Innlent

Draumalandið kynnt

Andri Snær Magnason, rithöfundur.
Andri Snær Magnason, rithöfundur. MYND/Valgarður Gíslason

Húsfyllir var í Borgarleikhúsinu í gærkvöld þar Andri Snær Magnason rithöfundur kynnti nýja bók sína, Draumalandið. Bókin, sem hefur undirtitilinn Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð, hefur þegar vakið töluvert umtal þrátt fyrir að hún hafi fyrst komið út í gær.

Í bókinni tekst skáldið á við ýmis málefni í íslenskum samtíma, þar á meðal stóriðjustefnuna og varnarliðið og það frá nýrstárlegu sjónarmiði. Til stóð að bókin kæmi í verslanir í gærmorgun en vegna tafa á dreifingu barst hún ekki þangað fyrr en um miðjan dag.

Þeir bóksalar sem fréttastofa ræddi við í gær sögðu töluvert hafa verið spurt um bókina yfir daginn og því má líklegt telja að hún verði áfram til umræðu í þjóðfélaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×