Lífið

Launamunur og viðskiptabönn

Femínistafélag Íslands kemur að tveimur viðburðum í dag, annars vegar opinni málstofu í Öskju kl. 16.30 en um kvöldið heldur félagið reglubundinn fund sinn á Thorvaldsen bar.

Málstofan í Öskju er á vegum MBA náms Háskóla Íslands og Femínistafélagsins og er yfirskrift hennar: „Hvernig má minnka launamun kynjanna". Þar kynna nemendur í námskeiðinu „Greining viðfangsefna og ákvarðanir" tillögur sínar þar að lútandi. Þátttakendur unnu í hópastarfi tillögur um ákvörðun, aðgerð eða breytingu sem væri líkleg til að stuðla að minnkun launamunar kynjanna. Hóparnir voru átta talsins, en úr þeim hópi voru fjórar tillögur valdar til kynningar.

Fundarstjórar verða Snjólfur Ólafsson, kennari námskeiðsins, og Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélagsins.

Félagið skipulegur regluleg „Hitt" í Bertelstofu á Thorvaldssen bar og verður þar rætt um viðskiptabönn í kvöld. Þar flytja Páll Ásgeir Davíðsson lögfræðingur og fyrrgreind Katrín Anna Guðmundsdóttir, viðskipta- og markaðsfræðingur, erindi og velta fyrir sér hvort viðskiptabönn séu raunhæfur kostur í baráttunni fyrir jafnrétti. Að því loknu verður opnað fyrir umræður.

Dagskráin á Thorvaldssen hefst kl. 20 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.