Vinnutími of langur Björgvin Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2006 05:00 Samkvæmt nýrri Gallupkönnun, sem gerð var fyrir Eflingu og Starfsgreinasambandið, hefur verkafólk áhyggjur af löngum vinnutíma.Vinnutíminn er nú til jafnaðar 51 stund á viku hjá verkafólki og hefur lengst um eina stund frá 1998. Þetta er vissulega mikið áhyggjuefni. Vinnutíminn ætti að styttast en ekki öfugt. Árið 1990 flutti ég tillögu til þingsályktunar á Alþingi um styttingu vinnutíma en ég sat þá um skeið á þingi fyrir Alþýðuflokkinn. Tillaga mín hljóðaði svo: „Alþingi ályktar að fela félagsmálaráðherra að semja áætlun um almenna styttingu vinnutíma án skerðingar tekna. Skal ráðherra hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins um málið.“ Í greinargerð með tillögunni kom fram, að vinnutími hjá ófaglærðu verkafólki væri til jafnaðar 52,7 stundir á viku. Samkvæmt því hefur vinnutíminn sáralítið styst á þeim 16 árum sem liðin eru síðan tillagan var flutt. Þjóðarsátt um styttingu vinnutímaÞað er mikið hagsmunamál fyrir verkafólk að stytta vinnutímann og tryggja það, að verkafólk geti lifað sómasamlegu lífi af dagvinnu. Vinnutími í raun ætti að mínu mati að vera að hámarki 40 stundir á viku en styttri ef við færum að fordæmi Norðurlanda. Það er sannað mál, að með styttri vinnutíma aukast afköst vinnandi fólks. Langur vinnutími dregur úr afköstum og eykur slysahættu. Stuttur vinnutími er brýnt heilsufarsmál. Ef til vill væri unnt að ná nýrri þjóðarsátt um styttingu vinnutíma án tekjuskerðingar. Það er stórmál. Stjórnvöld hafa nokkrum sinnum á undanförnum áratugum fjallað um vinnutíma og leiðir til þess að stytta hann. Árið 1987 skipaði þáverandi forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson, nefnd til þess að annast samanburðarkönnun á launum karla og kvenna. Verksvið þeirrar nefndar var síðar víkkað út þannig að nefndin skyldi gera fjölþætta lífskjarakönnun.Í niðurstöðum nefndarinnar kom fram að vinnutími hér væri mjög langur og grunnkaup frekar lágt. Sem fyrr segir hefur vinnutíminn lítið styst síðan. Kaup hefur mjakast upp á við en þó eru kjör lægstlaunuðu verkamanna enn allt of lág og erfitt að lifa sómasamlegu lífi af því. Hinn langi vinnutími hér á landi er mikið vandamál og kemur niður á fjölskyldulífi í landinu. Stytting vinnutímans myndi stórbæta fjölskyldulífið og gera foreldrum kleift að eyða meiri tíma með börnum sínum. Öllum er ljóst að mikil þörf er á því í dag að bæta fjölskyldulífið í landinu. Mikið styttri vinnutími hjá ESBVinnutíminn er mikið styttri hjá hinum Norðurlandaþjóðunum en hér og í löndum Evrópusambandsins er vinnutíminn mikið styttri. Meðalvinnutími í löndum ESB er nú 38,6 stundir á viku. Í Noregi er vinnutíminn mikið styttri en hér en þó getur verkafólk lifað sómasamlega af dagvinnulaunum. Yfirvinna þekkist varla. Takmarkið hér á að vera að ná vinnutímanum niður eins og hjá hinum Norðurlandaþjóðunum og að hækka laun verkafólks til samræmis við það sem þar tíðkast. Björgvin Guðmundsson er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýrri Gallupkönnun, sem gerð var fyrir Eflingu og Starfsgreinasambandið, hefur verkafólk áhyggjur af löngum vinnutíma.Vinnutíminn er nú til jafnaðar 51 stund á viku hjá verkafólki og hefur lengst um eina stund frá 1998. Þetta er vissulega mikið áhyggjuefni. Vinnutíminn ætti að styttast en ekki öfugt. Árið 1990 flutti ég tillögu til þingsályktunar á Alþingi um styttingu vinnutíma en ég sat þá um skeið á þingi fyrir Alþýðuflokkinn. Tillaga mín hljóðaði svo: „Alþingi ályktar að fela félagsmálaráðherra að semja áætlun um almenna styttingu vinnutíma án skerðingar tekna. Skal ráðherra hafa samráð við aðila vinnumarkaðarins um málið.“ Í greinargerð með tillögunni kom fram, að vinnutími hjá ófaglærðu verkafólki væri til jafnaðar 52,7 stundir á viku. Samkvæmt því hefur vinnutíminn sáralítið styst á þeim 16 árum sem liðin eru síðan tillagan var flutt. Þjóðarsátt um styttingu vinnutímaÞað er mikið hagsmunamál fyrir verkafólk að stytta vinnutímann og tryggja það, að verkafólk geti lifað sómasamlegu lífi af dagvinnu. Vinnutími í raun ætti að mínu mati að vera að hámarki 40 stundir á viku en styttri ef við færum að fordæmi Norðurlanda. Það er sannað mál, að með styttri vinnutíma aukast afköst vinnandi fólks. Langur vinnutími dregur úr afköstum og eykur slysahættu. Stuttur vinnutími er brýnt heilsufarsmál. Ef til vill væri unnt að ná nýrri þjóðarsátt um styttingu vinnutíma án tekjuskerðingar. Það er stórmál. Stjórnvöld hafa nokkrum sinnum á undanförnum áratugum fjallað um vinnutíma og leiðir til þess að stytta hann. Árið 1987 skipaði þáverandi forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson, nefnd til þess að annast samanburðarkönnun á launum karla og kvenna. Verksvið þeirrar nefndar var síðar víkkað út þannig að nefndin skyldi gera fjölþætta lífskjarakönnun.Í niðurstöðum nefndarinnar kom fram að vinnutími hér væri mjög langur og grunnkaup frekar lágt. Sem fyrr segir hefur vinnutíminn lítið styst síðan. Kaup hefur mjakast upp á við en þó eru kjör lægstlaunuðu verkamanna enn allt of lág og erfitt að lifa sómasamlegu lífi af því. Hinn langi vinnutími hér á landi er mikið vandamál og kemur niður á fjölskyldulífi í landinu. Stytting vinnutímans myndi stórbæta fjölskyldulífið og gera foreldrum kleift að eyða meiri tíma með börnum sínum. Öllum er ljóst að mikil þörf er á því í dag að bæta fjölskyldulífið í landinu. Mikið styttri vinnutími hjá ESBVinnutíminn er mikið styttri hjá hinum Norðurlandaþjóðunum en hér og í löndum Evrópusambandsins er vinnutíminn mikið styttri. Meðalvinnutími í löndum ESB er nú 38,6 stundir á viku. Í Noregi er vinnutíminn mikið styttri en hér en þó getur verkafólk lifað sómasamlega af dagvinnulaunum. Yfirvinna þekkist varla. Takmarkið hér á að vera að ná vinnutímanum niður eins og hjá hinum Norðurlandaþjóðunum og að hækka laun verkafólks til samræmis við það sem þar tíðkast. Björgvin Guðmundsson er viðskiptafræðingur.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun