Almennir hluthafar hagnast um 177 milljónir króna 16. september 2006 00:01 Í Kauphöll Íslands Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, sýnir forsvarsmönnum Exista og gestum Kauphallarinnar hvar sjá megi tilboðsgengi í bréf Exista áður en fyrstu viðskipti með bréf þess hófust í gærmorgun. Fréttablaðið/GVA Hækkun á söluandvirði bréfa sem almenningi stóðu til boða í nýafstöðnum hlutafjárútboðum Exista og Marels á markaði í gær nam tæpum 177 milljónum króna. Dagurinn var sá fyrsti á markaði hjá Exista, sem nú er fjórða stærsta félagið á markaðnum. Viðskipti með hlutabréf Exista hf. hófust í Kauphöll Íslands í gærmorgun. Skráning félagsins er stærsta nýskráning í Kauphöllina til þessa. Viðskipti með bréf Exista námu samtals 668 milljónum króna í 147 viðskiptum. Við lok dags var gengi bréfanna 22,6, eða 5,1 prósenti hærra en útboðsgengið, sem var 21,5. Miðað við lokagengi gærdagsins var markaðsvirði félagsins 245 milljarðar króna, en það þýðir að Exista er nú fjórða stærsta félagið á markaðnum. Með skráningu Exista er markaðsvirði félaga á íslenska hlutabréfamarkaðnum orðið ríflega tvöföld landsframleiðsla, eða 2.400 milljarðar. Á blaðamannafundi í húsnæði Kauphallarinnar í gærmorgun bauð Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, nýja félagið velkomið. „Í ljósi stærðar fyrirtækisins og fjölbreyttrar starfsemi er skráning þess spennandi viðbót við íslenskan hlutabréfamarkað. Við óskum Exista velfarnaðar í framtíðinni,“ sagði hann. Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista, sagði að eftir vel heppnað hlutafjárútboð og skráningu væri félagið vel í stakk búið til að efla starfsemi sína enn frekar hér á landi og erlendis. „Við hlökkum til að takast á við þá ábyrgð sem þessu fylgir og væntum þess og treystum að þetta verði gæfuspor fyrir Exista og alla hluthafa félagsins.“ Í almenna hluta hlutafjárútboðs Exista óskuðu um 7.400 fjárfestar eftir að kaupa hluti fyrir um 42 milljarða króna og eftirspurn þvi mikil. Í boði voru 65 milljónir hluta að söluvirði 1.397,5 milljónir króna. Miðað við 5,12 prósenta hækkun gærdagsins högnuðust almennir hluthafar sem þar keyptu því um 71,5 milljónir króna, því virði hlutarins hækkaði í 1.469 milljónir króna. Í nýafstöðnu útboði Marels voru svo 15 milljónir nýrra hluta í boði til almennings, eða fyrir 1.110 milljónir króna að söluvirði. Eftir viðskipti gærdagsins hafði virði þess hluta því aukist um 9,46 prósent, í 1.215 milljónir króna, eða um 105 milljónir. olikr@frettabladid.is Viðskipti Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Hækkun á söluandvirði bréfa sem almenningi stóðu til boða í nýafstöðnum hlutafjárútboðum Exista og Marels á markaði í gær nam tæpum 177 milljónum króna. Dagurinn var sá fyrsti á markaði hjá Exista, sem nú er fjórða stærsta félagið á markaðnum. Viðskipti með hlutabréf Exista hf. hófust í Kauphöll Íslands í gærmorgun. Skráning félagsins er stærsta nýskráning í Kauphöllina til þessa. Viðskipti með bréf Exista námu samtals 668 milljónum króna í 147 viðskiptum. Við lok dags var gengi bréfanna 22,6, eða 5,1 prósenti hærra en útboðsgengið, sem var 21,5. Miðað við lokagengi gærdagsins var markaðsvirði félagsins 245 milljarðar króna, en það þýðir að Exista er nú fjórða stærsta félagið á markaðnum. Með skráningu Exista er markaðsvirði félaga á íslenska hlutabréfamarkaðnum orðið ríflega tvöföld landsframleiðsla, eða 2.400 milljarðar. Á blaðamannafundi í húsnæði Kauphallarinnar í gærmorgun bauð Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, nýja félagið velkomið. „Í ljósi stærðar fyrirtækisins og fjölbreyttrar starfsemi er skráning þess spennandi viðbót við íslenskan hlutabréfamarkað. Við óskum Exista velfarnaðar í framtíðinni,“ sagði hann. Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista, sagði að eftir vel heppnað hlutafjárútboð og skráningu væri félagið vel í stakk búið til að efla starfsemi sína enn frekar hér á landi og erlendis. „Við hlökkum til að takast á við þá ábyrgð sem þessu fylgir og væntum þess og treystum að þetta verði gæfuspor fyrir Exista og alla hluthafa félagsins.“ Í almenna hluta hlutafjárútboðs Exista óskuðu um 7.400 fjárfestar eftir að kaupa hluti fyrir um 42 milljarða króna og eftirspurn þvi mikil. Í boði voru 65 milljónir hluta að söluvirði 1.397,5 milljónir króna. Miðað við 5,12 prósenta hækkun gærdagsins högnuðust almennir hluthafar sem þar keyptu því um 71,5 milljónir króna, því virði hlutarins hækkaði í 1.469 milljónir króna. Í nýafstöðnu útboði Marels voru svo 15 milljónir nýrra hluta í boði til almennings, eða fyrir 1.110 milljónir króna að söluvirði. Eftir viðskipti gærdagsins hafði virði þess hluta því aukist um 9,46 prósent, í 1.215 milljónir króna, eða um 105 milljónir. olikr@frettabladid.is
Viðskipti Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira