Gagnslítil OECD-skýrsla 9. október 2006 18:00 Nýverið kom út ársrit OECD um menntamál sem oft er vitnað í. Ég vara við því án vandlegrar skoðunar. Ritið er misvísandi og það sama gildir um flestar aðrar skýrslur stofnunarinnar um menntamál. Þetta eru vísbendingar (indicators) í einni svipan (at a glance). Orðavalið gefur tilefni til að ætla að hér sé um að ræða eins konar stikkorðaskýrslu. Auðvelt er að fela sig á bak við titilinn ef með þarf þar sem litlar kröfur eru gerðar til upplýsinga sem kalla sig vísbendingar. Skýrslan er unnin af Efnahags- og framfarastofnuninni. Efnahagsmál eru aðalviðfangsefni hennar og samfélagsmál eru skoðuð með tilliti til peninga enda stendur skammstöfunin fyrir Organization for Economic Co-operation and Development. Orðið development er yfirleitt þýtt sem þróun en miðað við verksvið mætti skipta út "þróun" fyrir "breytingu" (e. change). Fólk myndi þá betur átta sig á að stofnunin fæst við eftirfarandi: að hjálpa stjórnsýslunni að spara peninga. Skýrslurnar eru fyrst og fremst tölfræði og gagna að mestu aflað hjá embættismönnum í viðkomandi landi. Enn fremur ætti að leita til þeirra sem þekkja skólastarf og fá frá þeim upplýsingar. Skortur er á nýlegum gögnum og í ritinu eru upplýsingar að mestu frá 2003-2004. Sums staðar hafa slæðst inn villur, t.d. er sagt að grunnskólakennarar á Íslandi hafi kennt í 36 vikur eða í 175 daga skólaárið 2003-2004. Hið rétta er að frá árinu 2001 eru kennsludagar grunnskólakennara 180 á ári og kennsluvikur 38. Talnavillur sem berast inn í skýrslur OECD eru frá okkur sjálfum komnar. Þær eru þó ekki það sem mér finnst gagnrýnisverðast. Verri er aðferðafræðin og hversu mjög við reiðum okkur á þessar skýrslur þrátt fyrir þröngt sjónarhorn. Ekki er allt jafngagnslítið sem frá OECD kemur. Til viðmiðunar má nefna aðra nýlega skýrslu stofnunarinnar sem fjallar um háskólamenntun og ber af eins og gull af eiri. Við gerð hennar var Ísland eitt þrettán landa (af alls 24) sem sótt var heim, enda úttektin gerð að beiðni íslenskra stjórnvalda. Bakgrunnsupplýsingar eru ítarlegar og tekið tillit til sérstöðu landsins. Hérlendis höfum við verið stolt af fjáraustri í grunnskólann samkvæmt OECD. En ef við tökum með í dæmið lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar og fjölda fámennra skóla þá verður útkoman önnur. Það er ekki bara við OECD að sakast. Fjölmiðlar fjalla um grunnskólaútgjöldin án þess að kafa dýpra. Örlítið aftar í skýrslunni kemur fram að kostnaður á hvern grunnskólanemanda á Íslandi sé miðlungs mikill miðað við samanburðarlöndin. Það er ekki heldur við OECD að sakast að við skulum ætla skýrslunni svona mikið vægi. Í ljósi nýrra áherslna í rannsóknum og skýrslugerð er þó tímabært að stofnunin sé spurð hvort aðferðir hennar séu ekki úreltar. Þótt OECD leggi í orði áherslu á samtengingu félags- og efnahagslegra þátta verður hið efnahagslega alltaf ofan á. Oftrú á skýrslur sem unnar eru á afar þröngum forsendum er heimskuleg. Vel unnar skýrslur geta reynst mikilvægt hjálpartæki við ákvarðanir og stefnumótun. Vondar skýrslur eru það ekki. Höfundur er ritstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nýverið kom út ársrit OECD um menntamál sem oft er vitnað í. Ég vara við því án vandlegrar skoðunar. Ritið er misvísandi og það sama gildir um flestar aðrar skýrslur stofnunarinnar um menntamál. Þetta eru vísbendingar (indicators) í einni svipan (at a glance). Orðavalið gefur tilefni til að ætla að hér sé um að ræða eins konar stikkorðaskýrslu. Auðvelt er að fela sig á bak við titilinn ef með þarf þar sem litlar kröfur eru gerðar til upplýsinga sem kalla sig vísbendingar. Skýrslan er unnin af Efnahags- og framfarastofnuninni. Efnahagsmál eru aðalviðfangsefni hennar og samfélagsmál eru skoðuð með tilliti til peninga enda stendur skammstöfunin fyrir Organization for Economic Co-operation and Development. Orðið development er yfirleitt þýtt sem þróun en miðað við verksvið mætti skipta út "þróun" fyrir "breytingu" (e. change). Fólk myndi þá betur átta sig á að stofnunin fæst við eftirfarandi: að hjálpa stjórnsýslunni að spara peninga. Skýrslurnar eru fyrst og fremst tölfræði og gagna að mestu aflað hjá embættismönnum í viðkomandi landi. Enn fremur ætti að leita til þeirra sem þekkja skólastarf og fá frá þeim upplýsingar. Skortur er á nýlegum gögnum og í ritinu eru upplýsingar að mestu frá 2003-2004. Sums staðar hafa slæðst inn villur, t.d. er sagt að grunnskólakennarar á Íslandi hafi kennt í 36 vikur eða í 175 daga skólaárið 2003-2004. Hið rétta er að frá árinu 2001 eru kennsludagar grunnskólakennara 180 á ári og kennsluvikur 38. Talnavillur sem berast inn í skýrslur OECD eru frá okkur sjálfum komnar. Þær eru þó ekki það sem mér finnst gagnrýnisverðast. Verri er aðferðafræðin og hversu mjög við reiðum okkur á þessar skýrslur þrátt fyrir þröngt sjónarhorn. Ekki er allt jafngagnslítið sem frá OECD kemur. Til viðmiðunar má nefna aðra nýlega skýrslu stofnunarinnar sem fjallar um háskólamenntun og ber af eins og gull af eiri. Við gerð hennar var Ísland eitt þrettán landa (af alls 24) sem sótt var heim, enda úttektin gerð að beiðni íslenskra stjórnvalda. Bakgrunnsupplýsingar eru ítarlegar og tekið tillit til sérstöðu landsins. Hérlendis höfum við verið stolt af fjáraustri í grunnskólann samkvæmt OECD. En ef við tökum með í dæmið lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar og fjölda fámennra skóla þá verður útkoman önnur. Það er ekki bara við OECD að sakast. Fjölmiðlar fjalla um grunnskólaútgjöldin án þess að kafa dýpra. Örlítið aftar í skýrslunni kemur fram að kostnaður á hvern grunnskólanemanda á Íslandi sé miðlungs mikill miðað við samanburðarlöndin. Það er ekki heldur við OECD að sakast að við skulum ætla skýrslunni svona mikið vægi. Í ljósi nýrra áherslna í rannsóknum og skýrslugerð er þó tímabært að stofnunin sé spurð hvort aðferðir hennar séu ekki úreltar. Þótt OECD leggi í orði áherslu á samtengingu félags- og efnahagslegra þátta verður hið efnahagslega alltaf ofan á. Oftrú á skýrslur sem unnar eru á afar þröngum forsendum er heimskuleg. Vel unnar skýrslur geta reynst mikilvægt hjálpartæki við ákvarðanir og stefnumótun. Vondar skýrslur eru það ekki. Höfundur er ritstjóri.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar