Ákall til verndar Jökulsánum 5. október 2006 05:00 Herförin gegn Jökulsám Skagafjarðar er komin á fulla ferð á ný. Á fundi skipulagsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 19. sept. sl. samþykktu fulltrúar Samfylkingar og Framsóknarflokks breytingu á aðalskipulagstillögunni sem nú er til meðferðar hjá sveitarfélaginu: Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að í aðalskipulagi verði gert ráð fyrir og sýnd möguleg svæði til virkjunar Héraðsvatna þ.e.a.s. við Skatastaði og Villinganes. Þessi samþykkt hefur mikla þýðingu sökum þess að hún er það eina sem stendur í vegi fyrir virkjun Jökulsánna í Skagafirði. En virkjun þeirra er líklega ein forsenda þess að hægt verði að reisa álver á Húsavík. Þessi samþykkt er vitaskuld eftir yfirlýstum markmiðum Framsóknarflokksins um eflingu stóriðju hérlendis en gengur þvert gegn nýjustu markmiðum Samfylkingar um Fagra Ísland. Allt bendir til að Jökulsárnar í Skagafirði geti orðið næstu fórnarlömb virkjana- og stóriðjugræðginnar. Aðalskipulag fyrir Skagafjörð hefur verið í vinnslu undanfarin ár og hart deilt um virkjanir í Jökulsánum. Vinstri grænir vilja friða Jökulsárnar gegn virkjunum. Eignarhaldsfélagið Héraðsvötn hefur þegar tryggt sér virkjunarrétt við Villinganes en félagið er að meirihluta í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og RARIK hf. Þessi virkjun hefur þegar farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum og fengið tilskilin leyfi frá umhverfisráðuneyti og iðnaðarráðuneyti. Umræðu og frekari aðkomu almennings að þeirri framkvæmd er lagalega lokið. Aðeins hefur strandað á að sveitarstjórnir Skagafjarðar gæfu grænt ljós á framkvæmdina. Með því að setja virkjunina inn á aðalskipulag er þeirri hindrun rutt úr vegi. Fari Villinganesvirkjun inn á aðalskipulag verður virkjanaleyfið sjálft dýrmæt söluvara, að virði hundraða milljóna ef ekki milljarða króna. Þetta vita forystumenn KS og RARIK og hugsa sér gott til glóðarinnar. Sömu aðilar ásamt Landsvirkjun hafa einnig sótt um rannsóknaleyfi til virkjana við Skatastaði, ofar í vatnasviði Jökulsánna. Hvað sem annars má segja um Framsóknarflokkinn hefur hann verið sjálfum sér samkvæmur og sýnt stefnufestu og eindregna afstöðu til eflingar stóriðju hérlendis með tilheyrandi fórnum á náttúru og samfélagi. Mín einlæga von er sú að þau öfl í Samfylkingunni verði ofan á sem gera nú tilraun til að breyta stefnu flokksins í virkjana og stóriðjumálum. En það eru verkin sem tala. Eitt fyrsta skrefið í þeim efnum væri að Samfylkingin standi með Vinstri grænum og öðru baráttufólki fyrir friðun Jökulsánna í Skagafirði. Aðalskipulag sveitarfélags er stefnuyfirlýsing um ráðstöfun lands og náttúruauðlinda. Framkvæmdir við Villinganesvirkjun bíða þess eins að komast á skipulag. Unnendur Jökulsánna í Skagafirði kalla á samstöðu til verndar Jökulsánum. Við hvetjum til baráttu gegn öllum tilraunum til að setja umræddar virkjanir inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Herförin gegn Jökulsám Skagafjarðar er komin á fulla ferð á ný. Á fundi skipulagsnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 19. sept. sl. samþykktu fulltrúar Samfylkingar og Framsóknarflokks breytingu á aðalskipulagstillögunni sem nú er til meðferðar hjá sveitarfélaginu: Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að í aðalskipulagi verði gert ráð fyrir og sýnd möguleg svæði til virkjunar Héraðsvatna þ.e.a.s. við Skatastaði og Villinganes. Þessi samþykkt hefur mikla þýðingu sökum þess að hún er það eina sem stendur í vegi fyrir virkjun Jökulsánna í Skagafirði. En virkjun þeirra er líklega ein forsenda þess að hægt verði að reisa álver á Húsavík. Þessi samþykkt er vitaskuld eftir yfirlýstum markmiðum Framsóknarflokksins um eflingu stóriðju hérlendis en gengur þvert gegn nýjustu markmiðum Samfylkingar um Fagra Ísland. Allt bendir til að Jökulsárnar í Skagafirði geti orðið næstu fórnarlömb virkjana- og stóriðjugræðginnar. Aðalskipulag fyrir Skagafjörð hefur verið í vinnslu undanfarin ár og hart deilt um virkjanir í Jökulsánum. Vinstri grænir vilja friða Jökulsárnar gegn virkjunum. Eignarhaldsfélagið Héraðsvötn hefur þegar tryggt sér virkjunarrétt við Villinganes en félagið er að meirihluta í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og RARIK hf. Þessi virkjun hefur þegar farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum og fengið tilskilin leyfi frá umhverfisráðuneyti og iðnaðarráðuneyti. Umræðu og frekari aðkomu almennings að þeirri framkvæmd er lagalega lokið. Aðeins hefur strandað á að sveitarstjórnir Skagafjarðar gæfu grænt ljós á framkvæmdina. Með því að setja virkjunina inn á aðalskipulag er þeirri hindrun rutt úr vegi. Fari Villinganesvirkjun inn á aðalskipulag verður virkjanaleyfið sjálft dýrmæt söluvara, að virði hundraða milljóna ef ekki milljarða króna. Þetta vita forystumenn KS og RARIK og hugsa sér gott til glóðarinnar. Sömu aðilar ásamt Landsvirkjun hafa einnig sótt um rannsóknaleyfi til virkjana við Skatastaði, ofar í vatnasviði Jökulsánna. Hvað sem annars má segja um Framsóknarflokkinn hefur hann verið sjálfum sér samkvæmur og sýnt stefnufestu og eindregna afstöðu til eflingar stóriðju hérlendis með tilheyrandi fórnum á náttúru og samfélagi. Mín einlæga von er sú að þau öfl í Samfylkingunni verði ofan á sem gera nú tilraun til að breyta stefnu flokksins í virkjana og stóriðjumálum. En það eru verkin sem tala. Eitt fyrsta skrefið í þeim efnum væri að Samfylkingin standi með Vinstri grænum og öðru baráttufólki fyrir friðun Jökulsánna í Skagafirði. Aðalskipulag sveitarfélags er stefnuyfirlýsing um ráðstöfun lands og náttúruauðlinda. Framkvæmdir við Villinganesvirkjun bíða þess eins að komast á skipulag. Unnendur Jökulsánna í Skagafirði kalla á samstöðu til verndar Jökulsánum. Við hvetjum til baráttu gegn öllum tilraunum til að setja umræddar virkjanir inn á aðalskipulag sveitarfélagsins.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar