Viðskipti erlent

Breytingar á stjórn Commerzbank?

Breytingar í aðsigi? Klaus-Peter Müller er sagður ætla að setjast í stól stjórnarformanns.
Breytingar í aðsigi? Klaus-Peter Müller er sagður ætla að setjast í stól stjórnarformanns. AFP

Samkvæmt frétt þýska blaðsins Manager Magazine mun Klaus-Peter Müller, hinn 62 ára gamall forstjóri Commerzbank, stíga niður af forstjórastóli í maí á næsta ári og eftirláta Martin Blessing veldissprotann.

Müller, sem hefur stýrt Commerzbank á liðnum sex árum, er samningsbundinn bankanum til ársins 2010. Blaðið segir að hann taki við formennsku í stjórn þessa annars stærsta banka Þýskalands.

Blessing ber ábyrgð á viðskiptum bankans við meðalstór fyrirtæki.

FL Group er einn stærsti hluthafinn í Commerzbank með um 3,24 prósenta hlut sem metinn er á um 56 milljarða króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×