. Hagvöxtur á Indlandi mældist 9,2 prósent á ársgrundvelli í september í fyrra samanborið við 8,0 prósenta hagvöxt fjögur árin á undan. Þetta er geysistórt stökk fram á við enda bendir tímaritið á að hagvöxtur í landinu hafi ekki verið nema um 3,5 prósent í þrjá áratugi fram til 1980. Og stjórnvöld eru stórhuga, að sögn Economist, enda stefna þau að því að viðhalda rúmlega 9 prósenta hagvexti á ári næstu fimm árin, jafnvel allt til ársins 2020. En aukinn hagvöxtur hefur líka aðrar hliðar því samfara því hefur búum í sveitum landsins fækkað mikið á síðustu misserum í kjölfar þess að Indverjar hafa í auknum mæli flust til þéttbýlisins þar sem laun eru góð og næga vinnu og menntun að finna. Metvöxtur í PóllandiThe Guardian blaðahausar The Guardian blaðahausarGuardian | Breska dagblaðið Guardian bendir á það í vikubyrjun að sprenging hafi orðið á húsnæðismarkaðnum í Póllandi. Svo mikil er hækkunin að hún á fáa sína líka í Evrópu. Íbúðaverð hækkaði um 33 prósent að meðaltali í Póllandi í fyrra.Fasteignaverð hækkaði um 28 prósent í Varsjá en öðru máli gegnir um verð fasteigna í Kraká. Þar virðist sem um sprengingu hafi verið að ræða en verðið rauk upp um heil 58 prósent í fyrra. Þá hefur fasteignaverð sömuleiðis hækkað mikið í Gdansk.Ekkert land í Evrópu skilaði eins snarpri hækkun á milli ára, að sögn Guardian.Helsta ástæðan fyrir þessum miklu hækkunum í landinu eru uppkaup efnaðra Pólverja og erlendra fjárfesta á fasteignum í landinu sem sneru sér þangað í auknum mæli í kjölfar mikilla verðhækkana á fasteignum í Evrópu og Bandaríkjunum. Auðveldara aðgengi almennings að fjármagni til fasteignakaupa á sömuleiðis hlut að máli. Blaðið bendir samt sem áður á að íbúðamarkaðurinn í Evrópu hefur haldið dampi þrátt fyrir hátt fasteignaverð og virðist fátt benda til að ætli að draga saman á næstunni. Pólland er þar engin undantekning og má því gera ráð fyrir að verðið haldi áfram að hækka. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Economist | Breska tímaritið gerir hagvöxt á Indlandi að umtalsefni í nýjasta tímariti sínu. Þar segir að efnahagslífið hafi verið í hæstu hæðum sem geri það að verkum að erlendir kaupahéðnar og fjárfestar flykkist til stórborga landsins á borð við Bangalore og Mumbai í von um að ná í sneið af kökunni og ávaxta pund sitt. Hagvöxtur á Indlandi mældist 9,2 prósent á ársgrundvelli í september í fyrra samanborið við 8,0 prósenta hagvöxt fjögur árin á undan. Þetta er geysistórt stökk fram á við enda bendir tímaritið á að hagvöxtur í landinu hafi ekki verið nema um 3,5 prósent í þrjá áratugi fram til 1980. Og stjórnvöld eru stórhuga, að sögn Economist, enda stefna þau að því að viðhalda rúmlega 9 prósenta hagvexti á ári næstu fimm árin, jafnvel allt til ársins 2020. En aukinn hagvöxtur hefur líka aðrar hliðar því samfara því hefur búum í sveitum landsins fækkað mikið á síðustu misserum í kjölfar þess að Indverjar hafa í auknum mæli flust til þéttbýlisins þar sem laun eru góð og næga vinnu og menntun að finna. Metvöxtur í PóllandiThe Guardian blaðahausar The Guardian blaðahausarGuardian | Breska dagblaðið Guardian bendir á það í vikubyrjun að sprenging hafi orðið á húsnæðismarkaðnum í Póllandi. Svo mikil er hækkunin að hún á fáa sína líka í Evrópu. Íbúðaverð hækkaði um 33 prósent að meðaltali í Póllandi í fyrra.Fasteignaverð hækkaði um 28 prósent í Varsjá en öðru máli gegnir um verð fasteigna í Kraká. Þar virðist sem um sprengingu hafi verið að ræða en verðið rauk upp um heil 58 prósent í fyrra. Þá hefur fasteignaverð sömuleiðis hækkað mikið í Gdansk.Ekkert land í Evrópu skilaði eins snarpri hækkun á milli ára, að sögn Guardian.Helsta ástæðan fyrir þessum miklu hækkunum í landinu eru uppkaup efnaðra Pólverja og erlendra fjárfesta á fasteignum í landinu sem sneru sér þangað í auknum mæli í kjölfar mikilla verðhækkana á fasteignum í Evrópu og Bandaríkjunum. Auðveldara aðgengi almennings að fjármagni til fasteignakaupa á sömuleiðis hlut að máli. Blaðið bendir samt sem áður á að íbúðamarkaðurinn í Evrópu hefur haldið dampi þrátt fyrir hátt fasteignaverð og virðist fátt benda til að ætli að draga saman á næstunni. Pólland er þar engin undantekning og má því gera ráð fyrir að verðið haldi áfram að hækka.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira