Ásælni ríkisstjórnarinnar í þinglýstar jarðir bænda Atli Gíslason skrifar 18. janúar 2007 00:01 Á árinu 1998 setti Alþingi lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Tilgangur þjóðlendulaganna var og er að eyða réttaróvissu og koma lögsögu- og skipulagsmálum á hreint á miðhálendinu. Um þetta markmið held ég að flestir geti verið sammála. Lögin eru hins vegar um margt gölluð, meðal annars um þær veigalitlu skorður sem ríkinu eru settar varðandi meðferð og vörslur þjóðlendna. Ríkisstjórnum fyrir hönd ríkisins er í lófa lagið að fórna þjóðlendum á altari áframhaldandi stóriðju- og landeyðingar-stefnu í þágu erlendra auðhringja. Þá skortir á að lögin taki af skarið um réttindi almennings til aðgangs og afnota af þjóðlendum. Margt fleira mætti nefna sem kallar á ítarlegri umfjöllun en stutt blaðagrein leyfir. Framkvæmd laganna hefur verið með nokkrum ólíkindum, svo vægt sé til orða tekið. Ríkisstjórnin hefur farið offari í ásælni sinni eftir landsvæðum og jafnvel hafnað þinglýstum heimildum landeigenda eða vefengt þær. Kröfugerð ríkisstjórnar framsóknarsjálfstæðisflokksins hefur auk þess ekki takmarkast við miðhálendið heldur náð til svæða í byggð og til sjávar. Loks hefur kröfugerðarnefnd ríkisstjórnarinnar gert harkalegar sönnunarkröfur til bænda og annarra jarðeigenda og krafist þess að allur minnsti vafi verði túlkaður ríkinu í hag. Svo langt er seilst að ríkisstjórnin virðist ætlast til að landeigendur sanni eignarrétt sinn að landi, landsréttindum og hlunnindum jafnvel þótt staðfest landamerki liggi fyrir. Þannig var fyrstu kröfugerð og málatilbúnaði ríkisstjórnarinnar gagnvart jörðum í Árnessýslu háttað. Þeim ofurásælniskröfum ríkisstjórnarinnar hafnaði Hæstiréttur. Þrátt fyrir það hefur framsóknarsjálfstæðis ríkisstjórnin höggvið í sama knérunn og opinberað harðan ásetning sinn í málinu. Harðdrægni ríkisstjórnarinnar er slík, að fjármálaráðherra, Árni Mathiesen, gerir kröfu til þess að fá til baka landsvæði sem ríkið seldi einstaklingum seint á nítjándu öldinni og á þeirri tuttugustu. Nú síðast beinir ríkisstjórnin ofurkröfum sínum að jörðinni Reykjahlíð í Mývatnssveit og virðist ætla sér að eyða þeirri viðurkenndu söguskoðun að jörðin sé sú landmesta á Íslandi. Það er ekki að ástæðulausu að ríkisstjórnin er sökuð um mannréttindabrot. Því fer fjarri að þjóðlendulögin áskilji að ríkisstjórnin fari fram með því offorsi sem raun ber vitni. Þvert á móti er ríkisstjórninni skylt að gæta meðalhófs, sýna sanngirni og starfa í anda góðra stjórnsýsluhátta. Hér þarf ekki lagabreytingu til, eingöngu breytta ríkisstjórnarstefnu, að fjármálaráðherra gefi kröfugerðarnefnd sinni fyrirmæli um að gæta hófs og virða þinglýstar eignarheimildir og staðfest landamerki og túlka vafa landeigendum í hag. Og tryggi að bændur og aðrir jarðeigendur verði ekki fyrir fjárhagslegum skakkaföllum, eins og raunin hefur orðið, þegar ríkisstjórnin sækir að þeim með ofurefli og illa ígrunduðum málatilbúnaði þvert á það sem talinn var tilgangur þjóðlendulaga. Það er einnig rétt að halda því til haga að Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, lýsti því yfir þegar á árinu 2000 að kröfugerðarnefnd fjármálaráðherra hafi gengið í allt aðra átt en ætlunin var með lögunum og ekki hafi verið unnið í anda þeirra. Landbúnaðarráðherra hefur annað hvort verið borinn ofurliði annarra ráðherra eða engar aðgerðir hafa fylgt orðum hans og fleiri stjórnarliða. Málið kallar á öflugt brautargengi VG í komandi alþingiskosningum og stjórnarskipti. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og skipar 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi við alþingiskosningarnar vorið 2007. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Á árinu 1998 setti Alþingi lög um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Tilgangur þjóðlendulaganna var og er að eyða réttaróvissu og koma lögsögu- og skipulagsmálum á hreint á miðhálendinu. Um þetta markmið held ég að flestir geti verið sammála. Lögin eru hins vegar um margt gölluð, meðal annars um þær veigalitlu skorður sem ríkinu eru settar varðandi meðferð og vörslur þjóðlendna. Ríkisstjórnum fyrir hönd ríkisins er í lófa lagið að fórna þjóðlendum á altari áframhaldandi stóriðju- og landeyðingar-stefnu í þágu erlendra auðhringja. Þá skortir á að lögin taki af skarið um réttindi almennings til aðgangs og afnota af þjóðlendum. Margt fleira mætti nefna sem kallar á ítarlegri umfjöllun en stutt blaðagrein leyfir. Framkvæmd laganna hefur verið með nokkrum ólíkindum, svo vægt sé til orða tekið. Ríkisstjórnin hefur farið offari í ásælni sinni eftir landsvæðum og jafnvel hafnað þinglýstum heimildum landeigenda eða vefengt þær. Kröfugerð ríkisstjórnar framsóknarsjálfstæðisflokksins hefur auk þess ekki takmarkast við miðhálendið heldur náð til svæða í byggð og til sjávar. Loks hefur kröfugerðarnefnd ríkisstjórnarinnar gert harkalegar sönnunarkröfur til bænda og annarra jarðeigenda og krafist þess að allur minnsti vafi verði túlkaður ríkinu í hag. Svo langt er seilst að ríkisstjórnin virðist ætlast til að landeigendur sanni eignarrétt sinn að landi, landsréttindum og hlunnindum jafnvel þótt staðfest landamerki liggi fyrir. Þannig var fyrstu kröfugerð og málatilbúnaði ríkisstjórnarinnar gagnvart jörðum í Árnessýslu háttað. Þeim ofurásælniskröfum ríkisstjórnarinnar hafnaði Hæstiréttur. Þrátt fyrir það hefur framsóknarsjálfstæðis ríkisstjórnin höggvið í sama knérunn og opinberað harðan ásetning sinn í málinu. Harðdrægni ríkisstjórnarinnar er slík, að fjármálaráðherra, Árni Mathiesen, gerir kröfu til þess að fá til baka landsvæði sem ríkið seldi einstaklingum seint á nítjándu öldinni og á þeirri tuttugustu. Nú síðast beinir ríkisstjórnin ofurkröfum sínum að jörðinni Reykjahlíð í Mývatnssveit og virðist ætla sér að eyða þeirri viðurkenndu söguskoðun að jörðin sé sú landmesta á Íslandi. Það er ekki að ástæðulausu að ríkisstjórnin er sökuð um mannréttindabrot. Því fer fjarri að þjóðlendulögin áskilji að ríkisstjórnin fari fram með því offorsi sem raun ber vitni. Þvert á móti er ríkisstjórninni skylt að gæta meðalhófs, sýna sanngirni og starfa í anda góðra stjórnsýsluhátta. Hér þarf ekki lagabreytingu til, eingöngu breytta ríkisstjórnarstefnu, að fjármálaráðherra gefi kröfugerðarnefnd sinni fyrirmæli um að gæta hófs og virða þinglýstar eignarheimildir og staðfest landamerki og túlka vafa landeigendum í hag. Og tryggi að bændur og aðrir jarðeigendur verði ekki fyrir fjárhagslegum skakkaföllum, eins og raunin hefur orðið, þegar ríkisstjórnin sækir að þeim með ofurefli og illa ígrunduðum málatilbúnaði þvert á það sem talinn var tilgangur þjóðlendulaga. Það er einnig rétt að halda því til haga að Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, lýsti því yfir þegar á árinu 2000 að kröfugerðarnefnd fjármálaráðherra hafi gengið í allt aðra átt en ætlunin var með lögunum og ekki hafi verið unnið í anda þeirra. Landbúnaðarráðherra hefur annað hvort verið borinn ofurliði annarra ráðherra eða engar aðgerðir hafa fylgt orðum hans og fleiri stjórnarliða. Málið kallar á öflugt brautargengi VG í komandi alþingiskosningum og stjórnarskipti. Höfundur er hæstaréttarlögmaður og skipar 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi við alþingiskosningarnar vorið 2007.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun