Viðskipti erlent

Óbreyttir vextir í skugga samdráttar

Toshihiko Fukui, bankastjóri japanska seðlabankans, aðstæður á fjármálamörkuðum hafa leitt til þess að seðlabankinn ákvað að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum.
Toshihiko Fukui, bankastjóri japanska seðlabankans, aðstæður á fjármálamörkuðum hafa leitt til þess að seðlabankinn ákvað að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum. AFP

Stjórn japanska seðlabankans ákvað í gærmorgun að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Greinendur höfðu flestir hverjir gert ráð fyrir þessari niðurstöðu í skugga hræringa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum síðustu vikur.

Fyrir lá að hækka stýrivexti bankans líkt og vilji var til á þarsíðasta fundi bankastjórnarinnar. Flestir í stjórninni voru hins vegar fylgjandi því að halda vöxtum óbreyttum að sinni þar sem órói á fjármálamörkuðum hafi sett mikið álag á japanska fjárfesta og fjármálafyrirtæki auk þess sem hátt heimsmarkaðsverð á hráolíu samhliða sterku gengi jensins geti haft neikvæðar afleiðingar fyrir útflutning, ekki síst til Bandaríkjanna.

Stýrivextir í Japan voru núllstilltir fyrir sjö árum til að blása í glæður hagkerfisins í kjölfar efnahagslægðar sem reið yfir Asíu fyrir áratug. Vextirnir voru ekki hækkaðir fyrir en í júlí í fyrra og hafa verið hækkaðir um fjórðung úr prósenti í tvígang síðan þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×