Lífið

Íslenskir hápunktar

KaSa tónlistarhópurinn leikur úrval íslenskra tónsmíða. Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari leikur með hópnum í Norræna húsinu.
KaSa tónlistarhópurinn leikur úrval íslenskra tónsmíða. Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari leikur með hópnum í Norræna húsinu.

KaSa hópurinn heldur tónleika í Norræna húsinu í dag undir yfirskriftinni "Íslensk kammertónlist á 20. öld". Efnisskráin samanstendur af nokkrum verkum sem teljast hápunktar íslensks tónlistarlífs á 20. öld, meðal þeirra eru sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Jón Nordal, smátríó fyrir flautu, selló og píanó eftir Leif Þórarinsson og strengjakvartett eftir Jón Leifs.

Auk þess verða flutt verk eftir Hafliða Hallgrímsson og Atla Heimi Sveinsson en þeir hafa báðir hlotið Norðurlandaverðlaun fyrir tónlist.

Flytjendur á tónleikunum verða fiðluleikararnir Elfa Rún Kristinsdóttir og Auður Hafsteinsdóttir, víóluleikarinn Helga Þórarinsdóttir, sellóleikararnir Sigurður Bjarki Gunnarsson og Sigurgeir Agnarsson, Áshildur Haraldsdóttir, flautuleikari og Nína Margrét Grímsdóttir, píanóleikari.

KaSa hópurinn mun endurtaka tónleikana í menningarmiðstöðinni Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn þann 1. október næstkomandi og verða þeir hljóðritaðir af danska ríkisútvarpinu.

Tónleikarnir hefjast kl. 17.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.