Dagsbrún skipt upp í tvö rekstrarfélög 13. september 2006 00:01 Af kynningarfundi Dagsbrúnar. Rekstri Dagsbrúnar hefur verið skipt í tvennt. Teymi og hlutafélagið 365 verða skráð í Kauphöll Íslands í nóvember. MYND/GVA Stjórn Dagsbrúnar mun leggja þá tillögu fyrir hluthafafund að félaginu verði skipt í tvö aðskilin rekstrarfélög, Teymi og 365, sem bæði verða skráð í Kauphöll Íslands. Teymi verður stofnað utan um fjarskiptahluta rekstursins og hlutafélagið 365 utan um fjölmiðla- og afþreyingarhlutann. Félögin verða skráð í Kauphöll Íslands í nóvember næstkomandi. Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar, segir félagið hafa stækkað mikið undanfarin misseri og mánuði. Félögin tvö, Teymi og 365, séu nú hvort um sig stærri en Dagsbrún var í upphafi árs "Við teljum möguleika þessara tveggja félaga meiri sitt í hvoru lagi en saman." Þriðja félagið, K2, verður stofnað utan um þau fyrirtæki sem ekki falla að kjarnastarfsemi hinna tveggja. Teymi og 365 munu þó hvort um sig eiga þrjátíu og fimm prósenta hlut í K2 en aðrir fjárfestar afganginn. Loks hyggst Dagsbrún selja fasteignir í eigu félagsins. Áætlað er að þessar aðgerðir skili sér í lægri skuldastöðu sem nemur samtals þrettán til fjórtán milljörðum króna. Árni Pétur Jónsson, núverandi forstjóri Og Vodafone, verður forstjóri Teymis. Dótturfélög Teymis verða meðal annars símafélögin Og Vodafone og Sko, færeyska fjarskiptafélagið Kall, Securitas, Kögun, Skýrr og EJS. Undir hlutafélagið 365 heyra meðal annars 365 fjölmiðlar, Sena, D3, Sagafilm og breska prentsmiðjan Wyndeham. Þá á félagið tuttugu prósenta hlut í Dagsbrun Media Fund, sem stendur að útgáfu danska fríblaðsins Nyhedsavisen. Rekstur fjölmiðla á Íslandi hefur óneitanlega verið brokkgengur. Ari Edwald, forstjóri 365, telur þó að félagið eigi fullt erindi á markað. "Það má vel vera að það taki tvo til þrjá ársfjórðunga að skapa okkur einhverja sögu. 365 hf. verður gagnsærra sem sjálfstætt félag á markaði og ég geri ráð fyrir að enn skýrari kröfur verði gerðar um rekstrarárangur en áður." Ari segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um tilteknar breytingar á rekstri 365. Viðskipti Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Stjórn Dagsbrúnar mun leggja þá tillögu fyrir hluthafafund að félaginu verði skipt í tvö aðskilin rekstrarfélög, Teymi og 365, sem bæði verða skráð í Kauphöll Íslands. Teymi verður stofnað utan um fjarskiptahluta rekstursins og hlutafélagið 365 utan um fjölmiðla- og afþreyingarhlutann. Félögin verða skráð í Kauphöll Íslands í nóvember næstkomandi. Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarformaður Dagsbrúnar, segir félagið hafa stækkað mikið undanfarin misseri og mánuði. Félögin tvö, Teymi og 365, séu nú hvort um sig stærri en Dagsbrún var í upphafi árs "Við teljum möguleika þessara tveggja félaga meiri sitt í hvoru lagi en saman." Þriðja félagið, K2, verður stofnað utan um þau fyrirtæki sem ekki falla að kjarnastarfsemi hinna tveggja. Teymi og 365 munu þó hvort um sig eiga þrjátíu og fimm prósenta hlut í K2 en aðrir fjárfestar afganginn. Loks hyggst Dagsbrún selja fasteignir í eigu félagsins. Áætlað er að þessar aðgerðir skili sér í lægri skuldastöðu sem nemur samtals þrettán til fjórtán milljörðum króna. Árni Pétur Jónsson, núverandi forstjóri Og Vodafone, verður forstjóri Teymis. Dótturfélög Teymis verða meðal annars símafélögin Og Vodafone og Sko, færeyska fjarskiptafélagið Kall, Securitas, Kögun, Skýrr og EJS. Undir hlutafélagið 365 heyra meðal annars 365 fjölmiðlar, Sena, D3, Sagafilm og breska prentsmiðjan Wyndeham. Þá á félagið tuttugu prósenta hlut í Dagsbrun Media Fund, sem stendur að útgáfu danska fríblaðsins Nyhedsavisen. Rekstur fjölmiðla á Íslandi hefur óneitanlega verið brokkgengur. Ari Edwald, forstjóri 365, telur þó að félagið eigi fullt erindi á markað. "Það má vel vera að það taki tvo til þrjá ársfjórðunga að skapa okkur einhverja sögu. 365 hf. verður gagnsærra sem sjálfstætt félag á markaði og ég geri ráð fyrir að enn skýrari kröfur verði gerðar um rekstrarárangur en áður." Ari segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um tilteknar breytingar á rekstri 365.
Viðskipti Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira