Körfubolti

Suðurnesjaliðin unnu leiki sína

Friðrik Stefánsson var stigahæstur Njarðvíkinga í kvöld með 24 stig og hirti auk þess 8 fráköst
Friðrik Stefánsson var stigahæstur Njarðvíkinga í kvöld með 24 stig og hirti auk þess 8 fráköst Mynd/Valli

Fjórir leikir fóru fram í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta í kvöld. Suðurnesjaliðin unnu öll fyrstu leiki sína og þá unnu Haukar afar nauman sigur á nýliðum Tindastóls í Hafnarfirði.

Íslandsmeistarar Njarðvíkur lögðu meiðslum hrjáð lið ÍR í Seljaskóla 86-81. Friðrik Stefánsson skoraði 24 stig og hirti 8 fráköst fyrir Njarðvík, Jeb Ivey 23 og Brenton Birmingham skoraði 21 stig. Ólafur Sigurðsson skoraði 21 stig fyrir ÍR, Ómar Sævarsson 17 og hirti 11 fráköst og Fannar Helgason 13 stig.

Haukar lögðu Tindastól 89-88. Roni Leimu skoraði 24 stig, gaf 8 stoðsendingar og hirti 7 fráköst í liði Hauka og Kevin Smith skoraði 19 stig og hirti 7 fráköst. Lamar Karim skoraði 25 stig fyrir Tindastól, Steve Parillon skoraði 21 stig og Gunnlaugur Erlendsson skoraði 10 stig og hirti 12 fráköst.

Keflvíkingar lögðu Skallagrím 87-84 í hörkuleik í Keflavík, þar sem úrslitin réðust í framlengingu. Jermain Williams skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst fyrir Keflavík, Magnús Gunnarsson skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst og Gunnar Einarsson skoraði 18 stig. Jovan Zdraveski skoraði 27 stig fyrir Skallagrím, Darryl Flake skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst og Pétur Sigurðsson skoraði 13 stig.

Grindvíkingar lögðu Fjölni í Grafarvogi 83-75



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×