Lífið

Tori ófrísk

Tori Spelling á von á sínu fyrsta barni með manninum sínum Dean McDermont
Tori Spelling á von á sínu fyrsta barni með manninum sínum Dean McDermont
Stjarnan úr sjónvarpsþáttunum sálugu Beverly Hills 90210, Tori Spelling, á von á sínu fyrsta barni. Barnsfaðir hennar og nýbakaður eiginmaður er Dean McDermont en hann á fyrir átta ára gamlan son. Hjónakornin eru himinlifandi með þessa nýjustu viðbót í fjölskylduna en þau giftu sig í maí á þessu ári í lítilli athöfn á Fiji-eyjum.

Tori Spelling er dóttir framleiðandans Aarons Spelling sem lést á dögunum áttræður að aldri.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.