Viðskipti erlent

Meira ál í bílum

Bílaframleiðendur hafa í auknum mæli tekið að nota ál í bíla til að m.a. létta þá og minnka eldsneytisnotkun þeirra. Svo mjög hefur notkunin aukist að ál er næstalgengasta efni í bílum á eftir stáli. Þetta kemur fram í skýrslu samtaka álframleiðenda, sem forsvarsmenn álfyrirtækjanna Alcoa og Novelis lögðu fyrir á blaðamannafundi í Detroit í Bandaríkjunum í dag.

Í máli forsvarsmanna Alcoa kom fram að hækkun eldisneytiskostnaðar hafi orðið til þess að ál sé að verða leiðandi í smíði léttari og sparneytnari ökutækja, sem geti leitt til minni mengunar.

Þá kom jafnframt fram álnotkun í ökutækjum hafi aukist um 16 prósent á síðastliðnum fjórum árum og er búist við að hún aukist frekar á næstu árum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×