Atorka horfir til að innleysa hagnað af 2-4 fjárfestingum 24. ágúst 2007 06:00 Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Tveir af stærstu eignarhlutum félagsins, Geysir Green Energy og Promens, gætu verið komnir í Kauphöll innan skamms. Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Group, reiknar með að á næstu sex til átján mánuðum muni félagið leysa út hagnað af 2-4 fjárfestingum á svipaðri stærðargráðu og Jarðboranir. Þær voru seldar til Geysis Green Energy á dögunum fyrir 17,7 milljarða króna og innleysti Atorka um ellefu milljarða króna á fjárfestingunni frá upphafi. Í staðinn gerðist Atorka hluthafi í Geysi í ágúst með kaupum á 32 prósenta hlut. Magnús er bjartsýnn á hraða uppbyggingu Geysis á sviði fjárfestinga í orkugeiranum og nefnir að hugsanlega verði félagið skráð á hlutabréfamarkað innan átján mánaða. Þá stefna eigendur Promens, með Atorku í broddi fylkingar, að skrá félagið í Kauphöll um áramótin, að því gefnu að ekki verði farið í stærri yfirtökur og markaðsaðstæður verði í lagi. Nær væri þó að horfa á fyrsta ársfjórðung næsta árs þar sem stækkun Promens virðist vera á borðinu sem gæti tafið undirbúning skráningar. „Við erum með nokkur spennandi mál til frekari stækkunar á Promens, bæði með innri vexti og fyrirtækjakaupum. Promens hefur verið að klára stór verkefni, meðal annars kaupin á Polimoon í fyrra. Við erum því klár í næstu bita.“ Promens hagnaðist um 800 milljónir króna fyrir skatta á fyrri hluta ársins áður en reiknaðir eru vextir á láni frá hluthöfum sem breytanlegt er í hlutafé. Fjárfestingargeta Atorku er mikil eftir söluna á Jarðborunum en eiginfjárhlutfall móðurfélags var um 39 prósent um mitt árið. Magnús segir að félagið horfi til fjárfestinga ákveðnum vaxtargeirum þar sem markaðurinn hefur ekki enn þá verðlagt vöxtinn. „Eins og við gerðum í sjálfu sér þegar við fórum inn í sólarorkuna með kaupum í Romag í Bretlandi.“ Hann vill ekki nefna þá geira sem félagið horfir til að svo stöddu. Móðurfélag Atorku skilaði ríflega sex milljarða króna hagnaði á fyrri hluta ársins sem var um 24 prósenta auking á milli ára. Hagnaður félagsins var þrír milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Hins vegar tapaði samstæða Atorku 226 milljónum króna á fyrra hluta ársins. Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira
Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Group, reiknar með að á næstu sex til átján mánuðum muni félagið leysa út hagnað af 2-4 fjárfestingum á svipaðri stærðargráðu og Jarðboranir. Þær voru seldar til Geysis Green Energy á dögunum fyrir 17,7 milljarða króna og innleysti Atorka um ellefu milljarða króna á fjárfestingunni frá upphafi. Í staðinn gerðist Atorka hluthafi í Geysi í ágúst með kaupum á 32 prósenta hlut. Magnús er bjartsýnn á hraða uppbyggingu Geysis á sviði fjárfestinga í orkugeiranum og nefnir að hugsanlega verði félagið skráð á hlutabréfamarkað innan átján mánaða. Þá stefna eigendur Promens, með Atorku í broddi fylkingar, að skrá félagið í Kauphöll um áramótin, að því gefnu að ekki verði farið í stærri yfirtökur og markaðsaðstæður verði í lagi. Nær væri þó að horfa á fyrsta ársfjórðung næsta árs þar sem stækkun Promens virðist vera á borðinu sem gæti tafið undirbúning skráningar. „Við erum með nokkur spennandi mál til frekari stækkunar á Promens, bæði með innri vexti og fyrirtækjakaupum. Promens hefur verið að klára stór verkefni, meðal annars kaupin á Polimoon í fyrra. Við erum því klár í næstu bita.“ Promens hagnaðist um 800 milljónir króna fyrir skatta á fyrri hluta ársins áður en reiknaðir eru vextir á láni frá hluthöfum sem breytanlegt er í hlutafé. Fjárfestingargeta Atorku er mikil eftir söluna á Jarðborunum en eiginfjárhlutfall móðurfélags var um 39 prósent um mitt árið. Magnús segir að félagið horfi til fjárfestinga ákveðnum vaxtargeirum þar sem markaðurinn hefur ekki enn þá verðlagt vöxtinn. „Eins og við gerðum í sjálfu sér þegar við fórum inn í sólarorkuna með kaupum í Romag í Bretlandi.“ Hann vill ekki nefna þá geira sem félagið horfir til að svo stöddu. Móðurfélag Atorku skilaði ríflega sex milljarða króna hagnaði á fyrri hluta ársins sem var um 24 prósenta auking á milli ára. Hagnaður félagsins var þrír milljarðar króna á öðrum ársfjórðungi. Hins vegar tapaði samstæða Atorku 226 milljónum króna á fyrra hluta ársins.
Mest lesið Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Sjá meira