Keflavík lagði Skallagrím í spennandi leik 19. október 2006 05:00 Keflvíkingar lögðu Borgnesinga í framlengingu í gærkvöldi Mynd/Daníel Rúnarsson Fyrsta umferð Iceland Express deildarinnar hófst í gær þegar Keflvíkingar mættu Skallagrímsmönnum í íþróttahúsinu við sunnubraut en báðum liðum hefur verið spáð góðu gengi í vetur. Leikurinn var jafn og æsispennandi allan tímann og fór í framlengingu en lyktaði með naumum sigri Keflvíkinga 87-84. Leikurinn byrjaði með miklum látum og var mikið jafnræði með liðunum en Keflvíkingar tóku upp á því að spila stífari vörn eftir því sem leið á hálfleikinn en sóknarleikur liðsins var þó frekar stirðbusalegur á köflum. Bæði lið voru að berjast af miklum krafti en körfuboltinn var að sama skapi ekki áferðafallegur og hittnin úr þriggja stiga skotum var afspyrnuslök. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 21-20. Makedóníumennirnir tveir og bandaríkjamaðurinn fóru fyrir liði Skallagríms og meðan sóknarkrafts þeirra naut ekki við var sóknarleikurinn vandræðalegur. Jafnræði hélst með liðunum og var staðan í hálfleik 39-35 Keflvíkingum í vil. Skallagrímur spiluðu agan sóknarleik og sterka vörn í seinni hálfleik og komust yfir 43-46 strax þegar 3 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Á þessum leikkafla má segja að Magnús Gunnarsson hafi haldið Keflvíkingum á floti með sóknarleik sínum en hann var funheitur í þriggja stiga skotum sínum. Staðan eftir þriðja leikhluta var 60-58 Keflvíkingum í vil en þegar sex mínútur voru eftir jafnaði makedóníumaðurinn leikinn 66-66 og allt var því í járnum. Þegar mínúta var eftir dæmdu dómarar leiksins ruðning á skallagrím sem vakti litla hrifningu hjá Val Ingimundarsyni þjálfara Skallagrímur en Pétur Sigurðsson jafnaði fyrir Skallagrím með þriggja stiga körfu þegar innan við mínúta var eftir. Keflvíkingar flýttu sér í sókn og svo fór að brotið var á Elentínusi Margeirssyni leikmanni Keflavíkur sem fékk tvö skot en brenndi af þeim báðum. Því varð að framlengja leikinn. Jermain Williams reið á vaðið fyrir Keflvíkinga þegar staðan var jöfn 84-84 en hann tryggði Keflvíkingum sigur með laglegu sniðskoti þegar 4 sekúndur voru eftir af framlenginginu en hann fékk auk þess vítaskot sem hann hitti úr og endaði leikurinn því 87-84 keflvíkingum í vil. Í liði Keflvíkinga voru Jermain Williams, Magnús Gunnarsson og Gunnar Einarsson bestir en hjá Skallagrímsmönnum voru Makedóníumennirnir tveir drjúgir ásamt Darryl Flake og Pétri Sigurðssyni. Valur Ingimundarson þjálfari Skallagrímsmanna var ekki ánægður með sína menn. "Við vorum bara klaufar að klúðra þessum leik. Við áttum að vinna Keflavík en nýttum okkur ekki gullið tækifæri til að fara með sigur af hólmi." Sigurður Ingimundarson var ánægður með leikinn og fannst sínir menn leika vel en hann sagði Skallagrímsmenn vera með hörkulið sem er til alls líklegt í vetur. Þótt leikurinn hafi verið spennandi er ljóst að bæði lið þurfa greinilega að fínpússa sinn leik en verða að öllum líkindum í toppbaráttunni í vetur. Stig Keflavíkur: Jermain Williams 25 (fráköst 11), Magnús Gunnarsson 22 (fráköst 11), Gunnar Einarsson 18, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Arnar Freyr Jónsson 5, Sverrir Þór Sverrisson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Halldór Örn Halldórsson 2, , Elentínus Margeirsson 1. Stig Skallagríms: Jovan Zdraveski 27, Darryl Flake 22 (13 fráköst), Pétur Sigurðsson 13, Dimitar Karadowski 11, Axel Kárason 4, Hafþór Gunnarsson 4 (6 stoðsendingar), Pálmi Sævarsson 2, Sveinn Blöndal 1. Áhorfendur: 250 Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson og Björgvin Rúnarsson, góðir. Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Fleiri fréttir „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjá meira
Fyrsta umferð Iceland Express deildarinnar hófst í gær þegar Keflvíkingar mættu Skallagrímsmönnum í íþróttahúsinu við sunnubraut en báðum liðum hefur verið spáð góðu gengi í vetur. Leikurinn var jafn og æsispennandi allan tímann og fór í framlengingu en lyktaði með naumum sigri Keflvíkinga 87-84. Leikurinn byrjaði með miklum látum og var mikið jafnræði með liðunum en Keflvíkingar tóku upp á því að spila stífari vörn eftir því sem leið á hálfleikinn en sóknarleikur liðsins var þó frekar stirðbusalegur á köflum. Bæði lið voru að berjast af miklum krafti en körfuboltinn var að sama skapi ekki áferðafallegur og hittnin úr þriggja stiga skotum var afspyrnuslök. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 21-20. Makedóníumennirnir tveir og bandaríkjamaðurinn fóru fyrir liði Skallagríms og meðan sóknarkrafts þeirra naut ekki við var sóknarleikurinn vandræðalegur. Jafnræði hélst með liðunum og var staðan í hálfleik 39-35 Keflvíkingum í vil. Skallagrímur spiluðu agan sóknarleik og sterka vörn í seinni hálfleik og komust yfir 43-46 strax þegar 3 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Á þessum leikkafla má segja að Magnús Gunnarsson hafi haldið Keflvíkingum á floti með sóknarleik sínum en hann var funheitur í þriggja stiga skotum sínum. Staðan eftir þriðja leikhluta var 60-58 Keflvíkingum í vil en þegar sex mínútur voru eftir jafnaði makedóníumaðurinn leikinn 66-66 og allt var því í járnum. Þegar mínúta var eftir dæmdu dómarar leiksins ruðning á skallagrím sem vakti litla hrifningu hjá Val Ingimundarsyni þjálfara Skallagrímur en Pétur Sigurðsson jafnaði fyrir Skallagrím með þriggja stiga körfu þegar innan við mínúta var eftir. Keflvíkingar flýttu sér í sókn og svo fór að brotið var á Elentínusi Margeirssyni leikmanni Keflavíkur sem fékk tvö skot en brenndi af þeim báðum. Því varð að framlengja leikinn. Jermain Williams reið á vaðið fyrir Keflvíkinga þegar staðan var jöfn 84-84 en hann tryggði Keflvíkingum sigur með laglegu sniðskoti þegar 4 sekúndur voru eftir af framlenginginu en hann fékk auk þess vítaskot sem hann hitti úr og endaði leikurinn því 87-84 keflvíkingum í vil. Í liði Keflvíkinga voru Jermain Williams, Magnús Gunnarsson og Gunnar Einarsson bestir en hjá Skallagrímsmönnum voru Makedóníumennirnir tveir drjúgir ásamt Darryl Flake og Pétri Sigurðssyni. Valur Ingimundarson þjálfari Skallagrímsmanna var ekki ánægður með sína menn. "Við vorum bara klaufar að klúðra þessum leik. Við áttum að vinna Keflavík en nýttum okkur ekki gullið tækifæri til að fara með sigur af hólmi." Sigurður Ingimundarson var ánægður með leikinn og fannst sínir menn leika vel en hann sagði Skallagrímsmenn vera með hörkulið sem er til alls líklegt í vetur. Þótt leikurinn hafi verið spennandi er ljóst að bæði lið þurfa greinilega að fínpússa sinn leik en verða að öllum líkindum í toppbaráttunni í vetur. Stig Keflavíkur: Jermain Williams 25 (fráköst 11), Magnús Gunnarsson 22 (fráköst 11), Gunnar Einarsson 18, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Arnar Freyr Jónsson 5, Sverrir Þór Sverrisson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Halldór Örn Halldórsson 2, , Elentínus Margeirsson 1. Stig Skallagríms: Jovan Zdraveski 27, Darryl Flake 22 (13 fráköst), Pétur Sigurðsson 13, Dimitar Karadowski 11, Axel Kárason 4, Hafþór Gunnarsson 4 (6 stoðsendingar), Pálmi Sævarsson 2, Sveinn Blöndal 1. Áhorfendur: 250 Dómarar: Eggert Þór Aðalsteinsson og Björgvin Rúnarsson, góðir.
Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport Fleiri fréttir „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjá meira